Tók lögin í eigin hendur Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 18:41 Íbúi í Breiðholti lagði bandarískum ferðamanni lið á dögunum og gerði sér lítið fyrir og sótti stolin bakpoka hennar inn í blokk í hverfinu. Bandarísk kona sem var hér á landi á Menningarnótt lenti í því að bakpokanum hennar var stolið í miðbæ Reykjavíkur. Hún hafði samband við lögreglu en var sagt að lítið væri hægt að gera og var beðin að hafa samband eftir helgina. Hún átti flug heim á mánudeginum en í bakpokanum var tölvan hennar og sími. Hún gat staðsett símann, í gegnum staðsetningarbúnað hans, og sá að hann var í Breiðholti. Í framhaldi var henni komið í samband við Berglindi Haðardóttur Breiðholtsbúa sem ákvað að taka málin í sínar hendur ásamt sonum sínum og vinum þeirra. „Ég reyndi bara að peppa liðið og fá það með mér því það væri auðveldara ef við værum mörg. Bara fara á staðinn og ná í símann. Láta konuna gera “lost mode“ á símanum sínum, þannig að það heyrist svolítið hátt í símann. Þá getur viðkomandi ekki hundsað það,” segir hún. Berglind fór því á staðinn og var hleypt inn í blokkina. Síminn í bakpokanum var virkjaður og þegar gengið var á skerandi hávaða sem hann gaf frá sér fannst hann í gleymslu á jarðhæðinni. En var hún ekkert hrædd við að fara þarna inn, í ljósi þess að vita ekki hverju hún átti von á? „Þetta er kannski smá klikkun að gera þetta. Sem að ég hugsaði eftir á, hvað hefði getað gerst? Við vorum alveg búin að plana þetta, ég hefði aldrei farið ein,“ segir hún. Síðustu daga höfum við fjallað um lágmarksmönnun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem þurft hefur að forgangsraða útköllum og jafnvel sleppa þeim alveg. Í þessu tilviki er til bókun hjá lögreglunni að farið var af stað með málið en ekki náðist í ferðamanninn í kjölfarið og það því stoppað í ferlinu. Jafnvel þótt lögregla þurfi að forgangsraða útköllum varar hún við því að borgarbúar taki lögin í eigin hendur, enda geti það farið illa. Alltaf er mælt með að hafa samband. Lögreglumál Menningarnótt Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Íbúi í Breiðholti lagði bandarískum ferðamanni lið á dögunum og gerði sér lítið fyrir og sótti stolin bakpoka hennar inn í blokk í hverfinu. Bandarísk kona sem var hér á landi á Menningarnótt lenti í því að bakpokanum hennar var stolið í miðbæ Reykjavíkur. Hún hafði samband við lögreglu en var sagt að lítið væri hægt að gera og var beðin að hafa samband eftir helgina. Hún átti flug heim á mánudeginum en í bakpokanum var tölvan hennar og sími. Hún gat staðsett símann, í gegnum staðsetningarbúnað hans, og sá að hann var í Breiðholti. Í framhaldi var henni komið í samband við Berglindi Haðardóttur Breiðholtsbúa sem ákvað að taka málin í sínar hendur ásamt sonum sínum og vinum þeirra. „Ég reyndi bara að peppa liðið og fá það með mér því það væri auðveldara ef við værum mörg. Bara fara á staðinn og ná í símann. Láta konuna gera “lost mode“ á símanum sínum, þannig að það heyrist svolítið hátt í símann. Þá getur viðkomandi ekki hundsað það,” segir hún. Berglind fór því á staðinn og var hleypt inn í blokkina. Síminn í bakpokanum var virkjaður og þegar gengið var á skerandi hávaða sem hann gaf frá sér fannst hann í gleymslu á jarðhæðinni. En var hún ekkert hrædd við að fara þarna inn, í ljósi þess að vita ekki hverju hún átti von á? „Þetta er kannski smá klikkun að gera þetta. Sem að ég hugsaði eftir á, hvað hefði getað gerst? Við vorum alveg búin að plana þetta, ég hefði aldrei farið ein,“ segir hún. Síðustu daga höfum við fjallað um lágmarksmönnun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem þurft hefur að forgangsraða útköllum og jafnvel sleppa þeim alveg. Í þessu tilviki er til bókun hjá lögreglunni að farið var af stað með málið en ekki náðist í ferðamanninn í kjölfarið og það því stoppað í ferlinu. Jafnvel þótt lögregla þurfi að forgangsraða útköllum varar hún við því að borgarbúar taki lögin í eigin hendur, enda geti það farið illa. Alltaf er mælt með að hafa samband.
Lögreglumál Menningarnótt Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira