Þremur fjórðu Bandaríkjamanna skipað að halda sig heima Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. mars 2020 22:56 Ástandið er einna verst í New York-ríki. Vísir/Getty Um það bil þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum lúta nú, eða þurfa á næstu dögum að lúta, einhvers konar formi af samkomubanni. Ríki Bandaríkjanna eru nú flest hver farin að grípa til aðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. Þetta kemur fram í frétt BBC. Þar segir að Maryland, Virginia, Airzona og Tennessee hafi nýverið bæst í hóp þeirra ríkja sem skipað hafa íbúum sínum að halda sig heima fyrir. Alls hafa nú 32 af 50 ríkjum Bandaríkjanna gripið til svipaðra ráðstafana. Yfir 180 þúsund tilfelli veirunnar hafa nú greinst og yfir 3700 látið lífið. Hvergi hafa fleiri tilfelli greinst en í Bandaríkjunum. Faraldurinn hefur farið verst með New York-ríki, en þar hafa 1550 manns látið lífið. Um 245 milljónum Bandaríkjamanna hefur nú verið skipað að halda sig heima, eða eru í þann mund að fara að fá tilmæli um slíkt frá yfirvöldum í sínu ríki. Almennt er fólki þannig bannað að fara út, nema það sé til þess að sækja sér nauðsynjar, lyf og mögulega til hreyfingar. Þá hafa efnahagsáhrif faraldursins í Bandaríkjunum verið gríðarleg og milljónir manna þegar misst vinnuna. Seðlabanki Bandaríkjanna gerir þá ráð fyrir því að allt að 47 milljónir Bandaríkjamanna verði af störfum sínum á næstu mánuðum. Þá er ekki gert ráð fyrir að faraldurinn nái hámarki í Bandaríkjunum fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkrar vikur. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Vísir/Getty Ríkisstjórar undrandi á fullyrðingum forsetans Samkvæmt umfjöllun fréttastofu CBS átti Donald Trump Bandaríkjaforseti fjarfund með ríkisstjórum ríkjanna 50 í gær. Þar er hann sagður hafa fullyrt að ekki væri lengur skortur á prófum fyrir kórónuveirunni. CBS segjast hafa undir höndum hljóðupptöku frá fundinum. „Við höfum prófað fleiri en nokkuð annað ríki í heiminum. Við erum með frábær próf og erum að fá enn hraðvirkara próf í vikunni. Ég hef ekki heyrt af því að prófanir hafi verið vandamál,“ er haft eftir forsetanum. Þetta samrýmist þó ekki upplifun nokkurra ríkisstjóra sem BBC vitnar í. Einn þeirra er Steve Bullock, ríkisstjóri Montana. Hann segir að sá fjöldi prófa sem til eru í ríkinu sé ekki fullnægjandi. „Við erum bókstaflega einum degi frá því, ef við fáum ekki próf frá Sóttvarnanefnd Bandaríkjanna, að geta ekki prófað meira í Montana.“ Ríkisstjóri Washington, Jay Inslee, furðar sig á fullyrðingum Trump um fjölda prófa sem fyrir hendi eru. Jay Inslee, ríkisstjóri Washington, trúir því ekki að Trump viti ekki af skorti á prófum.Vísir/Getty „Það kemur mér verulega á óvart að einhver sem hefur aðgang að hvaða dagblaði sem er, útvarpi, samfélagsmiðlum eða öðru formi samskipta skuli ekki vita af þessum skorti á prófum. Ég er handviss um að Hvíta húsið veit fullvel af þessari brýnu þörf fyrir fleiri próf,“ segir Inslee. Segir minnst tíu fyrirtæki nú framleiða öndunarvélar Trump sagði í gær að Bandaríkin væru í góðri stöðu til að takast á við faraldurinn, og átti þá við þann fjölda öndunarvéla sem til eru í landinu til þess að taka á móti þeim COVID-19 sjúklingum sem mesta umönnun þurfa. Hann sagði að minnst tíu bandarísk fyrirtæki ynnu nú að framleiðslu á öndunarvélum, og að sumar þessara véla kynnu jafnvel að vera seldar úr landi. Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna víðs vegar um Bandaríkin hefur kvartað undan skorti á mikilvægum heilbrigðisvörum á borð við grímur og hanska, sem nota þarf til þess að draga úr smithættu þegar COVID-sjúklingar eru meðhöndlaðir. Sjálfur hefur Trump sakað einhverja ríkisstjóra um að hamstra slíkar vörur. Hann hefur þó ekki fært fram nein sönnunargögn fyrir þeirri ásökun. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Um það bil þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum lúta nú, eða þurfa á næstu dögum að lúta, einhvers konar formi af samkomubanni. Ríki Bandaríkjanna eru nú flest hver farin að grípa til aðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. Þetta kemur fram í frétt BBC. Þar segir að Maryland, Virginia, Airzona og Tennessee hafi nýverið bæst í hóp þeirra ríkja sem skipað hafa íbúum sínum að halda sig heima fyrir. Alls hafa nú 32 af 50 ríkjum Bandaríkjanna gripið til svipaðra ráðstafana. Yfir 180 þúsund tilfelli veirunnar hafa nú greinst og yfir 3700 látið lífið. Hvergi hafa fleiri tilfelli greinst en í Bandaríkjunum. Faraldurinn hefur farið verst með New York-ríki, en þar hafa 1550 manns látið lífið. Um 245 milljónum Bandaríkjamanna hefur nú verið skipað að halda sig heima, eða eru í þann mund að fara að fá tilmæli um slíkt frá yfirvöldum í sínu ríki. Almennt er fólki þannig bannað að fara út, nema það sé til þess að sækja sér nauðsynjar, lyf og mögulega til hreyfingar. Þá hafa efnahagsáhrif faraldursins í Bandaríkjunum verið gríðarleg og milljónir manna þegar misst vinnuna. Seðlabanki Bandaríkjanna gerir þá ráð fyrir því að allt að 47 milljónir Bandaríkjamanna verði af störfum sínum á næstu mánuðum. Þá er ekki gert ráð fyrir að faraldurinn nái hámarki í Bandaríkjunum fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkrar vikur. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Vísir/Getty Ríkisstjórar undrandi á fullyrðingum forsetans Samkvæmt umfjöllun fréttastofu CBS átti Donald Trump Bandaríkjaforseti fjarfund með ríkisstjórum ríkjanna 50 í gær. Þar er hann sagður hafa fullyrt að ekki væri lengur skortur á prófum fyrir kórónuveirunni. CBS segjast hafa undir höndum hljóðupptöku frá fundinum. „Við höfum prófað fleiri en nokkuð annað ríki í heiminum. Við erum með frábær próf og erum að fá enn hraðvirkara próf í vikunni. Ég hef ekki heyrt af því að prófanir hafi verið vandamál,“ er haft eftir forsetanum. Þetta samrýmist þó ekki upplifun nokkurra ríkisstjóra sem BBC vitnar í. Einn þeirra er Steve Bullock, ríkisstjóri Montana. Hann segir að sá fjöldi prófa sem til eru í ríkinu sé ekki fullnægjandi. „Við erum bókstaflega einum degi frá því, ef við fáum ekki próf frá Sóttvarnanefnd Bandaríkjanna, að geta ekki prófað meira í Montana.“ Ríkisstjóri Washington, Jay Inslee, furðar sig á fullyrðingum Trump um fjölda prófa sem fyrir hendi eru. Jay Inslee, ríkisstjóri Washington, trúir því ekki að Trump viti ekki af skorti á prófum.Vísir/Getty „Það kemur mér verulega á óvart að einhver sem hefur aðgang að hvaða dagblaði sem er, útvarpi, samfélagsmiðlum eða öðru formi samskipta skuli ekki vita af þessum skorti á prófum. Ég er handviss um að Hvíta húsið veit fullvel af þessari brýnu þörf fyrir fleiri próf,“ segir Inslee. Segir minnst tíu fyrirtæki nú framleiða öndunarvélar Trump sagði í gær að Bandaríkin væru í góðri stöðu til að takast á við faraldurinn, og átti þá við þann fjölda öndunarvéla sem til eru í landinu til þess að taka á móti þeim COVID-19 sjúklingum sem mesta umönnun þurfa. Hann sagði að minnst tíu bandarísk fyrirtæki ynnu nú að framleiðslu á öndunarvélum, og að sumar þessara véla kynnu jafnvel að vera seldar úr landi. Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna víðs vegar um Bandaríkin hefur kvartað undan skorti á mikilvægum heilbrigðisvörum á borð við grímur og hanska, sem nota þarf til þess að draga úr smithættu þegar COVID-sjúklingar eru meðhöndlaðir. Sjálfur hefur Trump sakað einhverja ríkisstjóra um að hamstra slíkar vörur. Hann hefur þó ekki fært fram nein sönnunargögn fyrir þeirri ásökun.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira