Frábiðja sér tugi nýrra íbúða í Fossvogsdalinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Ráðgert er að byggja hjúkrunarheimili og íbúðir fyrir aldraða rétt vestan við Landspítalann í Fossvogi. vísir/ernir „Við getum ómöguleg séð að það geti gengið upp að troða öllum þessum íbúðum á þennan litla blett. Vegurinn annar varla bílaumferðinni við núverandi ástand, við getum ekki séð hvernig í ósköpunum hann ætti að anna umferð eftir breytingar og teljum slysahættu verða óboðlega mikla,“ segir í athugasemd fjölskyldu sem býr að Skógarvegi 14 um tillögu að breyttu deiliskipulagi á götunni. Tillaga um breytingar á deiluskipulagi að Sléttuvegi 25-27 og Skógarvegi 4-10 í Fossvogsdal liggur fyrir skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar. Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að þar rísi á næstunni hjúkrunarheimili, auk leiguíbúða og þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða. Reykjavíkurborg hefur samið við Hrafnistu um rekstur heimilisins sem einnig vill reka þar leiguíbúðirnar og þjónustumiðstöðina. Breytt tillaga að deiluskipulagi felur í sér að heildarfjöldi íbúðaeininga verði allt að 289 í stað 212 íbúða sem ákveðið hafði verið í fyrra deiluskipulagi. Þar af verði 99 rými í hjúkrunarheimilinu. Á móti kemur að gert er ráð fyrir að hver íbúð verður minni en áður var ráðgert. Þá er gert ráð fyrir því að fyrirhuguð þjónustumiðstöð verði 1.900 fermetrar en ekki 5.000 eins og ráðgert var í fyrra deiliskipulagi. Þessar breytingar sætta íbúar á Sléttuvegi og Skógarvegi sig ekki við og áður en frestur til að skila athugasemd rann upp höfðu fjórtán einstaklingar, eða fjölskyldur, gert alvarlegar athugasemdir. „Með svona heimilum fylgja rosalega margir bílar sem er bara ekki hægt. Auðvitað er gott að fá gamla fólkið og það er bara fínt. En það er leiðinlegt að það þurfi að auka byggingamagn svona svakalega mikið,“ segir Kjartan Freyr Kjartansson, sem er formaður húsfélagsins við Skógarveg 12-14. Hann segir alla íbúa í húsinu vera sammála um að breytingin sé eitthvað sem ekki sé hægt að sætta sig við. Kjartan Freyr segir við Fréttablaðið að nú þegar vanti heilmörg bílastæði á svæðið og ástandið verði hálfu verra ef byggt yrði samkvæmt nýju tillögunni að deiliskipulaginu. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
„Við getum ómöguleg séð að það geti gengið upp að troða öllum þessum íbúðum á þennan litla blett. Vegurinn annar varla bílaumferðinni við núverandi ástand, við getum ekki séð hvernig í ósköpunum hann ætti að anna umferð eftir breytingar og teljum slysahættu verða óboðlega mikla,“ segir í athugasemd fjölskyldu sem býr að Skógarvegi 14 um tillögu að breyttu deiliskipulagi á götunni. Tillaga um breytingar á deiluskipulagi að Sléttuvegi 25-27 og Skógarvegi 4-10 í Fossvogsdal liggur fyrir skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar. Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að þar rísi á næstunni hjúkrunarheimili, auk leiguíbúða og þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða. Reykjavíkurborg hefur samið við Hrafnistu um rekstur heimilisins sem einnig vill reka þar leiguíbúðirnar og þjónustumiðstöðina. Breytt tillaga að deiluskipulagi felur í sér að heildarfjöldi íbúðaeininga verði allt að 289 í stað 212 íbúða sem ákveðið hafði verið í fyrra deiluskipulagi. Þar af verði 99 rými í hjúkrunarheimilinu. Á móti kemur að gert er ráð fyrir að hver íbúð verður minni en áður var ráðgert. Þá er gert ráð fyrir því að fyrirhuguð þjónustumiðstöð verði 1.900 fermetrar en ekki 5.000 eins og ráðgert var í fyrra deiliskipulagi. Þessar breytingar sætta íbúar á Sléttuvegi og Skógarvegi sig ekki við og áður en frestur til að skila athugasemd rann upp höfðu fjórtán einstaklingar, eða fjölskyldur, gert alvarlegar athugasemdir. „Með svona heimilum fylgja rosalega margir bílar sem er bara ekki hægt. Auðvitað er gott að fá gamla fólkið og það er bara fínt. En það er leiðinlegt að það þurfi að auka byggingamagn svona svakalega mikið,“ segir Kjartan Freyr Kjartansson, sem er formaður húsfélagsins við Skógarveg 12-14. Hann segir alla íbúa í húsinu vera sammála um að breytingin sé eitthvað sem ekki sé hægt að sætta sig við. Kjartan Freyr segir við Fréttablaðið að nú þegar vanti heilmörg bílastæði á svæðið og ástandið verði hálfu verra ef byggt yrði samkvæmt nýju tillögunni að deiliskipulaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira