Myndskeiði af Júlíu dreift á klámsíðum: Segir að enginn dómur yfir manninum muni milda áhrifin Bjarki Ármannsson skrifar 15. desember 2015 21:00 Júlía Birgisdóttir varð fyrir því að maður sem hún átti í sambandi við fyrir þremur árum tók upp myndband af henni án hennar vitneskju þegar þau sváfu saman og setti á internetið. Hún er ekki nafngreind á myndbandinu, sem hún segir nú að finna á mörg hundruð erlendum klámsíðum. Júlía, sem sagði sögu sína í Kastljósi á RÚV í kvöld, hefur kært málið til lögreglu og höfðað einkarefsimál gegn manninum þar sem hún treystir því ekki að lögregla gefi út ákæru í málinu. Nú er hálft ár liðið frá því Júlía kærði málið og er það enn í rannsókn að sögn lögreglu.Sjá einnig: Brást trausti sautján ára íslenskrar stúlku og dreifði nektarmyndskeiði Maðurinn bjó erlendis á meðan þau Júlía áttu í sambandi. Hún segir samskipti þeirra, sem fóru að mestu leyti fram í gegnum netið, aldrei hafa verið mjög neikvæð. „Við rifumst aldrei, hann hótaði mér aldrei. Hann átti engra harma að hefna gegn mér,“ segir Júlía.Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er.Vísir/GettyMaðurinn spurði að sögn Júlíu einu sinni hvort hann mæti taka kynlíf þeirra upp en hún neitaði. Hann gerði það þó í síðasta skiptið sem þau hittust, án leyfi hennar. Júlía segist ekki hafa vitað af upptökunni fyrr en hún komst á snoðir um að hún væri á netinu um síðustu áramót, tveimur árum eftir að upptakan var gerð.Sjá einnig: Lögreglan máttarlaus gagnvart nektarmyndum á netinu„Það verður engin upphæð nógu há til þess að afleiðingarnar verði skárri fyrir mig,“ segir Júlía. „Enginn dómur sem hann er að fara að fá breytir neinu um þau áhrif sem þetta hafði á mig.“ Lögmaður mannsins, sem vildi ekki tjá sig um málið við Kastljós, segir hann neita sök. Júlía segist til að byrja með hafa reynt að fá manninn til gangast við brotinu en hann ekki gert það. Hún segir að einlæg afsökunarbeiðni hefði á sínum tíma verið nóg. Júlía segist í viðtalinu ekki vilja nota hugtakið hefndarklám, sem gefi til kynna að fórnarlambið hafi gert eitthvað til að eiga þetta skilið. Gísli Tryggvason, lögmaður Júlíu, stingur upp á að nota hugtakið „vefrænt kynferðisbrot“ yfir brot sem þessi. Þess ber að geta að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp, sem þingmenn Bjartrar framtíðar lögðu fyrst fram í fyrra, um að hægt verði að refsa fyrir hefndarklám með allt að tveggja ára fangelsisdómi. Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Júlía Birgisdóttir varð fyrir því að maður sem hún átti í sambandi við fyrir þremur árum tók upp myndband af henni án hennar vitneskju þegar þau sváfu saman og setti á internetið. Hún er ekki nafngreind á myndbandinu, sem hún segir nú að finna á mörg hundruð erlendum klámsíðum. Júlía, sem sagði sögu sína í Kastljósi á RÚV í kvöld, hefur kært málið til lögreglu og höfðað einkarefsimál gegn manninum þar sem hún treystir því ekki að lögregla gefi út ákæru í málinu. Nú er hálft ár liðið frá því Júlía kærði málið og er það enn í rannsókn að sögn lögreglu.Sjá einnig: Brást trausti sautján ára íslenskrar stúlku og dreifði nektarmyndskeiði Maðurinn bjó erlendis á meðan þau Júlía áttu í sambandi. Hún segir samskipti þeirra, sem fóru að mestu leyti fram í gegnum netið, aldrei hafa verið mjög neikvæð. „Við rifumst aldrei, hann hótaði mér aldrei. Hann átti engra harma að hefna gegn mér,“ segir Júlía.Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er.Vísir/GettyMaðurinn spurði að sögn Júlíu einu sinni hvort hann mæti taka kynlíf þeirra upp en hún neitaði. Hann gerði það þó í síðasta skiptið sem þau hittust, án leyfi hennar. Júlía segist ekki hafa vitað af upptökunni fyrr en hún komst á snoðir um að hún væri á netinu um síðustu áramót, tveimur árum eftir að upptakan var gerð.Sjá einnig: Lögreglan máttarlaus gagnvart nektarmyndum á netinu„Það verður engin upphæð nógu há til þess að afleiðingarnar verði skárri fyrir mig,“ segir Júlía. „Enginn dómur sem hann er að fara að fá breytir neinu um þau áhrif sem þetta hafði á mig.“ Lögmaður mannsins, sem vildi ekki tjá sig um málið við Kastljós, segir hann neita sök. Júlía segist til að byrja með hafa reynt að fá manninn til gangast við brotinu en hann ekki gert það. Hún segir að einlæg afsökunarbeiðni hefði á sínum tíma verið nóg. Júlía segist í viðtalinu ekki vilja nota hugtakið hefndarklám, sem gefi til kynna að fórnarlambið hafi gert eitthvað til að eiga þetta skilið. Gísli Tryggvason, lögmaður Júlíu, stingur upp á að nota hugtakið „vefrænt kynferðisbrot“ yfir brot sem þessi. Þess ber að geta að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp, sem þingmenn Bjartrar framtíðar lögðu fyrst fram í fyrra, um að hægt verði að refsa fyrir hefndarklám með allt að tveggja ára fangelsisdómi.
Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent