Jóhann hefði spilað gegn Rúmeníu: „Hefði bara keyrt á þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2020 20:00 Jóhann Berg Guðmundsson í leik gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli í fyrrasumar. VÍSIR/GETTY Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann hefði getað spilað með Íslandi gegn Rúmeníu í síðustu viku ef leiknum hefði ekki verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Jóhann hefur aðeins leikið sjö deildarleiki fyrir Burnley í ensku úrvalsdeildinni í vetur en meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá honum. Þess vegna ríkti óvissa um það hvort hann gæti spilað með landsliðinu um að komast á EM. Leiknum við Rúmeníu, sem fara átti fram 26. mars, var hins vegar frestað til 4. júní. „Þetta tímabil er búið að vera gríðarlega erfitt hjá mér, meiðslalega séð. Það eru mörg vöðvameiðsli búin að vera að stríða mér. Ég var meiddur í kálfanum en ég hefði verið „fit“ og ég hefði spilað þennan leik. Ég hefði örugglega æft 1-2 sinnum með liðinu en ég hefði bara gert það og keyrt á þetta. Ég var kominn á þokkalegan stað og held að ég hefði náð þessum leik,“ sagði Jóhann í Sportinu í dag. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott og hefur Jóhann getað nýtt hléið sem nú er í fótboltanum til að koma skrokknum í enn betra ástand: „Ég er náttúrlega búinn að missa mikið af fótbolta á þessu tímabili og það yrði náttúrulega frábært fyrir mig persónulega að koma sterkur inn í þessa níu leiki sem eftir eru af úrvalsdeildinni og svo þessa leiki með landsliðinu. En það er ómögulegt að segja hvað gerist í þessu. Ef deildin fer aftur af stað, hvenær sem það verður, þá verð ég 100 prósent klár.“ Klippa: Sportið í dag - Jóhann Berg í viðtali Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Sportið í dag Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann hefði getað spilað með Íslandi gegn Rúmeníu í síðustu viku ef leiknum hefði ekki verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Jóhann hefur aðeins leikið sjö deildarleiki fyrir Burnley í ensku úrvalsdeildinni í vetur en meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá honum. Þess vegna ríkti óvissa um það hvort hann gæti spilað með landsliðinu um að komast á EM. Leiknum við Rúmeníu, sem fara átti fram 26. mars, var hins vegar frestað til 4. júní. „Þetta tímabil er búið að vera gríðarlega erfitt hjá mér, meiðslalega séð. Það eru mörg vöðvameiðsli búin að vera að stríða mér. Ég var meiddur í kálfanum en ég hefði verið „fit“ og ég hefði spilað þennan leik. Ég hefði örugglega æft 1-2 sinnum með liðinu en ég hefði bara gert það og keyrt á þetta. Ég var kominn á þokkalegan stað og held að ég hefði náð þessum leik,“ sagði Jóhann í Sportinu í dag. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott og hefur Jóhann getað nýtt hléið sem nú er í fótboltanum til að koma skrokknum í enn betra ástand: „Ég er náttúrlega búinn að missa mikið af fótbolta á þessu tímabili og það yrði náttúrulega frábært fyrir mig persónulega að koma sterkur inn í þessa níu leiki sem eftir eru af úrvalsdeildinni og svo þessa leiki með landsliðinu. En það er ómögulegt að segja hvað gerist í þessu. Ef deildin fer aftur af stað, hvenær sem það verður, þá verð ég 100 prósent klár.“ Klippa: Sportið í dag - Jóhann Berg í viðtali Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Sportið í dag Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira