Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2018 21:29 Nikki Haley og Mike Pompeo á fréttamannafundinum í kvöld. Vísir/AFP Bandaríkin hafa dregið sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Frá þessu greindu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á sameiginlegum fréttamannafundi þeirra í kvöld. Haley sakaði á síðasta ári ráðið um hlutdræga afstöðu gegn Ísrael og að Bandaríkin myndu taka aðild sína að ráðinu til endurskoðunar. Sagði hún það hafa verið erfitt að sætta sig við að ályktanir sem hafi beinst gegn Ísrael hafi verið samþykktar, á sama tíma og ekki væri verið að íhuga neinar ályktanir gegn stjórnvöldum í Venesúela. Þá sagði hún að Íran, „ríki með afleita sögu í mannréttindamálum“, ekki hafa verið nægilega gagnrýnt innan raða ráðsins. Á fréttamannafundinum í kvöld kallaði Haley ráðið „safnþró pólitískrar hlutdrægni“, en lagði jafnframt áherslu á að ákvörðunin þýði ekki að Bandaríkin dragi úr skuldbindingum sínum á sviði mannréttindamála. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna var stofnað árið 2006 og hefur oft verið gagnrýnt fyrir að veita ríkjum, sem hafi ítrekað gert sek um mannréttindabrot, aðild. Tilkynning Bandaríkjastjórnar kemur á sama tíma og uppi er hávær gagnrýni vegna stefnu hennar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem hafa farið yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti. Zeid Ra'ad, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt stefnu Trumpstjórnarinnar í málinu og sagt hana „svívirðilega“. Donald Trump Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Mexíkó Sameinuðu þjóðirnar Venesúela Tengdar fréttir Bandaríkin íhuga að hætta þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Bandarísk stjórnvöld segja erfitt að sætta sig við að ályktanir sem beinast gegn Ísrael hafi verið samþykktar en ekki væri verið að íhuga neinar ályktanir gegn stjórnvöldum í Venesúela. 6. júní 2017 14:21 Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04 Trump ver stefnu sína í innflytjendamálum Bandaríkjaforseti hefur varið þá stefnu stjórnar sinnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. 19. júní 2018 21:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Bandaríkin hafa dregið sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Frá þessu greindu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á sameiginlegum fréttamannafundi þeirra í kvöld. Haley sakaði á síðasta ári ráðið um hlutdræga afstöðu gegn Ísrael og að Bandaríkin myndu taka aðild sína að ráðinu til endurskoðunar. Sagði hún það hafa verið erfitt að sætta sig við að ályktanir sem hafi beinst gegn Ísrael hafi verið samþykktar, á sama tíma og ekki væri verið að íhuga neinar ályktanir gegn stjórnvöldum í Venesúela. Þá sagði hún að Íran, „ríki með afleita sögu í mannréttindamálum“, ekki hafa verið nægilega gagnrýnt innan raða ráðsins. Á fréttamannafundinum í kvöld kallaði Haley ráðið „safnþró pólitískrar hlutdrægni“, en lagði jafnframt áherslu á að ákvörðunin þýði ekki að Bandaríkin dragi úr skuldbindingum sínum á sviði mannréttindamála. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna var stofnað árið 2006 og hefur oft verið gagnrýnt fyrir að veita ríkjum, sem hafi ítrekað gert sek um mannréttindabrot, aðild. Tilkynning Bandaríkjastjórnar kemur á sama tíma og uppi er hávær gagnrýni vegna stefnu hennar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem hafa farið yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti. Zeid Ra'ad, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt stefnu Trumpstjórnarinnar í málinu og sagt hana „svívirðilega“.
Donald Trump Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Mexíkó Sameinuðu þjóðirnar Venesúela Tengdar fréttir Bandaríkin íhuga að hætta þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Bandarísk stjórnvöld segja erfitt að sætta sig við að ályktanir sem beinast gegn Ísrael hafi verið samþykktar en ekki væri verið að íhuga neinar ályktanir gegn stjórnvöldum í Venesúela. 6. júní 2017 14:21 Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04 Trump ver stefnu sína í innflytjendamálum Bandaríkjaforseti hefur varið þá stefnu stjórnar sinnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. 19. júní 2018 21:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Bandaríkin íhuga að hætta þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Bandarísk stjórnvöld segja erfitt að sætta sig við að ályktanir sem beinast gegn Ísrael hafi verið samþykktar en ekki væri verið að íhuga neinar ályktanir gegn stjórnvöldum í Venesúela. 6. júní 2017 14:21
Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04
Trump ver stefnu sína í innflytjendamálum Bandaríkjaforseti hefur varið þá stefnu stjórnar sinnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. 19. júní 2018 21:00