Atli lék áður með KR á árunum 2012-15. Um mitt sumar 2015 gekk hann í raðir Breiðabliks og lék með liðinu þangað til í vetur.
Atli, sem er uppalinn hjá Þór á Akureyri, hefur leikið 93 leiki í efstu deild og skorað sjö mörk. Af þessum 93 leikjum voru 43 í búningi KR.
KR situr í 4. sæti Pepsi-deildar karla með sex stig eftir þrjá leiki.
Atli Sigurjónsson í KR#AllirSemEinn @AtliSigurjons pic.twitter.com/B2BiugIHip
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) May 15, 2017