Evrópskir miðlar fjalla um gosið í Holuhrauni Bjarki Ármannsson skrifar 29. ágúst 2014 10:57 Frá Dyngjujökli, eða Dynjujökli eins og hann heitir í Noregi. Vísir/Friðrik Þór Erlendir miðlar hafa verið duglegir að flytja fréttir af jarðskjálftahrinunni við Bárðarbungu og eldgosið sem hófst í Holuhrauni í nótt hefur ratað inn á helstu fréttasíður Evrópu. Bresku miðlarnir BBC og The Guardian slá því upp að Veðurstofa hefur hækkað viðvörunarstig vegna flugs yfir eldstöðinni. Það skal engan undra að Bretar hafi áhyggjur af því hvort gosið hafi áhrif á flugumferð, en askan sem barst úr gosinu í Eyjafjallajökli vorið 2010 lamaði flugumferð í Bretlandi og víðar í Evrópu. Umfjöllun BBC nú í morgun er nokkuð ítarleg, tekið er viðtal við Björn Oddsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og myndir sem Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi við Cambridge og Íslandsmeistari í skylmingum, tók á vettvangi fylgja með. Frændur okkar Norðmenn gera gosinu skil og bæði Vg.no og Nrk.no sýna beint frá gosinu í gegnum vefmyndavél Mílu. Gert er grein fyrir því hvar nákvæmlega gýs, en athygli vekur að Vg.no talar um Dynjujökul en ekki Dyngjujökul. Danir virðast ekki hafa of miklar áhyggjur af gosinu ef marka má þarlendar fréttasíður. Á vef Jótlandspóstsins er sagt að gosið sé ekki mjög öflugt og að það sé ekki í líkingu við gosið í Eyjafjallajökli eða það sem nú stendur yfir í Papúa Nýju Gíneu. Sömuleiðis er á BT birt viðtal við Rikke Pedersen, forstöðumann Norrænu eldfjallastöðvarinnar, sem segir lesendum að vera rólegir þar sem litlar líkur séu á að öskuský myndist við gosið. Bárðarbunga Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Erlendir miðlar hafa verið duglegir að flytja fréttir af jarðskjálftahrinunni við Bárðarbungu og eldgosið sem hófst í Holuhrauni í nótt hefur ratað inn á helstu fréttasíður Evrópu. Bresku miðlarnir BBC og The Guardian slá því upp að Veðurstofa hefur hækkað viðvörunarstig vegna flugs yfir eldstöðinni. Það skal engan undra að Bretar hafi áhyggjur af því hvort gosið hafi áhrif á flugumferð, en askan sem barst úr gosinu í Eyjafjallajökli vorið 2010 lamaði flugumferð í Bretlandi og víðar í Evrópu. Umfjöllun BBC nú í morgun er nokkuð ítarleg, tekið er viðtal við Björn Oddsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og myndir sem Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi við Cambridge og Íslandsmeistari í skylmingum, tók á vettvangi fylgja með. Frændur okkar Norðmenn gera gosinu skil og bæði Vg.no og Nrk.no sýna beint frá gosinu í gegnum vefmyndavél Mílu. Gert er grein fyrir því hvar nákvæmlega gýs, en athygli vekur að Vg.no talar um Dynjujökul en ekki Dyngjujökul. Danir virðast ekki hafa of miklar áhyggjur af gosinu ef marka má þarlendar fréttasíður. Á vef Jótlandspóstsins er sagt að gosið sé ekki mjög öflugt og að það sé ekki í líkingu við gosið í Eyjafjallajökli eða það sem nú stendur yfir í Papúa Nýju Gíneu. Sömuleiðis er á BT birt viðtal við Rikke Pedersen, forstöðumann Norrænu eldfjallastöðvarinnar, sem segir lesendum að vera rólegir þar sem litlar líkur séu á að öskuský myndist við gosið.
Bárðarbunga Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira