Dómsmálaráðherra íhugar að vísa landsréttarmáli til Yfirdóms Heimir Már Pétursson skrifar 12. mars 2019 18:45 Dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að hún segi af sér embætti vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem þó kunni að hafa áhrif um alla Evrópu. Íslensk stjórnvöld hafi nú þrjá mánuði til að ákveða hvort málinu verði vísað til Yfirdóms. Sigríður Andersen segir dóm Mannréttindadóms Evrópu óvæntan og fordómalausan. Þá komi á óvart að dómurinn sé klofinn þar sem forseti dómstólsins sé annar tveggja dómara sem skili séráliti. „Það eru mjög andstæð sjónarmið sem koma fram í dómi meirihlutans og áliti minnihluta. Þannig að við erum bara að skoða dóminn núna vel. Það er alveg ljóst að hann kann að hafa áhrif út um alla Evrópu,” sagði Sigríður í hádegisfréttum Bylgjunnar. En vegna andláts móður hennar í gær veitti hún ekki frekari viðtöl í dag. Hún segir dóminn yfirgripsmikinn og nauðsynlegt að skoða hann vandlega. „Það er mat sérfræðinga bæði hér í dómsmálaráðuneytinu og hjá ríkislögmanni og fleiri hefur leitt til þess að við erum að skoða það vandlega og alvarlega hvort ekki sé rétt að skjóta þessari niðurstöðu til yfirdómsins svo kallaða.”Sem er fær leið? „Sem er fær leið. Við höfum núna þrjá mánuði til þess,” segir Sigríður. Það komi henni ekki á óvart að þess hafi verið krafist að hún segi af sér embætti vegna málsins. „En nei ég tel að þessi dómur gefi ekki tilefni til þess. Ég bara minni á og árétta að afstaða íslenskra dómstóla til lögmætis skipunar dómaranna í Landsrétti liggur alveg skýr fyrir. Og það voru einmitt allar þrjár greinar ríkisvaldsins sem komu að þeirri skipun og endaði núna síðast með Hæstarétti sem dæmdi þessa skipun lögmæta,” segir dómsmálaráðherra. Hún segir dóminn ekki hafa bein réttaráhrif hér á landi. Engu að síður ákvað dómstjóri Landsréttar í dag að öllum málum þar sem dómararnir fjórir koma að í réttinum yrði frestað út þessa viku allavega. Dómsmálaráðherra segir ummæli í minnihlutaáliti dómsins vekja athygli. „Um að meirihlutinn hafi látið opinbera umræðu pólitíska um málið bera sig af leið og vikið frá fyrri fordæmum. Það finnst mér alvarlegt að lesa.”Nýtur þú trausts í ríkisstjórninni allri?„Já, já ég geri það,” segir Sigríður Andersen. Alþingi Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33 Þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum til að vernda réttarríkið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum í Landsréttarmálinu svokallaða til að vernda réttarríkið, láta dómskerfið virka og eyða óvissu sem sé uppi um Landsrétt, hið nýja dómsstig vegna nýfallins dóms MDE. 12. mars 2019 14:59 Bíður eftir viðbrögðum forsætisráðherra: „Það er gott símasamband við útlönd“ Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, segist fyrst og fremst vera að bíða eftir viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, við dómi MDE sem féll í morgun. 12. mars 2019 17:04 Vilhjálmur segir dóm MDE tala sínu máli Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hyggst ekki tjá sig nánar um niðurstöðu MDE að svo stöddu því hann segir dóminn tala sínu máli. 12. mars 2019 14:33 Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að hún segi af sér embætti vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem þó kunni að hafa áhrif um alla Evrópu. Íslensk stjórnvöld hafi nú þrjá mánuði til að ákveða hvort málinu verði vísað til Yfirdóms. Sigríður Andersen segir dóm Mannréttindadóms Evrópu óvæntan og fordómalausan. Þá komi á óvart að dómurinn sé klofinn þar sem forseti dómstólsins sé annar tveggja dómara sem skili séráliti. „Það eru mjög andstæð sjónarmið sem koma fram í dómi meirihlutans og áliti minnihluta. Þannig að við erum bara að skoða dóminn núna vel. Það er alveg ljóst að hann kann að hafa áhrif út um alla Evrópu,” sagði Sigríður í hádegisfréttum Bylgjunnar. En vegna andláts móður hennar í gær veitti hún ekki frekari viðtöl í dag. Hún segir dóminn yfirgripsmikinn og nauðsynlegt að skoða hann vandlega. „Það er mat sérfræðinga bæði hér í dómsmálaráðuneytinu og hjá ríkislögmanni og fleiri hefur leitt til þess að við erum að skoða það vandlega og alvarlega hvort ekki sé rétt að skjóta þessari niðurstöðu til yfirdómsins svo kallaða.”Sem er fær leið? „Sem er fær leið. Við höfum núna þrjá mánuði til þess,” segir Sigríður. Það komi henni ekki á óvart að þess hafi verið krafist að hún segi af sér embætti vegna málsins. „En nei ég tel að þessi dómur gefi ekki tilefni til þess. Ég bara minni á og árétta að afstaða íslenskra dómstóla til lögmætis skipunar dómaranna í Landsrétti liggur alveg skýr fyrir. Og það voru einmitt allar þrjár greinar ríkisvaldsins sem komu að þeirri skipun og endaði núna síðast með Hæstarétti sem dæmdi þessa skipun lögmæta,” segir dómsmálaráðherra. Hún segir dóminn ekki hafa bein réttaráhrif hér á landi. Engu að síður ákvað dómstjóri Landsréttar í dag að öllum málum þar sem dómararnir fjórir koma að í réttinum yrði frestað út þessa viku allavega. Dómsmálaráðherra segir ummæli í minnihlutaáliti dómsins vekja athygli. „Um að meirihlutinn hafi látið opinbera umræðu pólitíska um málið bera sig af leið og vikið frá fyrri fordæmum. Það finnst mér alvarlegt að lesa.”Nýtur þú trausts í ríkisstjórninni allri?„Já, já ég geri það,” segir Sigríður Andersen.
Alþingi Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33 Þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum til að vernda réttarríkið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum í Landsréttarmálinu svokallaða til að vernda réttarríkið, láta dómskerfið virka og eyða óvissu sem sé uppi um Landsrétt, hið nýja dómsstig vegna nýfallins dóms MDE. 12. mars 2019 14:59 Bíður eftir viðbrögðum forsætisráðherra: „Það er gott símasamband við útlönd“ Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, segist fyrst og fremst vera að bíða eftir viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, við dómi MDE sem féll í morgun. 12. mars 2019 17:04 Vilhjálmur segir dóm MDE tala sínu máli Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hyggst ekki tjá sig nánar um niðurstöðu MDE að svo stöddu því hann segir dóminn tala sínu máli. 12. mars 2019 14:33 Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33
Þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum til að vernda réttarríkið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum í Landsréttarmálinu svokallaða til að vernda réttarríkið, láta dómskerfið virka og eyða óvissu sem sé uppi um Landsrétt, hið nýja dómsstig vegna nýfallins dóms MDE. 12. mars 2019 14:59
Bíður eftir viðbrögðum forsætisráðherra: „Það er gott símasamband við útlönd“ Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, segist fyrst og fremst vera að bíða eftir viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, við dómi MDE sem féll í morgun. 12. mars 2019 17:04
Vilhjálmur segir dóm MDE tala sínu máli Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hyggst ekki tjá sig nánar um niðurstöðu MDE að svo stöddu því hann segir dóminn tala sínu máli. 12. mars 2019 14:33
Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03
Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17
Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04