Um fluglest Runólfur Ágústsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Töluverð umræða hefur nú í sumar orðið á vettvangi fjölmiðla um fyrirhugaða fluglest milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur og er áhugi fólks á verkefninu eðlilegur í ljósi stærðar framkvæmdarinnar og þess hve miklu máli hún skiptir fyrir íslenskt samfélag. Sitt sýnist hverjum og hefur umræðan mestan part verið málefnaleg og uppbyggileg. Nokkrir hafa þó stungið niður penna til að mótmæla þessari fyrirhuguðu framkvæmd út frá meintum forsendum, fyrirframgefnum skoðunum eða niðurstöðu. Slíkt gefur tilefni til að draga fram nokkur lykilatriði varðandi fluglestina fyrir þá sem hafa áhuga á málefnalegri umræðu um verkefnið: 1. Fluglestin er hrein einkaframkvæmd og er ekki kostuð eða styrkt af hinu opinbera. Ekki hefur verið óskað eftir ríkisábyrgðum til verkefnisins, öfugt við t.a.m. Vaðlaheiðargöng. 2. Fluglestinni má ekki rugla saman við Borgarlínu, sem er opinber framkvæmd á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er hins vegar að þessi tvö samgöngukerfi hafi góða tengipunkta og styðji þannig hvort við annað. 3. Gert er ráð fyrir að 70-80% tekna fluglestarinnar komi frá erlendum ferðamönnum á leið milli flugvallarins og höfuðborgarsvæðisins og að fjármögnun verkefnisins endurspegli þetta, þ.e. verkefnið verði að langmestu leyti fjármagnað erlendis. Fjármagn til verkefnisins verður því hrein viðbót við þær opinberu framkvæmdir í samgöngumálum sem fyrirhugaðar eru næsta áratuginn og skerða ekki opinber framlög til þess málaflokks. 4. Samfélagslegur ábati af fluglestinni var árið 2014, út frá þáverandi forsendum um fjölda ferðamanna, áætlaður 40-60 milljarðar króna. Lestin myndi draga verulega úr kolefnislosun í samgöngum miðað við núverandi stöðu þeirra og minnka umferðarálag á Reykjanesbraut og höfuðborgarsvæðinu á leiðinni Hafnarfjörður – miðborg. 5. Miðaverð tekur mið af því sem þekkist í sambærilegum verkefnum í nágrannalöndum okkar s.s. í Ósló (Flytoget), Stokkhólmi (Arlanda Express) og London (Heathrow Express og Gatwick Express) og verður u.þ.b. tvöfalt á við far með rútu. Ferðatíminn mun verða innan við 20 mínútur. 6. Áætlanir þróunarfélagsins um fjölgun ferðamanna eru varfærnar. Við gerum ráð fyrir að verulega dragi úr fjölgun þeirra strax á næsta ári og að langtímavöxtur verði sambærilegur við það sem spáð er almennt í aljóðlegu farþegaflugi. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að fluglestin verði með um 30% markaðshlutdeild meðal flugfarþega til og frá Keflavíkurflugvelli. 7. Sá samningur sem Fluglestin – þróunarfélag hefur gert við þau sveitarfélög sem í hlut eiga fjallar um samstarf í skipulagsmálum. Þegar hafa Reykjavíkurborg, Garðabær, Sveitafélagið Vogar, Reykjanesbær, Sveitarfélagið Garður og Sandgerðisbær samþykkt slíkan samning og bíður hann nú afgreiðslu í Kópavogi og Hafnarfirði. Mikil samstaða hefur verið innan þeirra sveitarstjórna sem þegar hafa afgreitt samninginn um afgreiðslu hans, enda bera sveitarfélögin ekki kostnað af þeirri þróunar-, rannsóknar- og skipulagsvinnu sem framundan er, heldur þróunarfélagið. Sveitarfélögin bera ekki áhættu eða kostnað af verkefninu, hvorki undirbúningi þess, framkvæmd né rekstri. 8. Framganga verkefnisins mun hins vegar ráðast af tiltrú fjárfesta á því, fyrst og fremst alþjóðlegra. Í þeim efnum má m.a. vísa til viðtals Viðskiptablaðsins frá í fyrra við Cristian Popa, aðstoðarbankastjóra Evrópska fjárfestingarbankans en þar segir: „Ég held að hraðlest sé lykilatriði með hliðsjón af umfangi ferðaþjónustunnar á Íslandi … Hann bætir við að hann telji að hagkerfið geti ráðið mun betur við vöxtinn í ferðaþjónustunni þegar hraðlestin er komin í gagnið.“ Ég vona að ofangreindar upplýsingar séu til þess fallnar að stuðla að málefnalegri umræðu um þetta stóra verkefni sem eðlilegt er að sé umdeilt. Slíkt þekkja menn frá því Hvalfjarðargöngin voru gerð og væri sumum þeirra sem stungið hafa niður penna um fluglestina hollt að spegla sig og viðhorf sín í orðum þeirra sem á sínum tíma voru sem mest á móti göngunum.Höfundur er framkvæmdastjóri Fluglestarinnar – þróunarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Töluverð umræða hefur nú í sumar orðið á vettvangi fjölmiðla um fyrirhugaða fluglest milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur og er áhugi fólks á verkefninu eðlilegur í ljósi stærðar framkvæmdarinnar og þess hve miklu máli hún skiptir fyrir íslenskt samfélag. Sitt sýnist hverjum og hefur umræðan mestan part verið málefnaleg og uppbyggileg. Nokkrir hafa þó stungið niður penna til að mótmæla þessari fyrirhuguðu framkvæmd út frá meintum forsendum, fyrirframgefnum skoðunum eða niðurstöðu. Slíkt gefur tilefni til að draga fram nokkur lykilatriði varðandi fluglestina fyrir þá sem hafa áhuga á málefnalegri umræðu um verkefnið: 1. Fluglestin er hrein einkaframkvæmd og er ekki kostuð eða styrkt af hinu opinbera. Ekki hefur verið óskað eftir ríkisábyrgðum til verkefnisins, öfugt við t.a.m. Vaðlaheiðargöng. 2. Fluglestinni má ekki rugla saman við Borgarlínu, sem er opinber framkvæmd á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er hins vegar að þessi tvö samgöngukerfi hafi góða tengipunkta og styðji þannig hvort við annað. 3. Gert er ráð fyrir að 70-80% tekna fluglestarinnar komi frá erlendum ferðamönnum á leið milli flugvallarins og höfuðborgarsvæðisins og að fjármögnun verkefnisins endurspegli þetta, þ.e. verkefnið verði að langmestu leyti fjármagnað erlendis. Fjármagn til verkefnisins verður því hrein viðbót við þær opinberu framkvæmdir í samgöngumálum sem fyrirhugaðar eru næsta áratuginn og skerða ekki opinber framlög til þess málaflokks. 4. Samfélagslegur ábati af fluglestinni var árið 2014, út frá þáverandi forsendum um fjölda ferðamanna, áætlaður 40-60 milljarðar króna. Lestin myndi draga verulega úr kolefnislosun í samgöngum miðað við núverandi stöðu þeirra og minnka umferðarálag á Reykjanesbraut og höfuðborgarsvæðinu á leiðinni Hafnarfjörður – miðborg. 5. Miðaverð tekur mið af því sem þekkist í sambærilegum verkefnum í nágrannalöndum okkar s.s. í Ósló (Flytoget), Stokkhólmi (Arlanda Express) og London (Heathrow Express og Gatwick Express) og verður u.þ.b. tvöfalt á við far með rútu. Ferðatíminn mun verða innan við 20 mínútur. 6. Áætlanir þróunarfélagsins um fjölgun ferðamanna eru varfærnar. Við gerum ráð fyrir að verulega dragi úr fjölgun þeirra strax á næsta ári og að langtímavöxtur verði sambærilegur við það sem spáð er almennt í aljóðlegu farþegaflugi. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að fluglestin verði með um 30% markaðshlutdeild meðal flugfarþega til og frá Keflavíkurflugvelli. 7. Sá samningur sem Fluglestin – þróunarfélag hefur gert við þau sveitarfélög sem í hlut eiga fjallar um samstarf í skipulagsmálum. Þegar hafa Reykjavíkurborg, Garðabær, Sveitafélagið Vogar, Reykjanesbær, Sveitarfélagið Garður og Sandgerðisbær samþykkt slíkan samning og bíður hann nú afgreiðslu í Kópavogi og Hafnarfirði. Mikil samstaða hefur verið innan þeirra sveitarstjórna sem þegar hafa afgreitt samninginn um afgreiðslu hans, enda bera sveitarfélögin ekki kostnað af þeirri þróunar-, rannsóknar- og skipulagsvinnu sem framundan er, heldur þróunarfélagið. Sveitarfélögin bera ekki áhættu eða kostnað af verkefninu, hvorki undirbúningi þess, framkvæmd né rekstri. 8. Framganga verkefnisins mun hins vegar ráðast af tiltrú fjárfesta á því, fyrst og fremst alþjóðlegra. Í þeim efnum má m.a. vísa til viðtals Viðskiptablaðsins frá í fyrra við Cristian Popa, aðstoðarbankastjóra Evrópska fjárfestingarbankans en þar segir: „Ég held að hraðlest sé lykilatriði með hliðsjón af umfangi ferðaþjónustunnar á Íslandi … Hann bætir við að hann telji að hagkerfið geti ráðið mun betur við vöxtinn í ferðaþjónustunni þegar hraðlestin er komin í gagnið.“ Ég vona að ofangreindar upplýsingar séu til þess fallnar að stuðla að málefnalegri umræðu um þetta stóra verkefni sem eðlilegt er að sé umdeilt. Slíkt þekkja menn frá því Hvalfjarðargöngin voru gerð og væri sumum þeirra sem stungið hafa niður penna um fluglestina hollt að spegla sig og viðhorf sín í orðum þeirra sem á sínum tíma voru sem mest á móti göngunum.Höfundur er framkvæmdastjóri Fluglestarinnar – þróunarfélags.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun