Sport

Sportið í dag: Málefni knattspyrnuþjálfara, Vignir, æfingar Víkinga og staðan fyrir norðan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sportið í dag er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á hverjum virkum degi klukkan 15:00.
Sportið í dag er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á hverjum virkum degi klukkan 15:00. vísir/vilhelm

Strákarnir í Sportinu í dag slá ekki slöku við og bjóða upp á flottan þátt á þessum þriðjudegi. Venju samkvæmt hefst hann klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Hákon Sverrisson hjá Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands sest í stólinn og fer yfir kjaramál knattspyrnuþjálfara eftir mikinn niðurskurð hjá íþróttafélögum. 

Vignir Svavarsson lagði skóna á hilluna í gær eftir farsælan feril og verður tekið hús á honum. 

Einnig kynnumst við æfingaaðferðum hjá Víkingi í samkomubanni þar sem tæknin spilar stóra rullu. 

Rennt verður yfir stöðu mála í íþróttalífinu á Akureyri með formanni ÍBA og púlsinn svo tekinn á nýjustu áskoruninni í körfuboltaheiminum.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×