Neita að reisa mosku með nýja trúfélaginu 10. desember 2010 06:30 Okkar umsókn er alveg aðskilin lóðaumsóknum annarra, segir forstöðumaður Félags múslima, sem tekur ekki í mál að byggja mosku með öðru trúfélagi múslima.Fréttablaðið/Anton „Þetta er alveg eins og að segja þjóðkirkjunni að vera með Vottum Jehóva,“ segir Salmann Tamimi, forstöðumaður Félags múslima, sem kveður það ekki koma til greina að félagið byggi mosku sameiginlega með Menningarsetri múslima eins og borgaryfirvöld vilja. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að bæði félögin vildu lóð frá borginni undir mosku. Borgin segir ekki hægt að útvega nema eina lóð fyrir slíkt. Fulltrúar félaganna tveggja funduðu um málið með fulltrúum skipulagsyfirvalda og Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkur, 30. september síðastliðinn. Anna segir að í fyrrnefnda félaginu séu 373 skráðir meðlimir en 218 í því síðara. Þegar svo fámennir hópar sæki um lóðir fyrir tilbeiðsluhús sé eðlilegt að athuga hvort mögulegt sé að samnýta lóðir. „Það er auðvitað ekki verið að fara fram á það að trúfélögin sameinist en við höfum spurt hvort menn gætu sameinast um einhvers konar regnhlífarsamtök um byggingu moskunnar sem slíkrar,“ útskýrir Anna, sem kveðst hafa túlkað fundinn þannig að báðir hópar teldu að ef moska yrði byggð myndi hún nýtast öllum múslimum. Eins og sagði í Fréttablaðinu í gær segir Karim Askari, varaformaður stjórnar Menningarsetursins, það ekki andvígt sameiginlegri mosku. Menningarsetrið, sem meðal annars var stofnað af fyrrverandi meðlimum Félags múslima, sótti fyrst nýlega um lóð. Salmann Tamimi segir Félag múslima hafa haft lóðaumsókn í gangi í nærri tólf ár. „Okkar umsókn er alveg aðskilin þeirra málum. Þetta er alveg eins og að segja þjóðkirkjunni að vera með Vottum Jehóva,“ segir Salmann um útspil borgarinnar. Anna Kristinsdóttir ítrekar hins vegar að borgin eigi fáar lóðir sem henti undir bænahús. „Það er ekki þannig að hver 200 eða 300 manna söfnuður í borginni geti komið og sagt: Nú viljum við að fá lóð. Mér finnst mjög eðlilegt að menn segi á einhverjum tímapunkti að nú geti þeir ekki lengur, án greiðslu, fengið úthlutað svona takmörkuðum gæðum. En ég geri mér alveg grein fyrir því að ef það er úthlutað lóð til annars félagsins er ekki hægt að ganga framhjá hinu félaginu heldur,“ segir mannréttindastjórinn. gar@frettabladid.is Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira
„Þetta er alveg eins og að segja þjóðkirkjunni að vera með Vottum Jehóva,“ segir Salmann Tamimi, forstöðumaður Félags múslima, sem kveður það ekki koma til greina að félagið byggi mosku sameiginlega með Menningarsetri múslima eins og borgaryfirvöld vilja. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að bæði félögin vildu lóð frá borginni undir mosku. Borgin segir ekki hægt að útvega nema eina lóð fyrir slíkt. Fulltrúar félaganna tveggja funduðu um málið með fulltrúum skipulagsyfirvalda og Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkur, 30. september síðastliðinn. Anna segir að í fyrrnefnda félaginu séu 373 skráðir meðlimir en 218 í því síðara. Þegar svo fámennir hópar sæki um lóðir fyrir tilbeiðsluhús sé eðlilegt að athuga hvort mögulegt sé að samnýta lóðir. „Það er auðvitað ekki verið að fara fram á það að trúfélögin sameinist en við höfum spurt hvort menn gætu sameinast um einhvers konar regnhlífarsamtök um byggingu moskunnar sem slíkrar,“ útskýrir Anna, sem kveðst hafa túlkað fundinn þannig að báðir hópar teldu að ef moska yrði byggð myndi hún nýtast öllum múslimum. Eins og sagði í Fréttablaðinu í gær segir Karim Askari, varaformaður stjórnar Menningarsetursins, það ekki andvígt sameiginlegri mosku. Menningarsetrið, sem meðal annars var stofnað af fyrrverandi meðlimum Félags múslima, sótti fyrst nýlega um lóð. Salmann Tamimi segir Félag múslima hafa haft lóðaumsókn í gangi í nærri tólf ár. „Okkar umsókn er alveg aðskilin þeirra málum. Þetta er alveg eins og að segja þjóðkirkjunni að vera með Vottum Jehóva,“ segir Salmann um útspil borgarinnar. Anna Kristinsdóttir ítrekar hins vegar að borgin eigi fáar lóðir sem henti undir bænahús. „Það er ekki þannig að hver 200 eða 300 manna söfnuður í borginni geti komið og sagt: Nú viljum við að fá lóð. Mér finnst mjög eðlilegt að menn segi á einhverjum tímapunkti að nú geti þeir ekki lengur, án greiðslu, fengið úthlutað svona takmörkuðum gæðum. En ég geri mér alveg grein fyrir því að ef það er úthlutað lóð til annars félagsins er ekki hægt að ganga framhjá hinu félaginu heldur,“ segir mannréttindastjórinn. gar@frettabladid.is
Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira