Tryggja á að transbörn geti stundað íþróttir til jafns við önnur börn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2020 22:47 Áætlunin gildir til ársins 2030 en þar er meðal annars stefnt að því að minnst 70 prósent barna og unglinga stundi reglulega hreyfingu og íþróttir í skipulögðu starfi. Vísir/Vilhelm Ný stefna í íþróttamálum Reykjavíkur sem gildir til ársins 2030 var samþykkt í borgarstjórn í dag. Áætlunin hefur verið í vinnslu í rúmt ár og hafa borgaryfirvöld verið í nánu samstarfi við íþróttahreyfingar í borginni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þau atriði sem lögð er áhersla á eru meðal annars að minnst 70 prósent borgarbúa hreyfi sig rösklega í þrjátíu mínútur þrisvar í viku, að minnst 70 prósent barna og unglinga stundi íþróttir og hreyfingu í skipulögðu starfi og að meirihluti íslenskra þátttakenda á stórmótum komi frá reykvískum félögum. Þá er stefnt á að minnst 40 prósent félaga í efstu deildum hópíþrótta verði reykvískt, að tímanýting íþróttahúsa á milli 8 og 22 á virkum dögum verði minnst 70 prósent og að minnst 90 prósent íþróttafélaga sem eru með barna og unglingastarf séu fyrirmyndafélög ÍSÍ. Talið er mikilvægt að uppbygging íþróttamannvirkja sé tryggð og að tryggt sé við endurbætur á þeim að aðgengi fyrir alla sé að mannvirkjunum. Styðja þurfi við aukna þátttöku aldraðra og gæta þurfi að því að aðstaða í mannvirkjum og á grænum svæðum geti nýst þeim til hreyfingar og íþróttaiðkunar. Mikil áhersla er lögð á að öll börn og unglingar hafi tækifæri til að þroskast og eflast í fjölbreyttu og aðgengilegu íþróttastarfi. Þá þurfi sérstaklega að huga að stuðningi við börn efnaminni foreldra og tryggja fræðslu þjálfara til að mæta þörfum ólíkra barna. Þá á sérstaklega að tryggja að fötluð börn njóti sérstaks stuðnings og fái sömu tækifæri og önnur börn sem og að tryggja á að transbörn geti stundað skipulagðar íþróttir til jafns við önnur börn. Þá hefur verið gerð áætlun til að stuðla að því að íþróttafélögin vaxi og dafni, að rekstrarumgjörð þeirra sé skýr og að þau uppfylli faglegar kröfur sem gerða þarf til grunnstarfsemi þeirra. Þá er gerð krafa um að öll félög verði með virkar siðareglur, eineltis- og jafnréttisáætlanir, sem og áætlanir um viðbrögð við hvers kyns ofbeldi. Íþróttir Reykjavík Jafnréttismál Hinsegin Börn og uppeldi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Ný stefna í íþróttamálum Reykjavíkur sem gildir til ársins 2030 var samþykkt í borgarstjórn í dag. Áætlunin hefur verið í vinnslu í rúmt ár og hafa borgaryfirvöld verið í nánu samstarfi við íþróttahreyfingar í borginni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þau atriði sem lögð er áhersla á eru meðal annars að minnst 70 prósent borgarbúa hreyfi sig rösklega í þrjátíu mínútur þrisvar í viku, að minnst 70 prósent barna og unglinga stundi íþróttir og hreyfingu í skipulögðu starfi og að meirihluti íslenskra þátttakenda á stórmótum komi frá reykvískum félögum. Þá er stefnt á að minnst 40 prósent félaga í efstu deildum hópíþrótta verði reykvískt, að tímanýting íþróttahúsa á milli 8 og 22 á virkum dögum verði minnst 70 prósent og að minnst 90 prósent íþróttafélaga sem eru með barna og unglingastarf séu fyrirmyndafélög ÍSÍ. Talið er mikilvægt að uppbygging íþróttamannvirkja sé tryggð og að tryggt sé við endurbætur á þeim að aðgengi fyrir alla sé að mannvirkjunum. Styðja þurfi við aukna þátttöku aldraðra og gæta þurfi að því að aðstaða í mannvirkjum og á grænum svæðum geti nýst þeim til hreyfingar og íþróttaiðkunar. Mikil áhersla er lögð á að öll börn og unglingar hafi tækifæri til að þroskast og eflast í fjölbreyttu og aðgengilegu íþróttastarfi. Þá þurfi sérstaklega að huga að stuðningi við börn efnaminni foreldra og tryggja fræðslu þjálfara til að mæta þörfum ólíkra barna. Þá á sérstaklega að tryggja að fötluð börn njóti sérstaks stuðnings og fái sömu tækifæri og önnur börn sem og að tryggja á að transbörn geti stundað skipulagðar íþróttir til jafns við önnur börn. Þá hefur verið gerð áætlun til að stuðla að því að íþróttafélögin vaxi og dafni, að rekstrarumgjörð þeirra sé skýr og að þau uppfylli faglegar kröfur sem gerða þarf til grunnstarfsemi þeirra. Þá er gerð krafa um að öll félög verði með virkar siðareglur, eineltis- og jafnréttisáætlanir, sem og áætlanir um viðbrögð við hvers kyns ofbeldi.
Íþróttir Reykjavík Jafnréttismál Hinsegin Börn og uppeldi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira