Johnson segir Breta ekki þurfa að samræma sig evrópskum reglum Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2020 12:06 Frá Dover-höfn á Suður-Englandi. Framundan eru erfiðar viðræður Breta og ESB um viðskiptasamband þeirra. AP/Matt Dunham Fríverslunarsamningur á milli Bretlands og Evrópusambandsins þarf ekki að fela í sér að Bretar gangist undir evrópskar reglur, að mati Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Á sama tíma gerir Evrópusambandið kröfu um samkomulag um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir séu forsenda fríverslunarsamnings. Bretar urðu fyrsta þjóðin til að ganga úr Evrópusambandinu á föstudagskvöld. Johnson lýsti afstöðu sinni til viðræðna um viðskiptasamband Breta við Evrópusambandið sem nú standa fyrir dyrum í ræðu í London í dag. Þar sagðist hann sækjast efir fríverslunarsamningi en að hann væri ekki tilbúinn að greiða hann hvaða verði sem er. „Það er engin þörf á því að fríverslunarsamningur feli í sér að taka við reglum ESB um samkeppnisstefnu, ríkisstyrki, félagslega vernd, umhverfið eða neitt slíkt, ekkert frekar en að ESB ætti að vera skyldugt til að gangist undir breskar reglur,“ sagði Johnson sem hét því að breskt regluverð yrði að minnsta kosti jafngott og það evrópska, ef ekki betra. Johnson varaði við því að nú fjari undan fríverslun í heiminum og vísaði til viðskiptastríðs Bandaríkjanna, Kína og Evrópusambandsins.AP/Paul Ellis Viðræðurnar eiga að hefjast í næsta mánuði en evrópskir leiðtogar eru sagðir uggandi yfir því hversu skammur tími er til stefnu. Takist samningar ekki fyrir árslok taka innflutningsgjöld og tollar þegar gildi. „Valið er afgerandi ekki á milli „samnings eða einskis samnings“. Spurningin er hvort við semjum um viðskiptasamband við Evrópusambandið sem er sambærilegt við Kanada eða líkara Ástralíu,“ sagði Johnson. AP-fréttastofan segir að verði samband Bretlands við Evrópusambandið í anda þess ástralska þýði það ný innflutningsgjöld og aðrar viðskiptahömlur. Kanadíski fríverslunarsamningurinn við sambandið útrýmdi tollum á flestar vörur. Meiri hömlur eru þó á bankaþjónustu sem er Bretum sérstaklega mikilvæg, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sá samningur var um sjö ár í smíðum. Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, tengdi aðgang Breta að innri markaði sambandsins við aðgang evrópska fiskiskipa að breskum miðum í dag. Enginn fríverslunarsamningur yrði gerður nema Bretar samþykktu gagnkvæm skipti á fiskveiðiheimildum. Samið yrði um þetta tvennt samhliða. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fríverslunarsamningur á milli Bretlands og Evrópusambandsins þarf ekki að fela í sér að Bretar gangist undir evrópskar reglur, að mati Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Á sama tíma gerir Evrópusambandið kröfu um samkomulag um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir séu forsenda fríverslunarsamnings. Bretar urðu fyrsta þjóðin til að ganga úr Evrópusambandinu á föstudagskvöld. Johnson lýsti afstöðu sinni til viðræðna um viðskiptasamband Breta við Evrópusambandið sem nú standa fyrir dyrum í ræðu í London í dag. Þar sagðist hann sækjast efir fríverslunarsamningi en að hann væri ekki tilbúinn að greiða hann hvaða verði sem er. „Það er engin þörf á því að fríverslunarsamningur feli í sér að taka við reglum ESB um samkeppnisstefnu, ríkisstyrki, félagslega vernd, umhverfið eða neitt slíkt, ekkert frekar en að ESB ætti að vera skyldugt til að gangist undir breskar reglur,“ sagði Johnson sem hét því að breskt regluverð yrði að minnsta kosti jafngott og það evrópska, ef ekki betra. Johnson varaði við því að nú fjari undan fríverslun í heiminum og vísaði til viðskiptastríðs Bandaríkjanna, Kína og Evrópusambandsins.AP/Paul Ellis Viðræðurnar eiga að hefjast í næsta mánuði en evrópskir leiðtogar eru sagðir uggandi yfir því hversu skammur tími er til stefnu. Takist samningar ekki fyrir árslok taka innflutningsgjöld og tollar þegar gildi. „Valið er afgerandi ekki á milli „samnings eða einskis samnings“. Spurningin er hvort við semjum um viðskiptasamband við Evrópusambandið sem er sambærilegt við Kanada eða líkara Ástralíu,“ sagði Johnson. AP-fréttastofan segir að verði samband Bretlands við Evrópusambandið í anda þess ástralska þýði það ný innflutningsgjöld og aðrar viðskiptahömlur. Kanadíski fríverslunarsamningurinn við sambandið útrýmdi tollum á flestar vörur. Meiri hömlur eru þó á bankaþjónustu sem er Bretum sérstaklega mikilvæg, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sá samningur var um sjö ár í smíðum. Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, tengdi aðgang Breta að innri markaði sambandsins við aðgang evrópska fiskiskipa að breskum miðum í dag. Enginn fríverslunarsamningur yrði gerður nema Bretar samþykktu gagnkvæm skipti á fiskveiðiheimildum. Samið yrði um þetta tvennt samhliða.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira