NetApp kaupir íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Greenqloud Hörður Ægisson skrifar 17. ágúst 2017 09:46 "Við erum virkilega stolt af þessum árangri sem kemur til vegna ótrúlegrar þrautseigju og dugnaðar starfsmanna þar sem hver og einn þeirra spilaði ákveðið lykilhlutverk,“ segir Jónsi Stefánsson, forstjóri Greenqloud. Bandaríska félagið NetApp Inc. hefur keypt Greenqloud ehf. en þetta eru fyrstu kaup Fortune 500 fyrirtækis á íslensku hugbúnaðarfyrirtæki sem vitað er um. Greenqloud verður hér eftir NetApp Iceland og verður starfsemi fyrirtækisins áfram á skrifstofum þess í Reykjavík og Seattle. Markmið NetApp með kaupunum er að styrkja leiðandi stöðu sína á markaði hybrid skýjaþjónustu. „Þetta eru afar góðar fréttir fyrir íslenskt viðskiptalíf, en kaup sem þessi eru mikil viðurkenning á íslensku hugviti sem og nýsköpunarstarfsemi,“ segir í tilkynningu frá Greenqloud. Greenqloud var stofnað árið 2010 af Eiríki Hrafnssyni og Tryggva Lárussyni og var fyrsta fyrirtæki í heimi til þess að bjóða upp á skýjaþjónustu sem eingöngu var rekin á endurnýjanlegri orku. Eftir að Jónsi Stefánsson, forstjóri Greenqloud, var ráðinn til fyrirtækisins í mars 2014 hefur megináhersla verið lögð á að þróa Qstack; sérhannaða hugbúnaðarlausn sem getur á auðveldan hátt stýrt skýjalausnum og tölvuþjónum fyrirtækja. Í dag eru starfsmenn fyrirtækisins 42 talsins, af hinum ýmsu þjóðernum, en með nýjum áherslum NetApp Iceland og miklum vaxtartækifærum sem þeim fylgja mun fyrirtækið bæta við sig starfsmönnum á næstu vikum og mánuðum. Uppbygging starfseminnar mun að mestu leyti fara fram á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík, en einnig á skrifstofu þess í Seattle, Bandaríkjunum. „Við erum virkilega stolt af þessum árangri sem kemur til vegna ótrúlegrar þrautseigju og dugnaðar starfsmanna þar sem hver og einn þeirra spilaði ákveðið lykilhlutverk. Ég gæti ekki verið stoltari af mínu fólki sem hefur lagt allt sitt fram til að gera þetta að veruleika. Það er einkar ánægjulegt fyrir okkur og í raun allan tæknigeirann á Íslandi að NetApp hefur sett fram mjög metnaðarfulla uppbyggingaráætlun fyrir starfsemina á Íslandi. NetApp er virkilega áhugavert fyrirtæki og hefur ítrekað verið valið eitt besta fyrirtæki Bandaríkjanna til að vinna fyrir, að sjálfsögðu verður engin undantekning þar á í starfsemi þess hér á Ísland,“ er haft eftir Jónsa Stefánssyni, forstjóra Greenqloud. NetApp, Inc. var stofnað 1992 en hefur verið skráð sem Fortune 500 fyrirtæki frá árinu 2012, sem gerir það að einu stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna fimm ár í röð. Höfuðstöðvar þess eru í Sunnyvale, Kaliforníu, en fyrirtækið sérhæfir sig í geymslukerfum og utanumhaldi gagnavera ásamt því að vera leiðandi og í mikilli sókn þegar kemur að hybrid skýjaþjónustu. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Bandaríska félagið NetApp Inc. hefur keypt Greenqloud ehf. en þetta eru fyrstu kaup Fortune 500 fyrirtækis á íslensku hugbúnaðarfyrirtæki sem vitað er um. Greenqloud verður hér eftir NetApp Iceland og verður starfsemi fyrirtækisins áfram á skrifstofum þess í Reykjavík og Seattle. Markmið NetApp með kaupunum er að styrkja leiðandi stöðu sína á markaði hybrid skýjaþjónustu. „Þetta eru afar góðar fréttir fyrir íslenskt viðskiptalíf, en kaup sem þessi eru mikil viðurkenning á íslensku hugviti sem og nýsköpunarstarfsemi,“ segir í tilkynningu frá Greenqloud. Greenqloud var stofnað árið 2010 af Eiríki Hrafnssyni og Tryggva Lárussyni og var fyrsta fyrirtæki í heimi til þess að bjóða upp á skýjaþjónustu sem eingöngu var rekin á endurnýjanlegri orku. Eftir að Jónsi Stefánsson, forstjóri Greenqloud, var ráðinn til fyrirtækisins í mars 2014 hefur megináhersla verið lögð á að þróa Qstack; sérhannaða hugbúnaðarlausn sem getur á auðveldan hátt stýrt skýjalausnum og tölvuþjónum fyrirtækja. Í dag eru starfsmenn fyrirtækisins 42 talsins, af hinum ýmsu þjóðernum, en með nýjum áherslum NetApp Iceland og miklum vaxtartækifærum sem þeim fylgja mun fyrirtækið bæta við sig starfsmönnum á næstu vikum og mánuðum. Uppbygging starfseminnar mun að mestu leyti fara fram á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík, en einnig á skrifstofu þess í Seattle, Bandaríkjunum. „Við erum virkilega stolt af þessum árangri sem kemur til vegna ótrúlegrar þrautseigju og dugnaðar starfsmanna þar sem hver og einn þeirra spilaði ákveðið lykilhlutverk. Ég gæti ekki verið stoltari af mínu fólki sem hefur lagt allt sitt fram til að gera þetta að veruleika. Það er einkar ánægjulegt fyrir okkur og í raun allan tæknigeirann á Íslandi að NetApp hefur sett fram mjög metnaðarfulla uppbyggingaráætlun fyrir starfsemina á Íslandi. NetApp er virkilega áhugavert fyrirtæki og hefur ítrekað verið valið eitt besta fyrirtæki Bandaríkjanna til að vinna fyrir, að sjálfsögðu verður engin undantekning þar á í starfsemi þess hér á Ísland,“ er haft eftir Jónsa Stefánssyni, forstjóra Greenqloud. NetApp, Inc. var stofnað 1992 en hefur verið skráð sem Fortune 500 fyrirtæki frá árinu 2012, sem gerir það að einu stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna fimm ár í röð. Höfuðstöðvar þess eru í Sunnyvale, Kaliforníu, en fyrirtækið sérhæfir sig í geymslukerfum og utanumhaldi gagnavera ásamt því að vera leiðandi og í mikilli sókn þegar kemur að hybrid skýjaþjónustu.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira