Herkastalinn gæti selst á 650 milljónir króna Sæunn Gísladóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Herkastalinn var byggður árið 1916 og verður því hundrað ára á næsta ári. Herkastalinn, gistiheimili Hjálpræðishersins, er í söluferli. Ólafur Örn Ólafsson staðfestir að KPMG sé að vinna fyrir Hjálpræðisherinn sem sé að skoða sín húsnæðismál og flutning á sinni starfsemi innan borgarinnar. „Hluti af því ferli er annars vegar að finna nýja staðsetningu og hins vegar að skoða möguleika þess að selja húsið í Kirkjustræti,“ segir Ólafur. Húsið er 1.405,4 fermetrar að stærð. Fasteignamat þess nemur 109 milljónum króna og nemur brunabótamatið 352 milljónum króna. Fasteignasalar sem Fréttablaðið ræddi við telja erfitt að meta húsið nema að skoða eignina og þekkja ástand hússins og hvort sé til að mynda aukinn byggingaréttur á lóðinni. Verðið getur hlaupið eftir ástandi frá 500 milljónum og upp í 650 milljónir, samkvæmt upplýsingum frá aðila sem þekkir verð í miðborginni. Hann telur að trúlega verði litið á eignina sem hótel. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að það sé auðvitað missir að starfsemi Hjálpræðishersins þarna. Hún hafi verið mikilvæg og mjög margir notið góðs af. „En þau meta það sem svo að það sé meiri þörf fyrir þeirra starfsemi annars staðar.“ Hann segist ekki hafa haft neitt tækifæri til að móta sér skoðun á því hvaða starfsemi hann myndi vilja sjá í húsinu.Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ekki neikvætt að missa Hjálpræðisherinn úr húsnæðinu svo lengi sem hann haldi öflugri starfsemi áfram í borginni. „Maður gefur sér það að herinn muni reka góðgerðarstarfsemi einhvers staðar annars staðar í staðinn. Þá ætti þetta að vera í lagi. Ef hann sinnir áfram öflugri starfsemi í borginni þá er ég bara ánægður.“ Kjartan segir ekki sama hvaða starfsemi komi inn í staðinn. „Ég vona bara að það komi eitthvað annað gott í staðinn. Ef kæmi hótel þá gæti það alveg verið jákvætt, þarna hefur gistiheimili verið rekið ásamt góðgerðarstarfsemi. Það hefur farið vel saman.“ Hjálpræðisherinn hóf starfsemi á Íslandi árið 1895. Húsið var byggt árið 1916 og verður því hundrað ára gamalt á næsta ári. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Herkastalinn, gistiheimili Hjálpræðishersins, er í söluferli. Ólafur Örn Ólafsson staðfestir að KPMG sé að vinna fyrir Hjálpræðisherinn sem sé að skoða sín húsnæðismál og flutning á sinni starfsemi innan borgarinnar. „Hluti af því ferli er annars vegar að finna nýja staðsetningu og hins vegar að skoða möguleika þess að selja húsið í Kirkjustræti,“ segir Ólafur. Húsið er 1.405,4 fermetrar að stærð. Fasteignamat þess nemur 109 milljónum króna og nemur brunabótamatið 352 milljónum króna. Fasteignasalar sem Fréttablaðið ræddi við telja erfitt að meta húsið nema að skoða eignina og þekkja ástand hússins og hvort sé til að mynda aukinn byggingaréttur á lóðinni. Verðið getur hlaupið eftir ástandi frá 500 milljónum og upp í 650 milljónir, samkvæmt upplýsingum frá aðila sem þekkir verð í miðborginni. Hann telur að trúlega verði litið á eignina sem hótel. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að það sé auðvitað missir að starfsemi Hjálpræðishersins þarna. Hún hafi verið mikilvæg og mjög margir notið góðs af. „En þau meta það sem svo að það sé meiri þörf fyrir þeirra starfsemi annars staðar.“ Hann segist ekki hafa haft neitt tækifæri til að móta sér skoðun á því hvaða starfsemi hann myndi vilja sjá í húsinu.Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ekki neikvætt að missa Hjálpræðisherinn úr húsnæðinu svo lengi sem hann haldi öflugri starfsemi áfram í borginni. „Maður gefur sér það að herinn muni reka góðgerðarstarfsemi einhvers staðar annars staðar í staðinn. Þá ætti þetta að vera í lagi. Ef hann sinnir áfram öflugri starfsemi í borginni þá er ég bara ánægður.“ Kjartan segir ekki sama hvaða starfsemi komi inn í staðinn. „Ég vona bara að það komi eitthvað annað gott í staðinn. Ef kæmi hótel þá gæti það alveg verið jákvætt, þarna hefur gistiheimili verið rekið ásamt góðgerðarstarfsemi. Það hefur farið vel saman.“ Hjálpræðisherinn hóf starfsemi á Íslandi árið 1895. Húsið var byggt árið 1916 og verður því hundrað ára gamalt á næsta ári.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira