Christian Eriksen verður með númerið 24 hjá Inter. Ítalska félagið keypti danska landsliðsmanninn frá Tottenham í dag.
| SHIRT
— Inter (@Inter_en) January 28, 2020
The shirt number selected by @ChrisEriksen8! #WelcomeChristian#NotForEveryonepic.twitter.com/fhUFcaFXlL
Freistandi er að ætla að með valinu á treyjunúmerinu sé Eriksen að heiðra minningu Kobe Bryant sem var númer 24 síðustu tíu árin sín hjá Los Angeles Lakers.
Eriksen var númer 23 hjá Tottenham en Nicolo Barella er með það númer hjá Inter. Hjá danska landsliðinu er Eriksen númer 10 en Lautaro Martínez er með það númer á bakinu hjá Inter.
Þegar Eriksen lék með Ajax var hann númer 8, sem var gamla númerið hans Kobe hjá Lakers.
Talið er að Inter hafi greitt Tottenham tæpar 17 milljónir punda fyrir Eriksen sem átti aðeins nokkra mánuði eftir af samningi sínum við Spurs.