Erlent

Metfjöldi tekinn af lífi í Sádi-Arabíu

Andri Eysteinsson skrifar
Aftökum Sádi Araba hefur verið mótmælt, til að mynda í Indónesíu.
Aftökum Sádi Araba hefur verið mótmælt, til að mynda í Indónesíu. Getty/Anton Raharjo

Þrátt fyrir að aftökum vegna dauðarefsingar fari fækkandi í heiminum var metfjöldi tekinn af lífi í Sádi-Arabíu á síðasta ári en aftökur voru 184 í landinu.

Í samantekt Amnesty International sem BBC greinir frá kemur fram að aftökur hafi verið flestar í Íran, 251. Staðfestar aftökur í heiminum voru í heildina 657 og er það 5% fækkun frá 2018.

Í tölfræðinni er þó bara litið til staðfestra aftaka en tölur frá Kína, Norður-Kóreu, Sýrlandi og Víetnam eru ekki teknar með vegna skorts á upplýsingum.

 Amnesty telur aftökur í Kína skipta þúsundum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×