Meira en hundrað staðfest smit um borð í bandarísku herskipi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. mars 2020 18:31 Flugmóðurskipið Theodore Roosevelt hefur legið við höfnina í Gvam frá því kórónuveirusmit greindist um borð. Getty/Smith Collection Skipstjóri kjarnorkuflugvélamóðurskips þar sem meira en 100 skipverjar eru smitaðir af kórónuveirunni biðlaði á mánudag til yfirmanna Bandaríska sjóhersins að koma upp aðstöðu þar sem allir skipverjar hans gætu farið í sóttkví í von um að koma í veg fyrir dauðsföll meðal skipverja. Hann segir ástandið um borð í skipinu fara síversnandi. Flugmóðurskipið Theodore Roosevelt hefur legið við höfnina í Gvam frá því að kórónuveiran breiddist út um skipið, þar sem meira en fjögur þúsund manns eru um borð, fyrir tæpri viku síðan. „Þetta þarfnast pólitískrar lausnar en þetta er það eina rétta í stöðunni,“ skrifaði Brett Crozier, skipstjóri, í fjögurra blaðsíðna bréfi sem hann sendi yfirmönnum sínum. „Við erum ekki í stríði. Sjóhermennirnir þurfa ekki að deyja. Ef við bregðumst ekki við núna er okkur að mistakast við að hugsa um okkar dýrmætustu bandamenn – sjóhermennina okkar.“ Þá sagði hann í bréfinu að aðeins lítill hluti þeirra sem smitaðir væru hefðu verið fluttir í land. Stærstur hluti áhafnarinnar sé enn um borð en þar sé ströngustu varúðarráðstöfunum fylgt, fólk sé sett í tveggja vikna sóttkví og áhafnarmeðlimir haldi sig fjarri hvor öðrum ef hægt er. „Vegna þess hve lítið pláss er um borð getum við ekki fylgt þessu nægilega vel,“ skrifaði Crozier. „Sjúkdómurinn breiðir hratt úr sér.“ Hann biðlaði til yfirmanna sinna að útvega áhöfninni herbergjum í landi þar sem hægt væri að fara í sóttkví eins fljótt og hægt væri. „Að fjarlægja stóran hluta áhafnarmeðlima um borð í kjarnorkuflugvélamóðurskipi Bandaríkjahers og senda þá í sóttkví í tvær vikur gæti virst drastísk ákvörðun… Þetta er nauðsynleg áhætta sem verður að taka.“ „Að halda fjögur þúsund ungum mönnum og konum um borð á TR er ónauðsynleg áhætta og lætur fólkið okkar missa traust á okkur,“ skrifaði hann. Enn sem komið er hefur enginn þeirra sjóhermanna sem smitaðir eru sýnt alvarleg einkenni sjúkdómsins en fjöldi smitaðra hækkar hratt með hverjum deginum. Fyrsta smitið um borð var staðfest 24. Mars síðastliðinn og eru þau nú orðin fleiri en hundrað. Þetta er einnig fyrsta skiptið sem kórónuveiran hefur greinst um borð í herskipi. Enn hefur ekkert svar borist frá yfirmönnum Crozier í sjóhernum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjúkraskipið Comfort komið til New York Comfort, sjúkraskip bandaríska sjóhersins, kom til New York-borgar í gær. Um þúsund sjúkrarúm eru um borð á skipinu og er því ætlað að létta á því álagi sem hvílir á spítölum borgarinnar. 31. mars 2020 07:02 Segir Bandaríkin „í góðri stöðu“ til að takast á við faraldurinn Trump segir minnst tíu fyrirtæki nú vinna hörðum höndum að því að framleiða öndunarvélar. 30. mars 2020 23:38 Yfir hundrað þúsund staðfest smit í Bandaríkjunum Bandaríkin tróna á toppi listans yfir þau lönd þar sem flest smit hafa greinst. Áður hafa Kína og Ítalía vermt hið óeftirsótta toppsæti. 28. mars 2020 07:37 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Skipstjóri kjarnorkuflugvélamóðurskips þar sem meira en 100 skipverjar eru smitaðir af kórónuveirunni biðlaði á mánudag til yfirmanna Bandaríska sjóhersins að koma upp aðstöðu þar sem allir skipverjar hans gætu farið í sóttkví í von um að koma í veg fyrir dauðsföll meðal skipverja. Hann segir ástandið um borð í skipinu fara síversnandi. Flugmóðurskipið Theodore Roosevelt hefur legið við höfnina í Gvam frá því að kórónuveiran breiddist út um skipið, þar sem meira en fjögur þúsund manns eru um borð, fyrir tæpri viku síðan. „Þetta þarfnast pólitískrar lausnar en þetta er það eina rétta í stöðunni,“ skrifaði Brett Crozier, skipstjóri, í fjögurra blaðsíðna bréfi sem hann sendi yfirmönnum sínum. „Við erum ekki í stríði. Sjóhermennirnir þurfa ekki að deyja. Ef við bregðumst ekki við núna er okkur að mistakast við að hugsa um okkar dýrmætustu bandamenn – sjóhermennina okkar.“ Þá sagði hann í bréfinu að aðeins lítill hluti þeirra sem smitaðir væru hefðu verið fluttir í land. Stærstur hluti áhafnarinnar sé enn um borð en þar sé ströngustu varúðarráðstöfunum fylgt, fólk sé sett í tveggja vikna sóttkví og áhafnarmeðlimir haldi sig fjarri hvor öðrum ef hægt er. „Vegna þess hve lítið pláss er um borð getum við ekki fylgt þessu nægilega vel,“ skrifaði Crozier. „Sjúkdómurinn breiðir hratt úr sér.“ Hann biðlaði til yfirmanna sinna að útvega áhöfninni herbergjum í landi þar sem hægt væri að fara í sóttkví eins fljótt og hægt væri. „Að fjarlægja stóran hluta áhafnarmeðlima um borð í kjarnorkuflugvélamóðurskipi Bandaríkjahers og senda þá í sóttkví í tvær vikur gæti virst drastísk ákvörðun… Þetta er nauðsynleg áhætta sem verður að taka.“ „Að halda fjögur þúsund ungum mönnum og konum um borð á TR er ónauðsynleg áhætta og lætur fólkið okkar missa traust á okkur,“ skrifaði hann. Enn sem komið er hefur enginn þeirra sjóhermanna sem smitaðir eru sýnt alvarleg einkenni sjúkdómsins en fjöldi smitaðra hækkar hratt með hverjum deginum. Fyrsta smitið um borð var staðfest 24. Mars síðastliðinn og eru þau nú orðin fleiri en hundrað. Þetta er einnig fyrsta skiptið sem kórónuveiran hefur greinst um borð í herskipi. Enn hefur ekkert svar borist frá yfirmönnum Crozier í sjóhernum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjúkraskipið Comfort komið til New York Comfort, sjúkraskip bandaríska sjóhersins, kom til New York-borgar í gær. Um þúsund sjúkrarúm eru um borð á skipinu og er því ætlað að létta á því álagi sem hvílir á spítölum borgarinnar. 31. mars 2020 07:02 Segir Bandaríkin „í góðri stöðu“ til að takast á við faraldurinn Trump segir minnst tíu fyrirtæki nú vinna hörðum höndum að því að framleiða öndunarvélar. 30. mars 2020 23:38 Yfir hundrað þúsund staðfest smit í Bandaríkjunum Bandaríkin tróna á toppi listans yfir þau lönd þar sem flest smit hafa greinst. Áður hafa Kína og Ítalía vermt hið óeftirsótta toppsæti. 28. mars 2020 07:37 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Sjúkraskipið Comfort komið til New York Comfort, sjúkraskip bandaríska sjóhersins, kom til New York-borgar í gær. Um þúsund sjúkrarúm eru um borð á skipinu og er því ætlað að létta á því álagi sem hvílir á spítölum borgarinnar. 31. mars 2020 07:02
Segir Bandaríkin „í góðri stöðu“ til að takast á við faraldurinn Trump segir minnst tíu fyrirtæki nú vinna hörðum höndum að því að framleiða öndunarvélar. 30. mars 2020 23:38
Yfir hundrað þúsund staðfest smit í Bandaríkjunum Bandaríkin tróna á toppi listans yfir þau lönd þar sem flest smit hafa greinst. Áður hafa Kína og Ítalía vermt hið óeftirsótta toppsæti. 28. mars 2020 07:37