Lestrarátakið Tími til að lesa: Stefna að nýju heimsmeti í lestri Atli Ísleifsson skrifar 1. apríl 2020 07:11 Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Vísir/Sigurjón Mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypir í dag af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður. Lestrarverkefnið kallast Tími til að lesa og er rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason sérstakur talsmaður verkefnisins. Er heiti verkefnisins sagt vera dregið af aðstæðunum sem nú eru uppi, þar sem margir hafi meiri tíma en áður til að lesa og þörfin fyrir hugarleikfimi hefur sjaldan verið meiri. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að árangurinn sé mældur í tíma, þar sem Íslendingar séu hvattir til að skrá allan sinn lestur á vefsíðunni timitiladlesa.is. „Þar geta þátttakendur líka fylgst með sameiginlegum lestri þjóðarinnar frá degi til dags. Á næstu fjórum vikum munu þar safnast upp ýmsar upplýsingar um lestur, hugmyndir að lesefni fyrir ólíka aldurshópa, hvatningarmyndbönd frá rithöfundum og öðrum sem segja okkur hvað og hvar þeim finnst gaman að lesa. Merki verkefnisins, Tími til að lesa.Menntamálaráðuneytið Verkefnið mun standa til 30. apríl og að því loknu munum við freista þess að fá afraksturinn skráðan í Heimsmetabók Guinness. Slíkt hefur ekki verið gert áður og því yrði hér um að ræða fyrsta heimsmet sinnar tegundar. Metið gæti orðið viðmið annarra þjóða, eða okkar sjálfra til að bæta með tíð og tíma. Umgjörð og útlit verkefnisins tekur mið af markmiðinu, þar sem ætlunin er að virkja keppnisskap þjóðarinnar. Merki verkefnisins svipar til merkja íþróttafélaga, keppnistreyjur verða veittar heppnum þátttakendum í lok verkefnisins og leitað verður samstarfs víða til að virkja sem flesta. Ef vel tekst til, gæti verkefnið orðið góður vitnisburður bókaþjóðarinnar Íslendinga um allan heim,“ segir í tilkynningunni. Bókmenntir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypir í dag af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður. Lestrarverkefnið kallast Tími til að lesa og er rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason sérstakur talsmaður verkefnisins. Er heiti verkefnisins sagt vera dregið af aðstæðunum sem nú eru uppi, þar sem margir hafi meiri tíma en áður til að lesa og þörfin fyrir hugarleikfimi hefur sjaldan verið meiri. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að árangurinn sé mældur í tíma, þar sem Íslendingar séu hvattir til að skrá allan sinn lestur á vefsíðunni timitiladlesa.is. „Þar geta þátttakendur líka fylgst með sameiginlegum lestri þjóðarinnar frá degi til dags. Á næstu fjórum vikum munu þar safnast upp ýmsar upplýsingar um lestur, hugmyndir að lesefni fyrir ólíka aldurshópa, hvatningarmyndbönd frá rithöfundum og öðrum sem segja okkur hvað og hvar þeim finnst gaman að lesa. Merki verkefnisins, Tími til að lesa.Menntamálaráðuneytið Verkefnið mun standa til 30. apríl og að því loknu munum við freista þess að fá afraksturinn skráðan í Heimsmetabók Guinness. Slíkt hefur ekki verið gert áður og því yrði hér um að ræða fyrsta heimsmet sinnar tegundar. Metið gæti orðið viðmið annarra þjóða, eða okkar sjálfra til að bæta með tíð og tíma. Umgjörð og útlit verkefnisins tekur mið af markmiðinu, þar sem ætlunin er að virkja keppnisskap þjóðarinnar. Merki verkefnisins svipar til merkja íþróttafélaga, keppnistreyjur verða veittar heppnum þátttakendum í lok verkefnisins og leitað verður samstarfs víða til að virkja sem flesta. Ef vel tekst til, gæti verkefnið orðið góður vitnisburður bókaþjóðarinnar Íslendinga um allan heim,“ segir í tilkynningunni.
Bókmenntir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira