Innlent

WOW air enn að vinna upp tafir vegna verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nokkrar seinkanir hafa orðið á komum og brottförum hjá WOW air í dag.
Nokkrar seinkanir hafa orðið á komum og brottförum hjá WOW air í dag. Mynd/aðsend
Nokkrar seinkanir hafa orðið á flugi hjá WOW air í dag. Flugfélagið segir að ástæðan sé að ennþá sé verið að vinda ofan af áhrifum verkfallsðgerða flugumferðarstjóra á leiðakerfi félagsins.

Alls er seinkun á brottförum á fimm af sex flugleiðum félagsins frá Keflavíkurflugvelli í dag auk þess sem að nokkur seinkun hefur verið á komum vélanna til landsins í dag.

Ástæðan er sú að WOW air er enn að vinda ofan af töfum sem orðið hafa vegna verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra. Síðustu aðgerðir flugumferðarstjóra áttu sér stað aðfaranótt sunnudagsins sl. þegar Keflavíkurflugvelli var lokað frá 2-7 yfir nóttina. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air segir að þetta hafi haft keðjuverkandi áhrif á leiðakerfið.

„Þegar flugvöllum er lokað í nokkra klukkutíma þýðir það að vélar sem eru að koma frá Evrópu og halda áfram til Ameríu og öfugt geta ekki lent á tilsettum tíma. Gerist það riðlast leiðakerfið hjá okkur,“ segir Svanhvít í samtali við Vísi.

Svandís segir að nokkra daga geti tekið að vinda ofan af þessu. Vonast er þó til þess að félagið komist fyrir þetta í dag og að seinkanir vegna aðgerða flugumferðarstjóra verði úr sögunni.

Búið er að setja bann á verkfallsaðgeðir þeirra eftir að Alþingi samþykkti lög sem ætlað er að höggva á hnútinn í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Samtök atvinnulífsins sem staðið hefur yfir í nokkra mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×