„Hvorki ég né Ríkisútvarpið höfum nokkuð að fela“ Kristján Hjálmarsson skrifar 10. desember 2013 11:34 Kristín Harpa Hálfdánardóttir, yfirmaður íþróttadeildar RÚV. Mynd/Vilhelm „Ég var bara beðin um að vera staðarhaldari hér. Ég borga ekki leigu en ég borga hlunnindi af þessu," segir Kristín Harpa Hálfdánardóttir, yfirmaður íþróttadeildar RÚV. Eins og fram kom á DV og Vísi í morgun býr Kristín í húsi í eigu Ríkisútvarpsins á Vatnsendahæð. Kristín segist ekki vita hversu mikið hún borgar í hlunnindaskatt. „Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta er mikið. Það er fagaðili sem skilar inn skattskýrslunni fyrir mig og ég hef ekki hugmynd um hver talan er.“ Kristín er ekki skráð með lögheimili í húsinu á Vatnsendahæð. Hún segir ástæðuna vera þá að pósturinn er ekki borinn þar út og því sé hún skráð með lögheimili hjá foreldrum sínum sem búi í næsta nágrenni. „Það var mun þægilegra að vera með lögheimili skráð þar og fá póstinn þangað en að fá pósthólf og standa í veseni. Þetta er sama póstnúmer og sama skólahverfi fyrir börnin,“ segir Kristín. Kristín segir aðeins lítinn hluta af húsnæðinu á Vatnsendahæð vera íbúð. „Ég fylgist með hinum hlutanum og svo er dísilvél sem þarf að fylgjast með og starta reglulega,“ segir Kristín. Aðspurð hvort það sé mikið starf að vera staðarhaldari á Vatnsendahæð segir Kristín. „Ég ræð alveg við þetta með dagvinnunni. En það þarf einhver að gera þetta. Ég þarf að kíkja hérna kvölds og morgna og bregðast við ef eitthvað er að. Svo eru töluvert áreiti því það eru mörg síma- og fjarskiptafyrirtæki með tæki hérna. Þannig að þeir eru oft að fara hérna inn og setja kerfið í gang og allskonar vesen.“ Eftir að DV sagði frá málinu í morgun spratt upp mikil gagnrýni á netinu. Spurð hvað henni finnist um hana segir Kristín: „Það er þeirra mál. Það er ekkert óeðlilegt við þetta. Það er allt uppi á borðinu og hefur alltaf verið í þessu máli. Ég er ekki fyrsti starfsmaðurinn sem er í þessu hlutverki. Húsverðirnir vildu ekki vera hérna - þeir voru beðnir um það fyrst en það hentaði þeim ekki," segir Kristín. En finnst henni gagnrýnin óréttmæt? „Ég hef bara ekki lesið þessa gagnrýni. Það sem skiptir máli er að það er allt uppi á borðinu og hvorki ég né Ríkisútvarpið höfum nokkuð að fela í þessu.“ Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Ég var bara beðin um að vera staðarhaldari hér. Ég borga ekki leigu en ég borga hlunnindi af þessu," segir Kristín Harpa Hálfdánardóttir, yfirmaður íþróttadeildar RÚV. Eins og fram kom á DV og Vísi í morgun býr Kristín í húsi í eigu Ríkisútvarpsins á Vatnsendahæð. Kristín segist ekki vita hversu mikið hún borgar í hlunnindaskatt. „Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta er mikið. Það er fagaðili sem skilar inn skattskýrslunni fyrir mig og ég hef ekki hugmynd um hver talan er.“ Kristín er ekki skráð með lögheimili í húsinu á Vatnsendahæð. Hún segir ástæðuna vera þá að pósturinn er ekki borinn þar út og því sé hún skráð með lögheimili hjá foreldrum sínum sem búi í næsta nágrenni. „Það var mun þægilegra að vera með lögheimili skráð þar og fá póstinn þangað en að fá pósthólf og standa í veseni. Þetta er sama póstnúmer og sama skólahverfi fyrir börnin,“ segir Kristín. Kristín segir aðeins lítinn hluta af húsnæðinu á Vatnsendahæð vera íbúð. „Ég fylgist með hinum hlutanum og svo er dísilvél sem þarf að fylgjast með og starta reglulega,“ segir Kristín. Aðspurð hvort það sé mikið starf að vera staðarhaldari á Vatnsendahæð segir Kristín. „Ég ræð alveg við þetta með dagvinnunni. En það þarf einhver að gera þetta. Ég þarf að kíkja hérna kvölds og morgna og bregðast við ef eitthvað er að. Svo eru töluvert áreiti því það eru mörg síma- og fjarskiptafyrirtæki með tæki hérna. Þannig að þeir eru oft að fara hérna inn og setja kerfið í gang og allskonar vesen.“ Eftir að DV sagði frá málinu í morgun spratt upp mikil gagnrýni á netinu. Spurð hvað henni finnist um hana segir Kristín: „Það er þeirra mál. Það er ekkert óeðlilegt við þetta. Það er allt uppi á borðinu og hefur alltaf verið í þessu máli. Ég er ekki fyrsti starfsmaðurinn sem er í þessu hlutverki. Húsverðirnir vildu ekki vera hérna - þeir voru beðnir um það fyrst en það hentaði þeim ekki," segir Kristín. En finnst henni gagnrýnin óréttmæt? „Ég hef bara ekki lesið þessa gagnrýni. Það sem skiptir máli er að það er allt uppi á borðinu og hvorki ég né Ríkisútvarpið höfum nokkuð að fela í þessu.“
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira