Gengur illa að fjölga notendum Netflix Sæunn Gísladóttir skrifar 19. júlí 2016 09:44 Uppgjör annars árfjórðungs streymiþjónustunnar Netflix var kynnt í gær. Í uppgjörinu kom fram að Netflix bætti einungis við sig 1,7 milljónum notenda á fjórðungnum, sem er helmingi minna en á sama tímabili fyrir ári síðan. Þetta var undir væntingum markaðsaðila sem áttu von á 2,5 milljónum nýrra notenda. Ýmislegt bendir til þess að notendafjöldi Netflix sé að mettast, einungis 160 þúsund nýir notendur bættust við í Bandaríkjunum á fjórðungnum. Fjárfestar óttast nú um velgengni fyrirtækisins og lækkaði gengi hlutabréfa í Netflix um allt að 16 prósent í viðskiptum eftir lokun markaða í gær. Forsvarsmenn Netflix segja fréttir af verðhækkunum hjá fyrirtækinu hafi leitt til þess að notendafjöldanum fjölgaði svona lítið á fjórðungnum. Í grein New York Times um málið er bent á að hlutabréf í Netflix voru á fleygiferð á síðasta ári og hækkuðu um 135 prósent árið 2015. Til samanburðar hafa þau lækkað um fjórtán prósent það sem af er ári. Vert er að benda á að milljónir nota enn þjónustu Netflix og fyrirtækið opnaði þjónustu sína í yfir hundrað löndum í ársbyrjun. Ýmsir greiningaraðilar telja að ástandið sé ekki svo slæmt. Þeir benda til þess að hagnaður fyrirtækisins hækkuðu um 58 prósent miðað við sama tímabil í fyrra, og tekjur hækkuðu um 27 prósent milli ára. Netflix Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Uppgjör annars árfjórðungs streymiþjónustunnar Netflix var kynnt í gær. Í uppgjörinu kom fram að Netflix bætti einungis við sig 1,7 milljónum notenda á fjórðungnum, sem er helmingi minna en á sama tímabili fyrir ári síðan. Þetta var undir væntingum markaðsaðila sem áttu von á 2,5 milljónum nýrra notenda. Ýmislegt bendir til þess að notendafjöldi Netflix sé að mettast, einungis 160 þúsund nýir notendur bættust við í Bandaríkjunum á fjórðungnum. Fjárfestar óttast nú um velgengni fyrirtækisins og lækkaði gengi hlutabréfa í Netflix um allt að 16 prósent í viðskiptum eftir lokun markaða í gær. Forsvarsmenn Netflix segja fréttir af verðhækkunum hjá fyrirtækinu hafi leitt til þess að notendafjöldanum fjölgaði svona lítið á fjórðungnum. Í grein New York Times um málið er bent á að hlutabréf í Netflix voru á fleygiferð á síðasta ári og hækkuðu um 135 prósent árið 2015. Til samanburðar hafa þau lækkað um fjórtán prósent það sem af er ári. Vert er að benda á að milljónir nota enn þjónustu Netflix og fyrirtækið opnaði þjónustu sína í yfir hundrað löndum í ársbyrjun. Ýmsir greiningaraðilar telja að ástandið sé ekki svo slæmt. Þeir benda til þess að hagnaður fyrirtækisins hækkuðu um 58 prósent miðað við sama tímabil í fyrra, og tekjur hækkuðu um 27 prósent milli ára.
Netflix Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira