Erfiðast að hitta ekki starfsfólk Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. apríl 2020 13:00 Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða segir upplýsingamiðlun til starfsfólks krefjandi verkefni á óvissutímum. Vísir/Vilhelm „Án efa er erfiðast að geta ekki haldið starfsmannafundi, hitt starfsmenn og rætt málin,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða aðspurður um það hvernig það er að standa að upplýsingamiðlun til starfsfólks á erfiðum tímum. Hann segir starfsfólk þó hafa sýnt aðstæðum skilning. „Við erum virkilega þakklát fyrir því hversu mikinn skilning starfsfólkið okkar hefur á breyttum aðstæður og er almennt annt að verja hagsmuni fyrirtækisins,“ segir Björn. Hjá Kynnisferðum er stærsti hluti starfsfólks komið í skert starfshlutfall og það á við um alla sem starfa hjá Ferðaskrifstofu, Hópbifreiðum og Bílaleigu Kynnisferða. Til viðbótar telst síðan sú eining sem þjónustar akstur fyrir Strætó, þ.e. Almenningsvagnar Kynnisferða. Sú starfsemi hefur dregist saman um 25-30% og er hluti starfsmanna þar því einnig komið í skert starfshlutverk. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um upplýsingamiðlun til starfsfólks á erfiðum tímum. Þótt fjarlægðin sé erfið, segir Björn tæknina hafa komið sterka inn síðustu vikurnar. „Við höfum nýtt innri vefinn okkar, samfélagsmiðla, Teams, tölvupósta og smáskilaboð til að koma upplýsingum á framfæri og vera í samskiptum. Næstu yfirmenn eru líka í góðu sambandi við sitt fólk,“ segir Björn. Hann segir starfsfólkið samanstanda af fjölbreyttum hópi fólks á öllum aldri, nokkrum þjóðernum og fólk sé misjafnlega tæknifært. „Það hefur líka reynst áskorun en flestir eru að læra ansi hratt þessa dagana,“ segir Björn. En þótt tæknin sé góð minnir Björn líka á það mannlega. „Svo skiptir líka miklu máli að taka upp símann og heyra í fólki,“ segir Björn. Aðspurður um það hvernig hægt er að miðla upplýsingum til starfsfólks um áætlanir eða ný áform í kjölfar kórónufaraldurs, segir Björn stöðuna breytast of hratt og óvissuna of mikla til þess að það sé hægt. „Því miður vitum við lítið um framhaldið og eigum erfitt með að sjá hvað gerist næstu mánuði,“ segir Björn og bætir við „Við erum öll að fá nýjar upplýsingar á hverjum degi um þróun mála og erum í raun að endurmeta stöðuna daglega. Við munum áfram upplýsa starfsfólk eftir því sem línur skýrast.“ Á krísutímum er þeirri spurningu stundum velt upp, hversu ítarlega stjórnendur eiga að fara yfir rekstrar- og fjárhagsstöðu fyrirtækja með starfsfólki. Í tilfelli Kynnisferða sér Björn ekki fyrir sér neinar breytingar í þeim efnum því slík upplýsingamiðlun hefur verið áhersla hjá þeim síðustu árin. „Við höfum verið opin að upplýsa okkar starfsmenn um rekstrar- og fjárhagsstöðu fyrirtækisins síðustu árin,“ segir Björn og bætir við „Það skiptir máli að starfsfólk viti hvernig fyrirtækinu þeirra gengur og hvernig staðan er hverju sinni.“ Mannauðsmál Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hefðbundnir fundir of langir, of margir, of ómarkvissir og fólk mætir seint Mörg fyrirtæki standa fyrir markvissri upplýsingamiðlun nú á tímum samkomubanns. ,,En hvað gerist þegar hversdagsleikinn tekur við?“ spyr Maríanna Magnúsdóttir umbreytingaþjálfi hjá Manino. 22. apríl 2020 11:00 Upplýsingamiðlun er grundvallarregla í breytinga- og krísustjórnun „Það er grundvallarregla í breytinga- og krísustjórnun, miðla upplýsingum, koma í veg fyrir misskilning og rangar upplýsingar,” segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent í mannauðstjórn við Háskóla Íslands. 22. apríl 2020 09:00 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Án efa er erfiðast að geta ekki haldið starfsmannafundi, hitt starfsmenn og rætt málin,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða aðspurður um það hvernig það er að standa að upplýsingamiðlun til starfsfólks á erfiðum tímum. Hann segir starfsfólk þó hafa sýnt aðstæðum skilning. „Við erum virkilega þakklát fyrir því hversu mikinn skilning starfsfólkið okkar hefur á breyttum aðstæður og er almennt annt að verja hagsmuni fyrirtækisins,“ segir Björn. Hjá Kynnisferðum er stærsti hluti starfsfólks komið í skert starfshlutfall og það á við um alla sem starfa hjá Ferðaskrifstofu, Hópbifreiðum og Bílaleigu Kynnisferða. Til viðbótar telst síðan sú eining sem þjónustar akstur fyrir Strætó, þ.e. Almenningsvagnar Kynnisferða. Sú starfsemi hefur dregist saman um 25-30% og er hluti starfsmanna þar því einnig komið í skert starfshlutverk. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um upplýsingamiðlun til starfsfólks á erfiðum tímum. Þótt fjarlægðin sé erfið, segir Björn tæknina hafa komið sterka inn síðustu vikurnar. „Við höfum nýtt innri vefinn okkar, samfélagsmiðla, Teams, tölvupósta og smáskilaboð til að koma upplýsingum á framfæri og vera í samskiptum. Næstu yfirmenn eru líka í góðu sambandi við sitt fólk,“ segir Björn. Hann segir starfsfólkið samanstanda af fjölbreyttum hópi fólks á öllum aldri, nokkrum þjóðernum og fólk sé misjafnlega tæknifært. „Það hefur líka reynst áskorun en flestir eru að læra ansi hratt þessa dagana,“ segir Björn. En þótt tæknin sé góð minnir Björn líka á það mannlega. „Svo skiptir líka miklu máli að taka upp símann og heyra í fólki,“ segir Björn. Aðspurður um það hvernig hægt er að miðla upplýsingum til starfsfólks um áætlanir eða ný áform í kjölfar kórónufaraldurs, segir Björn stöðuna breytast of hratt og óvissuna of mikla til þess að það sé hægt. „Því miður vitum við lítið um framhaldið og eigum erfitt með að sjá hvað gerist næstu mánuði,“ segir Björn og bætir við „Við erum öll að fá nýjar upplýsingar á hverjum degi um þróun mála og erum í raun að endurmeta stöðuna daglega. Við munum áfram upplýsa starfsfólk eftir því sem línur skýrast.“ Á krísutímum er þeirri spurningu stundum velt upp, hversu ítarlega stjórnendur eiga að fara yfir rekstrar- og fjárhagsstöðu fyrirtækja með starfsfólki. Í tilfelli Kynnisferða sér Björn ekki fyrir sér neinar breytingar í þeim efnum því slík upplýsingamiðlun hefur verið áhersla hjá þeim síðustu árin. „Við höfum verið opin að upplýsa okkar starfsmenn um rekstrar- og fjárhagsstöðu fyrirtækisins síðustu árin,“ segir Björn og bætir við „Það skiptir máli að starfsfólk viti hvernig fyrirtækinu þeirra gengur og hvernig staðan er hverju sinni.“
Mannauðsmál Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hefðbundnir fundir of langir, of margir, of ómarkvissir og fólk mætir seint Mörg fyrirtæki standa fyrir markvissri upplýsingamiðlun nú á tímum samkomubanns. ,,En hvað gerist þegar hversdagsleikinn tekur við?“ spyr Maríanna Magnúsdóttir umbreytingaþjálfi hjá Manino. 22. apríl 2020 11:00 Upplýsingamiðlun er grundvallarregla í breytinga- og krísustjórnun „Það er grundvallarregla í breytinga- og krísustjórnun, miðla upplýsingum, koma í veg fyrir misskilning og rangar upplýsingar,” segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent í mannauðstjórn við Háskóla Íslands. 22. apríl 2020 09:00 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Hefðbundnir fundir of langir, of margir, of ómarkvissir og fólk mætir seint Mörg fyrirtæki standa fyrir markvissri upplýsingamiðlun nú á tímum samkomubanns. ,,En hvað gerist þegar hversdagsleikinn tekur við?“ spyr Maríanna Magnúsdóttir umbreytingaþjálfi hjá Manino. 22. apríl 2020 11:00
Upplýsingamiðlun er grundvallarregla í breytinga- og krísustjórnun „Það er grundvallarregla í breytinga- og krísustjórnun, miðla upplýsingum, koma í veg fyrir misskilning og rangar upplýsingar,” segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent í mannauðstjórn við Háskóla Íslands. 22. apríl 2020 09:00