Angelo er á hrakhólum og þvælist milli náttstaða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. júlí 2016 06:00 Angelo er leiður á biðinni og langar heim til Hollands. Fréttablaðið/Anton Brink Dómsmál Hollendingurinn, Angelo Uijleman, sem er í farbanni, dvelur nú hjá kunningja sínum en honum hefur ekki verið úthlutað varanlegu húsnæði þar til dómur í máli hans fellur. Angelo dvaldi á gistiheimili í Reykjavík í sex mánuði en þurfti að yfirgefa það þann 13. júní sökum þess að það var uppbókað. Mál Angelos hefur vakið athygli þar sem hann er greindarskertur, en hann er ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa smyglað fíkniefnum til landsins með Norrænu í september í fyrra. Hann sat í einangrun í átta vikur og var sú vist harðlega gagnrýnd. Lögreglan útvegaði Angelo pláss á gistiheimili. „Svo þurfti ég að fara þaðan því það er svo mikið af útlendingum sem koma til Íslands,“ segir Angelo. „Ég var settur út klukkan tólf um hádegi og var með allan farangurinn minn úti á götu til klukkan hálf fimm. Þeir fundu held ég bara engan stað fyrir mig.“ Angelo segir að Félagsþjónustan í Reykjavík hafi boðið sér gistipláss hér og þar um bæinn í einn og einn dag á gistiheimilum en það henti sér ekki. „Ég er bíllaus og get ekki farið milli staða endalaust. Mér er líka illt í fætinum og get ekki labbað mjög mikið. Það er samt fullkomið hérna hjá vini mínum en hann á hund og ég elska dýr,“ segir Angelo sem er þekktur fyrir jákvæðni. Niðurstaða úr geð- og sálfræðimati var sú að hann sé sakhæfur þrátt fyrir að vera verulega greindarskertur. Þar kemur fram að hann sé með slakan þroska, einkum á tilteknum sviðum, sem gerir það að verkum að hann er ekki jafn fær og aðrir um að meðtaka og draga rökréttar ályktanir. Aðalmeðferð í máli Angelo fer fram 10. til 12. ágúst. Í reglugerð frá árinu 2016 kemur fram að þeir sem eru í farbanni eigi rétt á fjárhagsaðstoð vegna framfærslu og greiðslu húsnæðis. Það er því ekki skylda að útvega húsnæðinu. Í svari frá velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar segir að ekki séu veittar upplýsingar um einstaka mál en samkvæmt reglum er fjárhagsaðstoð veitt vegna framfærslu og greiðslu fyrir húsnæði og aðstoðar velferðarþjónustan viðkomandi einstakling við að finna húsnæði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Dómsmál Hollendingurinn, Angelo Uijleman, sem er í farbanni, dvelur nú hjá kunningja sínum en honum hefur ekki verið úthlutað varanlegu húsnæði þar til dómur í máli hans fellur. Angelo dvaldi á gistiheimili í Reykjavík í sex mánuði en þurfti að yfirgefa það þann 13. júní sökum þess að það var uppbókað. Mál Angelos hefur vakið athygli þar sem hann er greindarskertur, en hann er ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa smyglað fíkniefnum til landsins með Norrænu í september í fyrra. Hann sat í einangrun í átta vikur og var sú vist harðlega gagnrýnd. Lögreglan útvegaði Angelo pláss á gistiheimili. „Svo þurfti ég að fara þaðan því það er svo mikið af útlendingum sem koma til Íslands,“ segir Angelo. „Ég var settur út klukkan tólf um hádegi og var með allan farangurinn minn úti á götu til klukkan hálf fimm. Þeir fundu held ég bara engan stað fyrir mig.“ Angelo segir að Félagsþjónustan í Reykjavík hafi boðið sér gistipláss hér og þar um bæinn í einn og einn dag á gistiheimilum en það henti sér ekki. „Ég er bíllaus og get ekki farið milli staða endalaust. Mér er líka illt í fætinum og get ekki labbað mjög mikið. Það er samt fullkomið hérna hjá vini mínum en hann á hund og ég elska dýr,“ segir Angelo sem er þekktur fyrir jákvæðni. Niðurstaða úr geð- og sálfræðimati var sú að hann sé sakhæfur þrátt fyrir að vera verulega greindarskertur. Þar kemur fram að hann sé með slakan þroska, einkum á tilteknum sviðum, sem gerir það að verkum að hann er ekki jafn fær og aðrir um að meðtaka og draga rökréttar ályktanir. Aðalmeðferð í máli Angelo fer fram 10. til 12. ágúst. Í reglugerð frá árinu 2016 kemur fram að þeir sem eru í farbanni eigi rétt á fjárhagsaðstoð vegna framfærslu og greiðslu húsnæðis. Það er því ekki skylda að útvega húsnæðinu. Í svari frá velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar segir að ekki séu veittar upplýsingar um einstaka mál en samkvæmt reglum er fjárhagsaðstoð veitt vegna framfærslu og greiðslu fyrir húsnæði og aðstoðar velferðarþjónustan viðkomandi einstakling við að finna húsnæði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira