„Þetta var ógurlega tignarlegt“ Hrund Þórsdóttir skrifar 29. ágúst 2014 10:34 Þorsteinn Jónsson, tæknimaður hjá Jarðvísindastofnun Íslands, segir gosið hafa verið lítið en tignarlegt. Þorsteinn Jónsson, tæknimaður hjá Jarðvísindastofnun Íslands, hefur undanfarið dvalið í skálanum Dreka, rétt hjá Öskju, ásamt hópi vísindamanna frá Jarðvísindastofnun og Veðurstofunni. Tilgangurinn er að setja út skjálftamæla í kringum eldstöðina og fjölga gps mælum á svæðinu. „Við vorum vakin um miðnætti af Almannavörnum og beðin að fara inn eftir til að kanna hvort það það gæti verið komið gos, því það hefði sést á vefmyndavél. Við rukum bara af stað og horfðum á þetta gos. Það var mjög tignarlegt í smátíma, svona hefðbundið sprungugos,“ segir Þorsteinn. Hann segir sprunguna hafa verið um einn til einn og hálfur kílómetri á lengd. „Þetta var tignarlegt í smástund, svo sjatnaði það en rauk svo upp aftur og þetta gekk svona fram undir klukkan fjögur, þá var þetta eiginlega búið.“ Þorsteinn segir gosið hafa verið lítið en hann fylgdist með því úr aðeins um fimm kílómetra fjarlægð. „Við upplifðum ekki beint hræðslu en maður verður dálítið stressaður, þetta var ógurlega tignarlegt eins og alltaf þegar eldgos eru.“ Þegar Þorsteinn yfirgaf gossvæðið um klukkan hálfsex í morgun var gosinu sjálfu lokið en hann segir mikla gufu hafa stigið upp frá svæðinu. Óljóst er hvað tekur við hjá vísindamönnunum, sem nú eru í Dreka. „Við ætlum að reyna að klára eitthvað af þessum verkefnum sem við komum hingað til að sinna en svo er bara spurning hvað má og hvort það er eitthvað vit í því. Við eigum eftir að ráða ráðum okkar ásamt Almannavörnum og öðrum.“ Tengdar fréttir Eldgos hefur ekki áhrif á flugumferð "Við sjáum ekki á þessu stigi að þetta hafi áhrif á flug okkar. Hugsanlega yrðu minniháttar breytingar gerðar en ekki mikið meira en það.“ 29. ágúst 2014 02:42 Hraungos er hafið norðan Dyngjujökuls Vefmyndavél Mílu sýnir að líklega hafi kvika náð upp á yfirborðið. 29. ágúst 2014 01:00 Sérfræðingur Veðurstofunnar: Sprungan er nokkur hundruð metra löng "Það sem við vitum núna er að við höfum fengið staðfestingu um eldgos í gegnum vefmyndavélar ,“ segir Melissa Anne Pfeffer, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar, í samtali við Vísi í nótt en hún var stödd í höfuðstöðvum Veðurstofu Íslands. 29. ágúst 2014 02:31 Bein útsending frá eldgosinu í Holuhrauni Fylgjast má með gangi mála í vefmyndavél Mílu. 29. ágúst 2014 03:18 Sigkatlar gætu verið frá afboðaða gosinu á laugardag Líklegast er að bráð frá sigkötlum í Vatnajökli hafi runnið til Grímsvatna. Jarðvísindamenn útiloka ekki að ummerki séu komin fram frá því sem Veðurstofan taldi á laugardag vera eldgos. Kvika skríður áfram til Öskju. 29. ágúst 2014 17:00 Hér er gosið Myndin er unnin af Ingibjörgu Jónsdóttur hjá Jarðvísindastofnun upp úr gögnum NASA og USGS. 29. ágúst 2014 05:12 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Þorsteinn Jónsson, tæknimaður hjá Jarðvísindastofnun Íslands, hefur undanfarið dvalið í skálanum Dreka, rétt hjá Öskju, ásamt hópi vísindamanna frá Jarðvísindastofnun og Veðurstofunni. Tilgangurinn er að setja út skjálftamæla í kringum eldstöðina og fjölga gps mælum á svæðinu. „Við vorum vakin um miðnætti af Almannavörnum og beðin að fara inn eftir til að kanna hvort það það gæti verið komið gos, því það hefði sést á vefmyndavél. Við rukum bara af stað og horfðum á þetta gos. Það var mjög tignarlegt í smátíma, svona hefðbundið sprungugos,“ segir Þorsteinn. Hann segir sprunguna hafa verið um einn til einn og hálfur kílómetri á lengd. „Þetta var tignarlegt í smástund, svo sjatnaði það en rauk svo upp aftur og þetta gekk svona fram undir klukkan fjögur, þá var þetta eiginlega búið.“ Þorsteinn segir gosið hafa verið lítið en hann fylgdist með því úr aðeins um fimm kílómetra fjarlægð. „Við upplifðum ekki beint hræðslu en maður verður dálítið stressaður, þetta var ógurlega tignarlegt eins og alltaf þegar eldgos eru.“ Þegar Þorsteinn yfirgaf gossvæðið um klukkan hálfsex í morgun var gosinu sjálfu lokið en hann segir mikla gufu hafa stigið upp frá svæðinu. Óljóst er hvað tekur við hjá vísindamönnunum, sem nú eru í Dreka. „Við ætlum að reyna að klára eitthvað af þessum verkefnum sem við komum hingað til að sinna en svo er bara spurning hvað má og hvort það er eitthvað vit í því. Við eigum eftir að ráða ráðum okkar ásamt Almannavörnum og öðrum.“
Tengdar fréttir Eldgos hefur ekki áhrif á flugumferð "Við sjáum ekki á þessu stigi að þetta hafi áhrif á flug okkar. Hugsanlega yrðu minniháttar breytingar gerðar en ekki mikið meira en það.“ 29. ágúst 2014 02:42 Hraungos er hafið norðan Dyngjujökuls Vefmyndavél Mílu sýnir að líklega hafi kvika náð upp á yfirborðið. 29. ágúst 2014 01:00 Sérfræðingur Veðurstofunnar: Sprungan er nokkur hundruð metra löng "Það sem við vitum núna er að við höfum fengið staðfestingu um eldgos í gegnum vefmyndavélar ,“ segir Melissa Anne Pfeffer, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar, í samtali við Vísi í nótt en hún var stödd í höfuðstöðvum Veðurstofu Íslands. 29. ágúst 2014 02:31 Bein útsending frá eldgosinu í Holuhrauni Fylgjast má með gangi mála í vefmyndavél Mílu. 29. ágúst 2014 03:18 Sigkatlar gætu verið frá afboðaða gosinu á laugardag Líklegast er að bráð frá sigkötlum í Vatnajökli hafi runnið til Grímsvatna. Jarðvísindamenn útiloka ekki að ummerki séu komin fram frá því sem Veðurstofan taldi á laugardag vera eldgos. Kvika skríður áfram til Öskju. 29. ágúst 2014 17:00 Hér er gosið Myndin er unnin af Ingibjörgu Jónsdóttur hjá Jarðvísindastofnun upp úr gögnum NASA og USGS. 29. ágúst 2014 05:12 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Eldgos hefur ekki áhrif á flugumferð "Við sjáum ekki á þessu stigi að þetta hafi áhrif á flug okkar. Hugsanlega yrðu minniháttar breytingar gerðar en ekki mikið meira en það.“ 29. ágúst 2014 02:42
Hraungos er hafið norðan Dyngjujökuls Vefmyndavél Mílu sýnir að líklega hafi kvika náð upp á yfirborðið. 29. ágúst 2014 01:00
Sérfræðingur Veðurstofunnar: Sprungan er nokkur hundruð metra löng "Það sem við vitum núna er að við höfum fengið staðfestingu um eldgos í gegnum vefmyndavélar ,“ segir Melissa Anne Pfeffer, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar, í samtali við Vísi í nótt en hún var stödd í höfuðstöðvum Veðurstofu Íslands. 29. ágúst 2014 02:31
Bein útsending frá eldgosinu í Holuhrauni Fylgjast má með gangi mála í vefmyndavél Mílu. 29. ágúst 2014 03:18
Sigkatlar gætu verið frá afboðaða gosinu á laugardag Líklegast er að bráð frá sigkötlum í Vatnajökli hafi runnið til Grímsvatna. Jarðvísindamenn útiloka ekki að ummerki séu komin fram frá því sem Veðurstofan taldi á laugardag vera eldgos. Kvika skríður áfram til Öskju. 29. ágúst 2014 17:00
Hér er gosið Myndin er unnin af Ingibjörgu Jónsdóttur hjá Jarðvísindastofnun upp úr gögnum NASA og USGS. 29. ágúst 2014 05:12