Vélar WOW air á leið frá Amsterdam og Gatwick-flugvelli í London var lent á Egilsstaðaflugvelli í kvöld vegna slæms skyggis í Keflavík.
Starfsmaður Isavia á Egilsstaðaflugvelli staðfestir þetta í samtali við Vísi nú skömmu fyrir miðnætti.
Vélarnar sem um ræður eru með flugnúmerin WW447 (Amsterdam) og WW815 (Gatwick).
Starfsmaður Isavia segist ekki hafa fengið upplýsingar um að von sé á fleiri vélum.
Vélum WOW á leið frá Amsterdam og Gatwick lent á Egilsstöðum
Atli Ísleifsson skrifar