Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði IFK Göteborg sem tapaði 1-0 fyrir Djurgården á útivelli í lokaleik 8. umferðar sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.
Göteborg hefur ekki farið vel af stað á tímabilinu og situr í 10. sæti deildarinnar með 10 stig.
Þetta var aðeins annar leikur Elíasar í byrjunarliði Göteborg á tímabilinu. Hann var tekinn af velli á 68. mínútu. Ellefu mínútum síðar skoraði Jesper Karlström sigurmark Djurgården.
Elías kom til Göteborg frá Vålerenga um mitt síðasta tímabil. Keflvíkingurinn stimplaði sig vel inn í liðið og skoraði sex mörk í 13 deildarleikjum í fyrra. Hann bíður hins vegar enn eftir sínu fyrsta marki í ár.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)