Lífið

Ein vinsælasta strákasveit heims í Carpool Karaoke með James Corden

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stuð á rúntinum um Los Angeles.
Stuð á rúntinum um Los Angeles.

Spjallþáttastjórnandinn James Corden fór á dögunum á rúntinn með suður-kóresku sveitinni BTS sem er ein vinsælasta strákasveit heims.

Kóreskt popp er að mörgu leyti einstakt, er yfirleitt kallað K-pop og eru aðdáendur slíkra poppsveita kröfuharðari og dyggari en í flestum öðrum tónlistargeirum. BTS, sem skipuð er af sjö drengjum, er líklega vinsælasta sveitin sem fellur undir menningarfyrirbrigðið, a.m.k. á vesturlöndum.

Þeir mættur allir sjö í liðinn vinsæla Carpool Karaoke og sungu saman helstu slagara sveitarinnar. Enskukunnátta drengjanna er ekki mikil en einn af þeim hafði kennt sjálfum sér ensku með því að horfa á Friends á sínum tíma.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.