Fara bakdyramegin inn í lífeyrissjóðina! Björgvin Guðmundsson skrifar 22. september 2016 07:00 Eiga stjórnvöld eitthvað með að skerða lífeyri eldri borgara hjá almannatryggingum vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóði? Ég segi: Nei. Þau eiga ekkert með það. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir, var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar. Þeir áttu ekki að skerða almannatryggingar neitt. Ef slíkar ráðagerðir hefðu verið uppi, hefði launafólk aldrei greitt neitt í lífeyrissjóðina. Þegar ríkisstjórn er að skerða lífeyri aldraðra hjá almannatryggingum eins og gerist nú, er eins og ríkisstjórnin sé að fara bakdyramegin inn í lífeyrissjóðina og láti greipar sópa þar um eigur okkar sjóðfélaga. Áhrifin eru nákvæmlega eins. Það verður að stöðva þetta strax. Það er ekki nóg að draga úr skerðingum. Þetta er ekkert samningsatriði. Við eigum þennan lífeyri í lífeyrissjóðunum. Við viljum fá hann óskertan á eftirlaunaaldri, hvorki meira né minna. Stjórnvöld þurfa ekki að vera að gorta af því að þau dragi úr skerðingum. Það á að afnema skerðinguna alveg, rétt eins og Bjarni Ben lofaði fyrir síðustu kosningar 2013 þó hann sé nú búinn að gleyma þessu loforði!Þekkist ekki á Norðurlöndunum Þessar miklu skerðingar, sem hér eru, tíðkast ekki annars staðar á Norðurlöndunum. Þar fá eldri borgarar þann lífeyri, sem þeir hafa greitt í lífeyrissjóð óskertan. En auk þess er grunnlífeyrir þar miklu hærri en hér, þrefalt hærri. Hann er 120-130 þúsund krónur á mánuði þar. Heildarlífeyrir er einnig miklu hærri þar. Samt er hagvöxtur meiri hér og afkoma ríkissjóðs góð. Eftir hverju eru stjórnvöld þá að bíða? Aðstæður til þess að greiða öldruðum og öryrkjum hærri lífeyri eru góðar. Það vantar bara viljann.Aldraðir greiða sjálfir mest af ellilífeyrinum Athuganir hafa leitt í ljós, að lífeyrisþegar hér greiða miklu stærri hlut sjálfir í lífeyrinum til aldraða en gerist í hinum norrænu ríkjunum. Það stafar af því, að lífeyrissjóðirnir greiða svo mikið af lífeyrinum og ríkið skerðir á móti sínar greiðslur á vegum almannatrygginga. Tölur leiða í ljós, að hér greiða lífeyrisþegar sjálfir 60% af ellilífeyri sínum. Þetta er miklu hærra hlutfall en á Norðurlöndunum. Þar verður ríkið að greiða megnið af ellilífeyrinum en hér greiða eldri borgarar sjálfir stærsta hlutann af lífeyrinum. Samt kvartar og kveinar ríkið miklu meira hér en annars staðar á Norðurlöndunum og vill ekkert gera fyrir eldri borgara. Það er eins og ríkisstjórnin hér sé á móti eldri borgurum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Eiga stjórnvöld eitthvað með að skerða lífeyri eldri borgara hjá almannatryggingum vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóði? Ég segi: Nei. Þau eiga ekkert með það. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir, var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar. Þeir áttu ekki að skerða almannatryggingar neitt. Ef slíkar ráðagerðir hefðu verið uppi, hefði launafólk aldrei greitt neitt í lífeyrissjóðina. Þegar ríkisstjórn er að skerða lífeyri aldraðra hjá almannatryggingum eins og gerist nú, er eins og ríkisstjórnin sé að fara bakdyramegin inn í lífeyrissjóðina og láti greipar sópa þar um eigur okkar sjóðfélaga. Áhrifin eru nákvæmlega eins. Það verður að stöðva þetta strax. Það er ekki nóg að draga úr skerðingum. Þetta er ekkert samningsatriði. Við eigum þennan lífeyri í lífeyrissjóðunum. Við viljum fá hann óskertan á eftirlaunaaldri, hvorki meira né minna. Stjórnvöld þurfa ekki að vera að gorta af því að þau dragi úr skerðingum. Það á að afnema skerðinguna alveg, rétt eins og Bjarni Ben lofaði fyrir síðustu kosningar 2013 þó hann sé nú búinn að gleyma þessu loforði!Þekkist ekki á Norðurlöndunum Þessar miklu skerðingar, sem hér eru, tíðkast ekki annars staðar á Norðurlöndunum. Þar fá eldri borgarar þann lífeyri, sem þeir hafa greitt í lífeyrissjóð óskertan. En auk þess er grunnlífeyrir þar miklu hærri en hér, þrefalt hærri. Hann er 120-130 þúsund krónur á mánuði þar. Heildarlífeyrir er einnig miklu hærri þar. Samt er hagvöxtur meiri hér og afkoma ríkissjóðs góð. Eftir hverju eru stjórnvöld þá að bíða? Aðstæður til þess að greiða öldruðum og öryrkjum hærri lífeyri eru góðar. Það vantar bara viljann.Aldraðir greiða sjálfir mest af ellilífeyrinum Athuganir hafa leitt í ljós, að lífeyrisþegar hér greiða miklu stærri hlut sjálfir í lífeyrinum til aldraða en gerist í hinum norrænu ríkjunum. Það stafar af því, að lífeyrissjóðirnir greiða svo mikið af lífeyrinum og ríkið skerðir á móti sínar greiðslur á vegum almannatrygginga. Tölur leiða í ljós, að hér greiða lífeyrisþegar sjálfir 60% af ellilífeyri sínum. Þetta er miklu hærra hlutfall en á Norðurlöndunum. Þar verður ríkið að greiða megnið af ellilífeyrinum en hér greiða eldri borgarar sjálfir stærsta hlutann af lífeyrinum. Samt kvartar og kveinar ríkið miklu meira hér en annars staðar á Norðurlöndunum og vill ekkert gera fyrir eldri borgara. Það er eins og ríkisstjórnin hér sé á móti eldri borgurum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun