Viðskipti innlent

Hyggst kanna hvort að mynt Li Wei sé fölsuð

Atli Ísleifsson skrifar
Mikla athygli vakti þegar Li Wei mætti til landsins fyrr í mánuðinum með um 170 kíló af íslenskri mynt sem hann sagðist hafa fengið frá braskara í Kína.
Mikla athygli vakti þegar Li Wei mætti til landsins fyrr í mánuðinum með um 170 kíló af íslenskri mynt sem hann sagðist hafa fengið frá braskara í Kína. Stöð 2

Arion banki mun láta kanna hvort að mynt sem kínverskur ferðamaður kom með til landsins og reyndi að skipta í bankaútibúum kunni að vera fölsuð.

Frá þessu segir í Fréttablaðinu í morgun og er haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, upplýsingafulltrúa bankans.

Myntin var að stórum hluta illa farin.Stöð 2

Mikla athygli vakti þegar Li Wei mætti til landsins fyrr í mánuðinum með um 170 kíló af íslenskri mynt sem hann sagðist hafa fengið frá braskara í Kína. Gekk honum erfiðlega að skipta myntinni og kom hann meðal annars að lokuðum dyrum hjá Seðlabankanum. Þá mættu lögreglumenn í útibú Arion banka og spurðu hann spjörunum úr þar sem Li Wei mætti með féð.

Li sagði fyrr í mánuðinum að honum hafi tekist að skipta hluta myntarinnar og hafi viljað gefa restina, sem var að hluta til beygluð og skemmd, til góðgerðafélags eða til listsköpunar.

Haft er eftir Haraldi Guðna að myntin verði nú komið til Seðlabankans sem muni svo koma henni áfram til breska fyrirtækisins Royal Mint til rannsóknar, en fyrirtækið heldur utan um að slá íslenska mynt.

Fordæmi eru um svipuð mál erlendis þar sem reynt hefur verið að skipta fölsuðum peningum sem sambærilegri aðferð.


Tengdar fréttir

Leist ekkert á blikuna þegar Wei Li leiddi hana að bílnum

Wei Li sem vakti mikla athygli þegar hann kom hingað til lands með mikið magn íslenskrar smámyntar virðist hafa farið tómhentur heim. Framkvæmdarstjóri Samhjálpar segir að hann hafi mætt færandi hendi á skrifstofu félagsins fyrr í mánuðinum starfsmanni þess til mikillar mæðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×