Ari Eldjárn og Björn Bragi spenntir fyrir tveggja manna sýningu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 22. september 2016 12:00 „Þetta er eitthvað sem okkur hefur langað að gera í svolítinn tíma,“ segir Björn Bragi Arnarsson uppistandari en þeir Ari Eldjárn munu ferðast um landið næstu tvo mánuði með nýja uppistandssýningu. Strákarnir eru báðir hluti af stærri hópi sem kallar sig Mið-Ísland en þeir hafa slegið í gegn síðastliðin ár. Hver ætli sé ástæðan fyrir því að þeir eru aðeins tveir að leggja land undir fót? „Við höfum báðir uppistand að atvinnu og erum yfirleitt að mæta og taka 15-20 mínútur hverju sinni þegar við erum að skemmta á hvers kyns viðburðum. Þess á milli erum við að sýna með bræðrum okkar úr Mið-Íslandi, sem ég held að sé óhætt að segja að sé það skemmtilegasta sem við gerum. Okkur langaði hins vegar að prófa að gera tveggja manna sýningu, þar sem mæðir meira á hvorum okkar og við tökum í raun hvor sinn hálfleikinn af uppistandi,“ segir Björn Bragi.Þeir félagar vinna vel saman að hans sögn. „Við Ari erum auðvitað nánir vinir og vinnum auk þess frábærlega saman. Við gerum mikið af því að semja grín saman og erum spenntir fyrir því að prófa að taka svona tveggja manna sýningu,“ segir Björn Bragi. Grínhópurinn Mið-Ísland er þó hvergi nærri hættur. Þvert á móti verður hópurinn með sýningu í Hofi á Akureyri 30. september og tilraunasýningu í Þjóðleikhúskjallaranum í byrjun október, þar sem strákarnir prófa nýtt efni fyrir komandi vetur. Sýning þeirra Björns Braga og Ara hefur fengið heitið Á tæpasta vaði og er um að ræða tæplega tveggja tíma sýningu með hléi. „Við verðum með fullt af nýju efni í bland við eitthvað eldra sem við höfum ekki flutt áður á þeim stöðum sem við ætlum að sýna á,“ segir Björn Bragi. Áætlað er að fara af stað í byrjun október og mun fyrsti áfangastaðurinn vera Þorlákshöfn.„Það er alltaf sérstök stemning þegar við förum út fyrir borgarmörkin og höldum sýningar. Við hlökkum mikið til,“ segir Björn Bragi. Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem okkur hefur langað að gera í svolítinn tíma,“ segir Björn Bragi Arnarsson uppistandari en þeir Ari Eldjárn munu ferðast um landið næstu tvo mánuði með nýja uppistandssýningu. Strákarnir eru báðir hluti af stærri hópi sem kallar sig Mið-Ísland en þeir hafa slegið í gegn síðastliðin ár. Hver ætli sé ástæðan fyrir því að þeir eru aðeins tveir að leggja land undir fót? „Við höfum báðir uppistand að atvinnu og erum yfirleitt að mæta og taka 15-20 mínútur hverju sinni þegar við erum að skemmta á hvers kyns viðburðum. Þess á milli erum við að sýna með bræðrum okkar úr Mið-Íslandi, sem ég held að sé óhætt að segja að sé það skemmtilegasta sem við gerum. Okkur langaði hins vegar að prófa að gera tveggja manna sýningu, þar sem mæðir meira á hvorum okkar og við tökum í raun hvor sinn hálfleikinn af uppistandi,“ segir Björn Bragi.Þeir félagar vinna vel saman að hans sögn. „Við Ari erum auðvitað nánir vinir og vinnum auk þess frábærlega saman. Við gerum mikið af því að semja grín saman og erum spenntir fyrir því að prófa að taka svona tveggja manna sýningu,“ segir Björn Bragi. Grínhópurinn Mið-Ísland er þó hvergi nærri hættur. Þvert á móti verður hópurinn með sýningu í Hofi á Akureyri 30. september og tilraunasýningu í Þjóðleikhúskjallaranum í byrjun október, þar sem strákarnir prófa nýtt efni fyrir komandi vetur. Sýning þeirra Björns Braga og Ara hefur fengið heitið Á tæpasta vaði og er um að ræða tæplega tveggja tíma sýningu með hléi. „Við verðum með fullt af nýju efni í bland við eitthvað eldra sem við höfum ekki flutt áður á þeim stöðum sem við ætlum að sýna á,“ segir Björn Bragi. Áætlað er að fara af stað í byrjun október og mun fyrsti áfangastaðurinn vera Þorlákshöfn.„Það er alltaf sérstök stemning þegar við förum út fyrir borgarmörkin og höldum sýningar. Við hlökkum mikið til,“ segir Björn Bragi.
Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira