Fara bakdyramegin inn í lífeyrissjóðina! Björgvin Guðmundsson skrifar 22. september 2016 07:00 Eiga stjórnvöld eitthvað með að skerða lífeyri eldri borgara hjá almannatryggingum vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóði? Ég segi: Nei. Þau eiga ekkert með það. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir, var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar. Þeir áttu ekki að skerða almannatryggingar neitt. Ef slíkar ráðagerðir hefðu verið uppi, hefði launafólk aldrei greitt neitt í lífeyrissjóðina. Þegar ríkisstjórn er að skerða lífeyri aldraðra hjá almannatryggingum eins og gerist nú, er eins og ríkisstjórnin sé að fara bakdyramegin inn í lífeyrissjóðina og láti greipar sópa þar um eigur okkar sjóðfélaga. Áhrifin eru nákvæmlega eins. Það verður að stöðva þetta strax. Það er ekki nóg að draga úr skerðingum. Þetta er ekkert samningsatriði. Við eigum þennan lífeyri í lífeyrissjóðunum. Við viljum fá hann óskertan á eftirlaunaaldri, hvorki meira né minna. Stjórnvöld þurfa ekki að vera að gorta af því að þau dragi úr skerðingum. Það á að afnema skerðinguna alveg, rétt eins og Bjarni Ben lofaði fyrir síðustu kosningar 2013 þó hann sé nú búinn að gleyma þessu loforði!Þekkist ekki á Norðurlöndunum Þessar miklu skerðingar, sem hér eru, tíðkast ekki annars staðar á Norðurlöndunum. Þar fá eldri borgarar þann lífeyri, sem þeir hafa greitt í lífeyrissjóð óskertan. En auk þess er grunnlífeyrir þar miklu hærri en hér, þrefalt hærri. Hann er 120-130 þúsund krónur á mánuði þar. Heildarlífeyrir er einnig miklu hærri þar. Samt er hagvöxtur meiri hér og afkoma ríkissjóðs góð. Eftir hverju eru stjórnvöld þá að bíða? Aðstæður til þess að greiða öldruðum og öryrkjum hærri lífeyri eru góðar. Það vantar bara viljann.Aldraðir greiða sjálfir mest af ellilífeyrinum Athuganir hafa leitt í ljós, að lífeyrisþegar hér greiða miklu stærri hlut sjálfir í lífeyrinum til aldraða en gerist í hinum norrænu ríkjunum. Það stafar af því, að lífeyrissjóðirnir greiða svo mikið af lífeyrinum og ríkið skerðir á móti sínar greiðslur á vegum almannatrygginga. Tölur leiða í ljós, að hér greiða lífeyrisþegar sjálfir 60% af ellilífeyri sínum. Þetta er miklu hærra hlutfall en á Norðurlöndunum. Þar verður ríkið að greiða megnið af ellilífeyrinum en hér greiða eldri borgarar sjálfir stærsta hlutann af lífeyrinum. Samt kvartar og kveinar ríkið miklu meira hér en annars staðar á Norðurlöndunum og vill ekkert gera fyrir eldri borgara. Það er eins og ríkisstjórnin hér sé á móti eldri borgurum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Eiga stjórnvöld eitthvað með að skerða lífeyri eldri borgara hjá almannatryggingum vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóði? Ég segi: Nei. Þau eiga ekkert með það. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir, var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar. Þeir áttu ekki að skerða almannatryggingar neitt. Ef slíkar ráðagerðir hefðu verið uppi, hefði launafólk aldrei greitt neitt í lífeyrissjóðina. Þegar ríkisstjórn er að skerða lífeyri aldraðra hjá almannatryggingum eins og gerist nú, er eins og ríkisstjórnin sé að fara bakdyramegin inn í lífeyrissjóðina og láti greipar sópa þar um eigur okkar sjóðfélaga. Áhrifin eru nákvæmlega eins. Það verður að stöðva þetta strax. Það er ekki nóg að draga úr skerðingum. Þetta er ekkert samningsatriði. Við eigum þennan lífeyri í lífeyrissjóðunum. Við viljum fá hann óskertan á eftirlaunaaldri, hvorki meira né minna. Stjórnvöld þurfa ekki að vera að gorta af því að þau dragi úr skerðingum. Það á að afnema skerðinguna alveg, rétt eins og Bjarni Ben lofaði fyrir síðustu kosningar 2013 þó hann sé nú búinn að gleyma þessu loforði!Þekkist ekki á Norðurlöndunum Þessar miklu skerðingar, sem hér eru, tíðkast ekki annars staðar á Norðurlöndunum. Þar fá eldri borgarar þann lífeyri, sem þeir hafa greitt í lífeyrissjóð óskertan. En auk þess er grunnlífeyrir þar miklu hærri en hér, þrefalt hærri. Hann er 120-130 þúsund krónur á mánuði þar. Heildarlífeyrir er einnig miklu hærri þar. Samt er hagvöxtur meiri hér og afkoma ríkissjóðs góð. Eftir hverju eru stjórnvöld þá að bíða? Aðstæður til þess að greiða öldruðum og öryrkjum hærri lífeyri eru góðar. Það vantar bara viljann.Aldraðir greiða sjálfir mest af ellilífeyrinum Athuganir hafa leitt í ljós, að lífeyrisþegar hér greiða miklu stærri hlut sjálfir í lífeyrinum til aldraða en gerist í hinum norrænu ríkjunum. Það stafar af því, að lífeyrissjóðirnir greiða svo mikið af lífeyrinum og ríkið skerðir á móti sínar greiðslur á vegum almannatrygginga. Tölur leiða í ljós, að hér greiða lífeyrisþegar sjálfir 60% af ellilífeyri sínum. Þetta er miklu hærra hlutfall en á Norðurlöndunum. Þar verður ríkið að greiða megnið af ellilífeyrinum en hér greiða eldri borgarar sjálfir stærsta hlutann af lífeyrinum. Samt kvartar og kveinar ríkið miklu meira hér en annars staðar á Norðurlöndunum og vill ekkert gera fyrir eldri borgara. Það er eins og ríkisstjórnin hér sé á móti eldri borgurum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun