Einar Kristinn Kristgeirsson, Magnús Finnsson og Sigurður Hauksson kepptu á stórsvigsmótum í Trysil í Noregi í dag.
Einar Kristinn hafnaði í 25. sæti í fyrra mótinu en fyrri ferð hans var sérstaklega góð. Hann var 61. í rásröðini en var í 24. sæti eftir fyrri ferðina. Hann fékk 55 FIS punkta fyrir árangur sinn sem er aðeins frá hans besta. Einar Kristinn lauk ekki keppni á síðara mótinu.
Unglingalandsliðsmaðurinn Magnús Finnsson hafnaði í 40. sæti í fyrra mótinu og fékk 93 FIS punkta. Hann lauk ekki keppni á síðara mótinu. Sigurður Hauksson var einnig á meðal þátttakenda á mótunum en tókst ekki að skila sér í mark.
Á morgun munu íslenskar skíðakonur keppa á tveimur stórsvigsmótum á sama stað. Hægt verður að fylgjast með gangi mála á mótunum hér.
