Íhugar alvarlega að kæra Gylfa fyrir hatursáróður Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. ágúst 2014 12:59 Gylfi sakar Hinsegin daga um að kenna börnum að það sé eðlilegt að vera óeðlilegur. Vísir/Vilhelm/ANTON „Það fauk svolítið í mig þarna þegar ég sá ummælin hans,“ segir Kristín Sævarsdóttir, stjórnarmeðlimur Hinsegin Daga, sem íhugar nú að lögsækja tónlistarmanninn Gylfa Ægisson fyrir ærumeiðandi ummæli í garð samkynhneigðra. Kristín greindi frá þessu fyrst í færslu á Facebook-síðu sinni nú á miðvikudag þar sem hún sagðist „alvarlega vera að hugsa um að kæra Gylfa fyrir að vega að mannorði sínu og félaga sinna í Hinsegin dögum í Reykjavík með því að bendla þau við barnaníð og saka þau um heilaþvott.“ Færslan fékk töluverða athygli; á annað hundrað manns líkuðu við færsluna og rúmlega tuttugu manns lýstu stuðningi sínum við hugmyndina, þar á meðal Margrét Gauja Magnúsdóttir fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði og borgarfulltrúinn Björk Vilhelmsdóttir.Kristín vísar í færslu sinni í ummæli Gylfa, sem sjá má hér að neðan, þar sem tónlistarmaðurinn segir meðal annars að „Barnaníðingar sem misnota börn kynferðislega eru djöflar í mannsmynd sama hvaða trú þeir stunda“ í sömu anddrá og hann sakar Hinsegin daga um að hafa í skjóli yfirvalda heilaþvegið börn í fjölda ára.Ummæli Gylfa sem Kristín vísar í.„Það eru margir búnir að skora á mig að kæra Gyfla því það eru lög í landinu sem taka fyrir allan slíkan hatursáróður gegn ýmsum hópum,“ segir Kristín og vísar þar til 233 greinar almennra hegningarlaga. Þar stendur: [233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á [mann eða hóp manna]1) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, [kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar]1) sæti sektum …2) eða fangelsi allt að 2 árum.]3) Hún hefur þó ekki tekið endilega ákvörðun um hvort af ákærunni verður eða ekki. „En það sem situr eftir eru hvað þetta eru ljót skilaboð sem hann er að senda ungu fólki, þá bæði ungmennum sem eru að horfast í augu við að vera samkynhneigð og líka bara börnum sem eiga samkynhneigða ástvini,“ segir Kristín. Hún ætli að hugsa málið í góðu tómi áður en næstu skref verða tekin í málinu. „Það er svo mikið hatur þarna og heift að kannski er ekkert sniðugt að vera að ýfa þetta upp með því að beina athygli að þessum ummælum.“Gylfi íhugaði að leggja fram kæru í fyrraÞetta er ekki í fyrsta sinn sem málaferli hafa borist í tal í tengslum við Gleðigönguna en Gylfi Ægisson íhugaði sjálfur að leggja fram kæru á hendur Hinsegin daga í fyrra eins og frægt er orðið. Frá því greindi hann á Facebook-síðu sinni í september á síðasta ári og sagði hann kæruna lagða fram vegna „klámfenginna orða sem áttu að hafa borist í eyru lítilla barna á Gay Pride 2013“. Meðal sönnunargagna sem Gylfi lagði fram voru ljósmyndir frá hátíðinni og skrif einstaklings sem Gylfi segir að hafi „farið með börnin sín burt frá ósómanum“. Þá sýndi Gylfi einnig ljósmynd af karlmanni í leðurbuxum „opnum að framan og sást í brókina og falið typpið þar bak við“ Kristín blæs á allt tal um klámvæðingu á Hinsegin dögum. „Það er miklu meiri klámvæðing í öllum tónlistarmyndböndum sem þú finnur á netinu og í fjölmiðlum. Þetta er auðvitað bara gleðiganga og fjölskylduviðburður fyrir alla aldurshópa þannig að mér finnast þessi ummælin hans algjörlega skot fyrir neðan mitti.“ Facebook-færslu Kristínar má sjá hér að neðan. Post by Kristín Sævarsdóttir. Hinsegin Tengdar fréttir „Vona að ástvinir skilji síðar að ég er að berjast fyrir réttlæti“ "Ég hef ekkert á móti þessari göngu, og ég hef ekkert á móti hommum og lesbíum," segir Gylfi Ægisson tónlistarmaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu vikum vegna afstöðu sinnar til Hinsegin daga. 11. september 2013 16:33 Gylfi Ægisson kærir vegna gleðigöngu Segist fá vikufrest frá lögreglu til að afla frekari sönnunargagna. 11. september 2013 06:45 Gylfi kærir rangan aðila Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakana 78, segir kæru Gylfa Ægissonar ekki svaraverða. 11. september 2013 10:53 „Orðið helvíti hart þegar farið er að troða typpasleikjóum upp í börnin.“ Gylfi Ægisson í viðtali við Harmageddon. 9. október 2013 12:46 Lögreglan neitar að rannsaka kæru Gylfa Gylfi Ægisson tónlistarmaður kærði Hinsegin daga en fór bónleiður til búðar – lögreglan ætlar ekkert að aðhafast í málinu. 28. nóvember 2013 14:57 Gylfi gerði mistök en kærði rétt Gylfi segist hafa farið með rangt mál en lagt fram kæru gegn Hinsegin dögum. 11. september 2013 13:17 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira
„Það fauk svolítið í mig þarna þegar ég sá ummælin hans,“ segir Kristín Sævarsdóttir, stjórnarmeðlimur Hinsegin Daga, sem íhugar nú að lögsækja tónlistarmanninn Gylfa Ægisson fyrir ærumeiðandi ummæli í garð samkynhneigðra. Kristín greindi frá þessu fyrst í færslu á Facebook-síðu sinni nú á miðvikudag þar sem hún sagðist „alvarlega vera að hugsa um að kæra Gylfa fyrir að vega að mannorði sínu og félaga sinna í Hinsegin dögum í Reykjavík með því að bendla þau við barnaníð og saka þau um heilaþvott.“ Færslan fékk töluverða athygli; á annað hundrað manns líkuðu við færsluna og rúmlega tuttugu manns lýstu stuðningi sínum við hugmyndina, þar á meðal Margrét Gauja Magnúsdóttir fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði og borgarfulltrúinn Björk Vilhelmsdóttir.Kristín vísar í færslu sinni í ummæli Gylfa, sem sjá má hér að neðan, þar sem tónlistarmaðurinn segir meðal annars að „Barnaníðingar sem misnota börn kynferðislega eru djöflar í mannsmynd sama hvaða trú þeir stunda“ í sömu anddrá og hann sakar Hinsegin daga um að hafa í skjóli yfirvalda heilaþvegið börn í fjölda ára.Ummæli Gylfa sem Kristín vísar í.„Það eru margir búnir að skora á mig að kæra Gyfla því það eru lög í landinu sem taka fyrir allan slíkan hatursáróður gegn ýmsum hópum,“ segir Kristín og vísar þar til 233 greinar almennra hegningarlaga. Þar stendur: [233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á [mann eða hóp manna]1) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, [kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar]1) sæti sektum …2) eða fangelsi allt að 2 árum.]3) Hún hefur þó ekki tekið endilega ákvörðun um hvort af ákærunni verður eða ekki. „En það sem situr eftir eru hvað þetta eru ljót skilaboð sem hann er að senda ungu fólki, þá bæði ungmennum sem eru að horfast í augu við að vera samkynhneigð og líka bara börnum sem eiga samkynhneigða ástvini,“ segir Kristín. Hún ætli að hugsa málið í góðu tómi áður en næstu skref verða tekin í málinu. „Það er svo mikið hatur þarna og heift að kannski er ekkert sniðugt að vera að ýfa þetta upp með því að beina athygli að þessum ummælum.“Gylfi íhugaði að leggja fram kæru í fyrraÞetta er ekki í fyrsta sinn sem málaferli hafa borist í tal í tengslum við Gleðigönguna en Gylfi Ægisson íhugaði sjálfur að leggja fram kæru á hendur Hinsegin daga í fyrra eins og frægt er orðið. Frá því greindi hann á Facebook-síðu sinni í september á síðasta ári og sagði hann kæruna lagða fram vegna „klámfenginna orða sem áttu að hafa borist í eyru lítilla barna á Gay Pride 2013“. Meðal sönnunargagna sem Gylfi lagði fram voru ljósmyndir frá hátíðinni og skrif einstaklings sem Gylfi segir að hafi „farið með börnin sín burt frá ósómanum“. Þá sýndi Gylfi einnig ljósmynd af karlmanni í leðurbuxum „opnum að framan og sást í brókina og falið typpið þar bak við“ Kristín blæs á allt tal um klámvæðingu á Hinsegin dögum. „Það er miklu meiri klámvæðing í öllum tónlistarmyndböndum sem þú finnur á netinu og í fjölmiðlum. Þetta er auðvitað bara gleðiganga og fjölskylduviðburður fyrir alla aldurshópa þannig að mér finnast þessi ummælin hans algjörlega skot fyrir neðan mitti.“ Facebook-færslu Kristínar má sjá hér að neðan. Post by Kristín Sævarsdóttir.
Hinsegin Tengdar fréttir „Vona að ástvinir skilji síðar að ég er að berjast fyrir réttlæti“ "Ég hef ekkert á móti þessari göngu, og ég hef ekkert á móti hommum og lesbíum," segir Gylfi Ægisson tónlistarmaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu vikum vegna afstöðu sinnar til Hinsegin daga. 11. september 2013 16:33 Gylfi Ægisson kærir vegna gleðigöngu Segist fá vikufrest frá lögreglu til að afla frekari sönnunargagna. 11. september 2013 06:45 Gylfi kærir rangan aðila Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakana 78, segir kæru Gylfa Ægissonar ekki svaraverða. 11. september 2013 10:53 „Orðið helvíti hart þegar farið er að troða typpasleikjóum upp í börnin.“ Gylfi Ægisson í viðtali við Harmageddon. 9. október 2013 12:46 Lögreglan neitar að rannsaka kæru Gylfa Gylfi Ægisson tónlistarmaður kærði Hinsegin daga en fór bónleiður til búðar – lögreglan ætlar ekkert að aðhafast í málinu. 28. nóvember 2013 14:57 Gylfi gerði mistök en kærði rétt Gylfi segist hafa farið með rangt mál en lagt fram kæru gegn Hinsegin dögum. 11. september 2013 13:17 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira
„Vona að ástvinir skilji síðar að ég er að berjast fyrir réttlæti“ "Ég hef ekkert á móti þessari göngu, og ég hef ekkert á móti hommum og lesbíum," segir Gylfi Ægisson tónlistarmaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu vikum vegna afstöðu sinnar til Hinsegin daga. 11. september 2013 16:33
Gylfi Ægisson kærir vegna gleðigöngu Segist fá vikufrest frá lögreglu til að afla frekari sönnunargagna. 11. september 2013 06:45
Gylfi kærir rangan aðila Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakana 78, segir kæru Gylfa Ægissonar ekki svaraverða. 11. september 2013 10:53
„Orðið helvíti hart þegar farið er að troða typpasleikjóum upp í börnin.“ Gylfi Ægisson í viðtali við Harmageddon. 9. október 2013 12:46
Lögreglan neitar að rannsaka kæru Gylfa Gylfi Ægisson tónlistarmaður kærði Hinsegin daga en fór bónleiður til búðar – lögreglan ætlar ekkert að aðhafast í málinu. 28. nóvember 2013 14:57
Gylfi gerði mistök en kærði rétt Gylfi segist hafa farið með rangt mál en lagt fram kæru gegn Hinsegin dögum. 11. september 2013 13:17