HBO, framleiðendur Game of Thrones fengu leikarann til að fara yfir það helsta úr fyrstu fimm þáttaröðunum (ekki þeirri síðustu) og er óhætt að segja að hann geri það á nokkuð einstakan hátt. Jackson þarf að fara yfir mikið efni á einungis tæpum átta mínútum.
Niðurstaðan er: Gjörsamlega frábærar tæpar átta mínútur.