Það verður hægt að sjá á rauntíma hvar þú og samstarfsfélagar þínir eru á vinnustaðnum. Þú munt ekki þurfa að leita af bílastæði þótt þú komir á (rafmagns) bílnum þínum í vinnuna. Þú munt ekki þurfa að opna hurðir og ert stimplaður inn í vinnu með skynjara. Opin rými og frjálst setuval verður áfram en þú munt sjá á skjá hvar er laus.
Spár um það hvernig vinnustaðurinn muni líta út innan fárra ára eru víða til. Margir hafa skrifað um þetta greinar en aðrir framleitt myndbönd. Nokkur atriði virðast þó vera sameiginleg hjá spámönnum og fyrirtækjum en það eru atriði eins og:
- Við stimplum okkur inn með líkamsskynjara eða öðrum skynjara sem við erum með innanklæða.
- Rafrænar leiðbeiningar vísa okkur veginn á laus bílastæði.
- Rafrænn skynjari sýnir hvar við erum á vinnustaðnum og sýnir okkur hvar aðrir samstarfsfélagar eru í húsinu. Líka hverjir eru á ferð, t.d. að ganga á milli svæða eða borða.
- Hiti, birta og raki verður rafrænt stilltur fyrir okkar þarfir því þannig náum við betri fókus og skilvirkni.
- Almennt hættum við að þurfa að opna eða loka hurðir, ýta á takka, kveikja á tækjum og svo framvegis því allt verður þetta rafrænt.
Hvort þessar spár séu réttar mun koma í ljós en oft er sagt að atvinnulífið of-áætli það sem mun gerast næstu tvö til þrjú árin en van-áætli verulega það sem gerist næsta áratug.
Hér er dæmi um myndband sem sameinar flestar útfærslur á því hvað spámenn segja.