Flogið frá Ameríku til að smala í fámennasta sveitarfélagi landsins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. september 2016 07:00 Hér eru margir að hjálpast að við að draga fé í Steinstúnsdilkinn. Vísir/Stefán Réttað var á Melum í Árneshreppi á Ströndum síðasta laugardag eftir tveggja daga göngur. Það var tíundi smölunardagur heimafólks og hunda. Nú hafði einnig skyldulið og vini drifið að – jafnvel alla leið frá Ameríku – til að kemba fjöll og dali við Eyvindarfjörð, Ófeigsfjörð og Ingólfsfjörð. Enn fleiri smalar af öllum stærðum bættust við uppi á Eyrarhálsinum til að reka fjárhópinn niður Meladalinn og veðrið lék við menn og skepnur. Við réttina var stemningin góð, vasapelarnir gengu manna á milli og söngurinn ómaði í haustblíðunni undir harmóníku- og gítartónum. Eflaust var þó gleðin blandin því fjórar fjölskyldur eru að hætta búskap í sveitinni og ungt fólk er að flytja burt. Því var það táknrænt fyrir tregann sem undir bjó að þegar lagið Blessuð sértu sveitin mín var sungið gerði skúr og himnarnir grétu höfgum tárum um stund. Þegar mesta réttastússið var yfirstaðið buðu hjónin á Melum, Júlía Fossdal og Björn Torfason, smölunum heim til sín í steik og ávaxtagraut og var þar þéttsetinn bekkurinn. Um næstu helgi verður aftur stór smölun í hinum víðáttumikla Árneshreppi, þá verður reynt að hreinsa svæðið sunnan frá Kaldbaksvík í Reykjarfjörð.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. september 2016.Þó flest féð sé hvítt þá leynist mislitt innan um, hér sést mórautt, flekkótt og bíldótt.Vísir/StefánSumt féð var komið alla leið úr Eyvindarfirði og ekkert að flýta sér upp brekkuna. Ingólfsfjörðurinn breiðir úr sér í baksýn og mannvirkin á Eyrinni vitna um öflugt atvinnulíf um miðja síðustu öld.Vísir/StefánHilmar Hjartarson, Ágúst Guðmundsson og Ragnar Torfason léku undir fjöldasöng. Úlfar Eyjólfsson, bóndi í Krossnesi, tók vel undir og klappaði í takt.Vísir/StefánEin og ein ær er hyrnd og þær er auðvelt að handsama. En langflest lömbin eru kollótt, bæði hrútar og gimbrar.Vísir/StefánSafnið teygði úr sér og þræddi veginn síðasta spölinn niður af Eyrarhálsinum. Reykjaneshyrnan, útvörður Trékyllisvíkur í suðri, er í baksýn.Vísir/StefánSólveig Rún Samúelsdóttir var ein þeirra sem smöluðu afréttina í nyrðri hluta Árneshrepps og var líka ein af mörgum sem létu muna um sig í Melarétt.Vísir/Stefán Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Réttað var á Melum í Árneshreppi á Ströndum síðasta laugardag eftir tveggja daga göngur. Það var tíundi smölunardagur heimafólks og hunda. Nú hafði einnig skyldulið og vini drifið að – jafnvel alla leið frá Ameríku – til að kemba fjöll og dali við Eyvindarfjörð, Ófeigsfjörð og Ingólfsfjörð. Enn fleiri smalar af öllum stærðum bættust við uppi á Eyrarhálsinum til að reka fjárhópinn niður Meladalinn og veðrið lék við menn og skepnur. Við réttina var stemningin góð, vasapelarnir gengu manna á milli og söngurinn ómaði í haustblíðunni undir harmóníku- og gítartónum. Eflaust var þó gleðin blandin því fjórar fjölskyldur eru að hætta búskap í sveitinni og ungt fólk er að flytja burt. Því var það táknrænt fyrir tregann sem undir bjó að þegar lagið Blessuð sértu sveitin mín var sungið gerði skúr og himnarnir grétu höfgum tárum um stund. Þegar mesta réttastússið var yfirstaðið buðu hjónin á Melum, Júlía Fossdal og Björn Torfason, smölunum heim til sín í steik og ávaxtagraut og var þar þéttsetinn bekkurinn. Um næstu helgi verður aftur stór smölun í hinum víðáttumikla Árneshreppi, þá verður reynt að hreinsa svæðið sunnan frá Kaldbaksvík í Reykjarfjörð.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. september 2016.Þó flest féð sé hvítt þá leynist mislitt innan um, hér sést mórautt, flekkótt og bíldótt.Vísir/StefánSumt féð var komið alla leið úr Eyvindarfirði og ekkert að flýta sér upp brekkuna. Ingólfsfjörðurinn breiðir úr sér í baksýn og mannvirkin á Eyrinni vitna um öflugt atvinnulíf um miðja síðustu öld.Vísir/StefánHilmar Hjartarson, Ágúst Guðmundsson og Ragnar Torfason léku undir fjöldasöng. Úlfar Eyjólfsson, bóndi í Krossnesi, tók vel undir og klappaði í takt.Vísir/StefánEin og ein ær er hyrnd og þær er auðvelt að handsama. En langflest lömbin eru kollótt, bæði hrútar og gimbrar.Vísir/StefánSafnið teygði úr sér og þræddi veginn síðasta spölinn niður af Eyrarhálsinum. Reykjaneshyrnan, útvörður Trékyllisvíkur í suðri, er í baksýn.Vísir/StefánSólveig Rún Samúelsdóttir var ein þeirra sem smöluðu afréttina í nyrðri hluta Árneshrepps og var líka ein af mörgum sem létu muna um sig í Melarétt.Vísir/Stefán
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira