Mikilvægi hjúkrunarfræðinga á breyttum Landspítala Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 22. september 2016 07:00 Velferðarráðuneytið kynnti á dögunum niðurstöðu skýrslu McKinsey & Company: Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans. Áhersla skýrslunnar er á rekstrarhagkvæmni og framleiðni vinnuafls Landspítalans og notuð voru tvö sænsk sjúkrahús til viðmiðunar, Karolinska háskólasjúkrahúsið og háskólasjúkrahúsið í Umeå. Skýrt kemur fram í skýrslunni að ekki er verið að horfa á samanburðinn við bestu starfsvenjur á heimsvísu og nauðsynlegt að hafa það í huga þegar horft er á niðurstöður skýrslunnar. Skýrslu sem þessari ber að fagna þar sem bent er á skort á heildarstefnu og stýringu veittrar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Tímabært er að taka upp ákveðna þjónustustýringu og að fólki sé leiðbeint með hvert það eigi að sækja mismunandi heilbrigðisþjónustu. Það er ljóst að vissa þjónustu, sem nú er veitt á Landspítala og á einkastofum sérfræðilækna, ætti að veita á heilsugæslustöðvum. Stærstur hluti af útskriftarvanda Landspítala er vegna skorts á úrræðum fyrir sjúklinga sem þurfa áframhaldandi hjúkrunarþjónustu á ódýrara þjónustustigi. Ekki er hægt að útskrifa þá til að rýma fyrir bráðveikum sjúklingum og minnka markvisst biðlista eftir aðgerðum þar sem það vantar fleiri hjúkrunarrými og aukin úrræði í heimahjúkrun og innan heilsugæslunnar.Misskilnings virðist gæta Lausnir undanfarinna ára hafa dugað skammt og kemur það vel fram í skýrslunni. Misskilnings virðist þó gæta á meðal skýrsluhöfunda þar sem þeir telja að þegar búið verður að leysa útskriftarvanda Landspítala þurfi færri hjúkrunarfræðinga þar til starfa. Með fækkun legudaga og aukinni skilvirkni í starfsemi legu- og göngudeilda eykst álagið og þar með hjúkrunarþörfin. Það er því hæpið að hægt sé að fækka hjúkrunarfræðingum í starfi þegar flæði bráðveikra sjúklinga eykst. Til að tryggja útskriftarúrræðin fyrir Landspítala þarf einnig að fjölga vel menntuðum hjúkrunarfræðingum í heilsugæslunni og heimahjúkrun svo hægt sé að taka við þeim og veita áframhaldandi þjónustu því ekki verða sjúklingarnir útskrifaðir út í tómið. Góð mönnun hjúkrunarfræðinga sem hafa þekkingu og færni í að sinna fólkinu t.d. í sínu heimaumhverfi eða á öldrunarstofnun er lykilatriði í að því farnist vel en það hafa margar rannsóknir þegar sýnt fram á. Við mat á frammistöðu Landspítala er notast við svonefnd greiningartengd hópgildi (e. Diagnsosis-related group, DRG). Þessi gildi byggja á flokkun sjúklinga eftir sjúkdómsgreiningum, aðgerðum og meðferðum, kyni, aldri og eðli útskriftar og kemur Landspítali ágætlega út í samanburði við sænsku sjúkrahúsin tvö. Hafa ber í huga að DRG tekur ekki tillit til hjúkrunarþyngdar nema að takmörkuðu leyti þar sem sjúklingur með fáar DRG greiningar getur þurft mikla hjúkrun. Þegar lagt er mat á frammistöðu Landspítalans og eingöngu notast við DRG er því ekki verið að taka inn einn stærsta kostnaðarliðinn sem er hjúkrun og raunverulegar hjúkrunarþarfir sjúklinga.Hundruð hjúkrunarfræðinga vantar Nú vantar fleiri hundruð hjúkrunarfræðinga til starfa á heilbrigðisstofnanir á Íslandi. Á næstu árum verður stór hluti hjúkrunarfræðinga komin á eftirlaunaaldur og ná Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri ekki að útskrifa nógu marga hjúkrunarfræðinga árlega til að mæta þessari vaxandi þörf. Helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga á Íslandi vinnur á Landspítala og benda skýrsluhöfundar á að huga verði að nægu framboði menntaðra hjúkrunarfræðinga fyrir heilbrigðisþjónustuna. Fram kemur að það þurfi að sjá til þess að nægjanlegur fjöldi hjúkrunarfræðinga sé starfandi til að heilbrigðiskerfið geti starfað eðlilega. Samkeppni er um vel menntaða hjúkrunarfræðinga í hin ýmsu störf, m.a. á almenna markaðnum, og hefur hjúkrunarfræðingum í starfi á heilbrigðisstofnunum farið fækkandi. Þrjár meginástæður sem hjúkrunarfræðingar nefna fyrir því að þeir starfi ekki innan heilbrigðiskerfisins eru léleg laun, óviðunandi vinnuumhverfi og of mikið vinnuálag. Til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi eða fá þá til starfa á ný, þarf að bæta launakjör, vinnuumhverfi og tryggja fullnægjandi mönnun sem getur dregið úr vinnuálagi og gert starfið eftirsóknarverðara. Það er gott að fá svona skýrslu þar sem vandinn er greindur og aðgerðir settar fram sem geta styrkt íslenskt heilbrigðiskerfi í framtíðinni. Talið er að hægt sé að innleiða umbæturnar að fullu innan fjögurra ára. Þess væri óskandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Velferðarráðuneytið kynnti á dögunum niðurstöðu skýrslu McKinsey & Company: Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans. Áhersla skýrslunnar er á rekstrarhagkvæmni og framleiðni vinnuafls Landspítalans og notuð voru tvö sænsk sjúkrahús til viðmiðunar, Karolinska háskólasjúkrahúsið og háskólasjúkrahúsið í Umeå. Skýrt kemur fram í skýrslunni að ekki er verið að horfa á samanburðinn við bestu starfsvenjur á heimsvísu og nauðsynlegt að hafa það í huga þegar horft er á niðurstöður skýrslunnar. Skýrslu sem þessari ber að fagna þar sem bent er á skort á heildarstefnu og stýringu veittrar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Tímabært er að taka upp ákveðna þjónustustýringu og að fólki sé leiðbeint með hvert það eigi að sækja mismunandi heilbrigðisþjónustu. Það er ljóst að vissa þjónustu, sem nú er veitt á Landspítala og á einkastofum sérfræðilækna, ætti að veita á heilsugæslustöðvum. Stærstur hluti af útskriftarvanda Landspítala er vegna skorts á úrræðum fyrir sjúklinga sem þurfa áframhaldandi hjúkrunarþjónustu á ódýrara þjónustustigi. Ekki er hægt að útskrifa þá til að rýma fyrir bráðveikum sjúklingum og minnka markvisst biðlista eftir aðgerðum þar sem það vantar fleiri hjúkrunarrými og aukin úrræði í heimahjúkrun og innan heilsugæslunnar.Misskilnings virðist gæta Lausnir undanfarinna ára hafa dugað skammt og kemur það vel fram í skýrslunni. Misskilnings virðist þó gæta á meðal skýrsluhöfunda þar sem þeir telja að þegar búið verður að leysa útskriftarvanda Landspítala þurfi færri hjúkrunarfræðinga þar til starfa. Með fækkun legudaga og aukinni skilvirkni í starfsemi legu- og göngudeilda eykst álagið og þar með hjúkrunarþörfin. Það er því hæpið að hægt sé að fækka hjúkrunarfræðingum í starfi þegar flæði bráðveikra sjúklinga eykst. Til að tryggja útskriftarúrræðin fyrir Landspítala þarf einnig að fjölga vel menntuðum hjúkrunarfræðingum í heilsugæslunni og heimahjúkrun svo hægt sé að taka við þeim og veita áframhaldandi þjónustu því ekki verða sjúklingarnir útskrifaðir út í tómið. Góð mönnun hjúkrunarfræðinga sem hafa þekkingu og færni í að sinna fólkinu t.d. í sínu heimaumhverfi eða á öldrunarstofnun er lykilatriði í að því farnist vel en það hafa margar rannsóknir þegar sýnt fram á. Við mat á frammistöðu Landspítala er notast við svonefnd greiningartengd hópgildi (e. Diagnsosis-related group, DRG). Þessi gildi byggja á flokkun sjúklinga eftir sjúkdómsgreiningum, aðgerðum og meðferðum, kyni, aldri og eðli útskriftar og kemur Landspítali ágætlega út í samanburði við sænsku sjúkrahúsin tvö. Hafa ber í huga að DRG tekur ekki tillit til hjúkrunarþyngdar nema að takmörkuðu leyti þar sem sjúklingur með fáar DRG greiningar getur þurft mikla hjúkrun. Þegar lagt er mat á frammistöðu Landspítalans og eingöngu notast við DRG er því ekki verið að taka inn einn stærsta kostnaðarliðinn sem er hjúkrun og raunverulegar hjúkrunarþarfir sjúklinga.Hundruð hjúkrunarfræðinga vantar Nú vantar fleiri hundruð hjúkrunarfræðinga til starfa á heilbrigðisstofnanir á Íslandi. Á næstu árum verður stór hluti hjúkrunarfræðinga komin á eftirlaunaaldur og ná Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri ekki að útskrifa nógu marga hjúkrunarfræðinga árlega til að mæta þessari vaxandi þörf. Helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga á Íslandi vinnur á Landspítala og benda skýrsluhöfundar á að huga verði að nægu framboði menntaðra hjúkrunarfræðinga fyrir heilbrigðisþjónustuna. Fram kemur að það þurfi að sjá til þess að nægjanlegur fjöldi hjúkrunarfræðinga sé starfandi til að heilbrigðiskerfið geti starfað eðlilega. Samkeppni er um vel menntaða hjúkrunarfræðinga í hin ýmsu störf, m.a. á almenna markaðnum, og hefur hjúkrunarfræðingum í starfi á heilbrigðisstofnunum farið fækkandi. Þrjár meginástæður sem hjúkrunarfræðingar nefna fyrir því að þeir starfi ekki innan heilbrigðiskerfisins eru léleg laun, óviðunandi vinnuumhverfi og of mikið vinnuálag. Til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi eða fá þá til starfa á ný, þarf að bæta launakjör, vinnuumhverfi og tryggja fullnægjandi mönnun sem getur dregið úr vinnuálagi og gert starfið eftirsóknarverðara. Það er gott að fá svona skýrslu þar sem vandinn er greindur og aðgerðir settar fram sem geta styrkt íslenskt heilbrigðiskerfi í framtíðinni. Talið er að hægt sé að innleiða umbæturnar að fullu innan fjögurra ára. Þess væri óskandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun