Getur Manchester City bjargað andliti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2020 15:00 Það reynir á Sergio Aguero og félaga í Manchester City á heimavelli Real Madrid í kvöld. Getty/Laurence Griffiths Liðin úr ensku úrvalsdeildinni hafa verið allt annað en sannfærandi í fyrri leikjum sínum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Stærsta áfallið var vissulega í gærkvöldi þegar Chelsea tapaði 3-0 á heimavelli sínum en bæði Liverpool og Tottenham töpuðu líka sínum leikjum. Uppskera þessara þriggja ensku liða eftir fyrri leikinn eru því þrjú töp í þremur leikjum, ekkert mark skorað og markatalan 0-5 þeim í óhag. Liverpool á heimaleikinn eftir og er því í bestu stöðunni af þessum þremur liðum því bæði Chelsea og Tottenham fara út með tap og útivallarmark/mörk á bakinu. Það heyrist ekki hátt í þeim sem halda því fram að enska úrvalsdeildin sé besta knattspyrnudeildin í Evrópu í dag en þær raddir voru háværar í vor þegar England átti bæði liðin í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Ensku liðin þrjú eru nú þau einu, af þeim tólf sem hafa spilað fyrri leikinn sinn, sem hafa ekki náð að skora mark í sextán liða úrslitunum í ár. Síðasta von ensku úrvalsdeildarinnar um hagstæð úrslit í fyrri hluta sextán liða úrslitanna er hjá Englandsmeisturum Manchester City sem heimsækja Real Madrid á Estadio Santiago Bernabéu í kvöld. Eftir 270 markalausar mínútur hjá ensku liðunum gæti útivallarmark á Bernabéu í kvöld skipt Manchester City miklu máli. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport og eftir leikina verða þeir gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum á sömu stöð. Leikur Lyon og Juventus verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.Markalausu liðin í fyrri leik sextán liða úrslitanna 2019-20: Liverpool, Englandi Tottenham, Englandi Chelsea, Englandi - öll hin liðin hafa skoraðEnsku liðin og 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar síðustu ár:2018-19 Fyrri leikir: 2 sigrar (Man. City og Tottenham), 1 jafntefli (Liverpool) og 1 tap (Man Utd). Marktalan í fyrri leikjum: +1 (5-4) Hverjir fóru áfram: 4 (Man.City, Liverpool, Tottenham og Man. United).2017-18 Fyrri leikir: 2 sigrar (Man. City og Liverpool) og 2 jafntefli (Tottenham, Man. Utd). Marktalan í fyrri leikjum: +9 (11-2) Hverjir fóru áfram: 3 (Man.City, Liverpool og Tottenham).2016-17 Fyrri leikir: 1 sigur (Man. City) og 2 töp (Arsenal, Leicester). Marktalan í fyrri leikjum: -3 (7-10) Hverjir fóru áfram: 1 (Leicester City).2015-16 Fyrri leikir: 1 sigur (Man. City) og 2 töp (Arsenal, Chelsea). Marktalan í fyrri leikjum: -1 (4-5) Hverjir fóru áfram: 1 (Manchester City).2014-15 Fyrri leikir: 1 jafntefli (Chelsea) og 2 töp (Man. City, Arsenal). Marktalan í fyrri leikjum: -3 (3-6) Hverjir fóru áfram: 0. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Liðin úr ensku úrvalsdeildinni hafa verið allt annað en sannfærandi í fyrri leikjum sínum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Stærsta áfallið var vissulega í gærkvöldi þegar Chelsea tapaði 3-0 á heimavelli sínum en bæði Liverpool og Tottenham töpuðu líka sínum leikjum. Uppskera þessara þriggja ensku liða eftir fyrri leikinn eru því þrjú töp í þremur leikjum, ekkert mark skorað og markatalan 0-5 þeim í óhag. Liverpool á heimaleikinn eftir og er því í bestu stöðunni af þessum þremur liðum því bæði Chelsea og Tottenham fara út með tap og útivallarmark/mörk á bakinu. Það heyrist ekki hátt í þeim sem halda því fram að enska úrvalsdeildin sé besta knattspyrnudeildin í Evrópu í dag en þær raddir voru háværar í vor þegar England átti bæði liðin í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Ensku liðin þrjú eru nú þau einu, af þeim tólf sem hafa spilað fyrri leikinn sinn, sem hafa ekki náð að skora mark í sextán liða úrslitunum í ár. Síðasta von ensku úrvalsdeildarinnar um hagstæð úrslit í fyrri hluta sextán liða úrslitanna er hjá Englandsmeisturum Manchester City sem heimsækja Real Madrid á Estadio Santiago Bernabéu í kvöld. Eftir 270 markalausar mínútur hjá ensku liðunum gæti útivallarmark á Bernabéu í kvöld skipt Manchester City miklu máli. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport og eftir leikina verða þeir gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum á sömu stöð. Leikur Lyon og Juventus verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.Markalausu liðin í fyrri leik sextán liða úrslitanna 2019-20: Liverpool, Englandi Tottenham, Englandi Chelsea, Englandi - öll hin liðin hafa skoraðEnsku liðin og 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar síðustu ár:2018-19 Fyrri leikir: 2 sigrar (Man. City og Tottenham), 1 jafntefli (Liverpool) og 1 tap (Man Utd). Marktalan í fyrri leikjum: +1 (5-4) Hverjir fóru áfram: 4 (Man.City, Liverpool, Tottenham og Man. United).2017-18 Fyrri leikir: 2 sigrar (Man. City og Liverpool) og 2 jafntefli (Tottenham, Man. Utd). Marktalan í fyrri leikjum: +9 (11-2) Hverjir fóru áfram: 3 (Man.City, Liverpool og Tottenham).2016-17 Fyrri leikir: 1 sigur (Man. City) og 2 töp (Arsenal, Leicester). Marktalan í fyrri leikjum: -3 (7-10) Hverjir fóru áfram: 1 (Leicester City).2015-16 Fyrri leikir: 1 sigur (Man. City) og 2 töp (Arsenal, Chelsea). Marktalan í fyrri leikjum: -1 (4-5) Hverjir fóru áfram: 1 (Manchester City).2014-15 Fyrri leikir: 1 jafntefli (Chelsea) og 2 töp (Man. City, Arsenal). Marktalan í fyrri leikjum: -3 (3-6) Hverjir fóru áfram: 0.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti