Damir varð vitni að heimilisofbeldi: „Hræddur að þetta yrði verra ef ég segði frá þessu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2020 12:37 Damir hefur leikið með Breiðabliki síðan 2014. vísir/bára Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, er í viðtali í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net. Þar ræðir hann m.a. um heimilisofbeldi sem hann og móðir hans urðu fyrir af hendi stjúpföður hans. Damir fluttist hingað til lands frá Serbíu ásamt móður sinni þegar hann var tíu ára gamall. Faðir hans yfirgaf fjölskylduna þegar Damir var þriggja ára. Eftir 2-3 ár á Íslandi flutti kærasti móður hans til þeirra. „Ég held ég hafi fyrst orðið vitni af heimilisofbeldi þegar ég var 15-16 ára. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að haga mér,“ sagði Damir í Miðjunni. „Þetta var gróft. Kærastinn hennar hafði alveg tekið í mig þegar ég var yngri. En ég hélt þessu inni í mér. Ég þorði aldrei að hringja í lögregluna eða segja einhverjum frá þessu.“ Damir segist ekki hafa vitað hvað hann ætti að gera í aðstæðum sem þessum. „Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera og hvort ég ætti að segja frá þessu. Ég var hræddur að þetta yrði verra ef ég segði einhverjum frá þessu,“ sagði Damir. „Ég held ég hafi verið tvítugur þegar ég sagði fyrst frá þessu, þá bróður mömmu.“ Damir segist hafa fengið nóg þegar hann var tvítugur. „Ég spurði mömmu alltaf út í þetta en hún sagði aldrei frá þessu og harkaði allt af sér. Hún var þannig. Hún var í þremur vinnum bara svo ég gæti átt gott líf og kvartaði aldrei,“ sagði Damir. „Þegar ég var tvítugur kom ég heim og þá hafði þetta verið í gangi í lengri tíma. Mamma sagði mér frá þessu og þá urðu slagsmál á heimilinu milli mín og mannsins. Það fauk í mig og mér fannst ég þurfa að taka á þessu. Ég fékk nóg.“ Damir segir að móðir sín og maðurinn hefðu búið saman í um tíu ár. Damir segist ekki hafa litið á manninn sem ígildi föðurs. „Eftir þetta voru samskipti okkar aldrei góð. Ég leit aldrei á hann sem mann sem var að koma inn í mitt líf sem faðir eða föðurímynd. Alltaf þegar ég fór í heimsókn talaði ég aldrei við hann. Ég fór bara því mig langaði að sjá móður mína,“ sagði Damir en móðir hans lést 2017. Hlusta má á viðtalið við Damir í Miðjunni með því að smella hér. Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar. Pepsi Max-deild karla Heimilisofbeldi Breiðablik Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira
Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, er í viðtali í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net. Þar ræðir hann m.a. um heimilisofbeldi sem hann og móðir hans urðu fyrir af hendi stjúpföður hans. Damir fluttist hingað til lands frá Serbíu ásamt móður sinni þegar hann var tíu ára gamall. Faðir hans yfirgaf fjölskylduna þegar Damir var þriggja ára. Eftir 2-3 ár á Íslandi flutti kærasti móður hans til þeirra. „Ég held ég hafi fyrst orðið vitni af heimilisofbeldi þegar ég var 15-16 ára. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að haga mér,“ sagði Damir í Miðjunni. „Þetta var gróft. Kærastinn hennar hafði alveg tekið í mig þegar ég var yngri. En ég hélt þessu inni í mér. Ég þorði aldrei að hringja í lögregluna eða segja einhverjum frá þessu.“ Damir segist ekki hafa vitað hvað hann ætti að gera í aðstæðum sem þessum. „Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera og hvort ég ætti að segja frá þessu. Ég var hræddur að þetta yrði verra ef ég segði einhverjum frá þessu,“ sagði Damir. „Ég held ég hafi verið tvítugur þegar ég sagði fyrst frá þessu, þá bróður mömmu.“ Damir segist hafa fengið nóg þegar hann var tvítugur. „Ég spurði mömmu alltaf út í þetta en hún sagði aldrei frá þessu og harkaði allt af sér. Hún var þannig. Hún var í þremur vinnum bara svo ég gæti átt gott líf og kvartaði aldrei,“ sagði Damir. „Þegar ég var tvítugur kom ég heim og þá hafði þetta verið í gangi í lengri tíma. Mamma sagði mér frá þessu og þá urðu slagsmál á heimilinu milli mín og mannsins. Það fauk í mig og mér fannst ég þurfa að taka á þessu. Ég fékk nóg.“ Damir segir að móðir sín og maðurinn hefðu búið saman í um tíu ár. Damir segist ekki hafa litið á manninn sem ígildi föðurs. „Eftir þetta voru samskipti okkar aldrei góð. Ég leit aldrei á hann sem mann sem var að koma inn í mitt líf sem faðir eða föðurímynd. Alltaf þegar ég fór í heimsókn talaði ég aldrei við hann. Ég fór bara því mig langaði að sjá móður mína,“ sagði Damir en móðir hans lést 2017. Hlusta má á viðtalið við Damir í Miðjunni með því að smella hér. Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar.
Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar.
Pepsi Max-deild karla Heimilisofbeldi Breiðablik Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira