Niðurstaðan kom saksóknara ekki á óvart Hjörtur Hjartarson skrifar 12. febrúar 2015 19:30 Hæstiréttur sakfelldi í dag fjóra fyrrverandi stjórnendur Kaupþings vegna brota í Al Thani málinu svokallaða. Saksóknari telur að dómurinn sé fordæmisgefandi í svipuðum málum sem eru til meðferðar hjá Sérstökum saksóknara. Allir hinna ákærðu voru dæmdir til óskilorðisbundinnar fangelsivistar fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Refsing Hreiðars Márs Sigurðssonar er óbreytt frá því í héraði, fimm og hálfs árs fangelsi. Dómurinn yfir Sigurði Einarssyni var mildaður úr í fimm ár í fjögur. Refsing Ólafs Ólafssonar og Magnúsar Guðmundssonar var þyngd um eitt ár, úr þremur og hálfu ári í fjögur og hálft ár. Enginn sakborninganna var viðstaddur dómsuppkvaðninguna í dag. Málið er eitt það umsvifamesta sem embætti sérstaks saksóknar hefur rekið. Í grófum dráttum snýst það um kaup sjeiksins Mohammed Al Thani frá Katar á fimm komma núll eitt prósenta hlut í Kaupþingi, rétt fyrir hrun. Hlutabréfin voru seld fyrir 25,7 milljarða króna og lánaði bankinn allt söluverðið en Al Thani gekkst í persónulega ábyrgð fyrir helmingi upphæðarinnar. Ekkert fjármagn kom því inn í bankann og ekkert fór út úr honum. Með þessu taldi ákæruvaldið að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða til styrkja stöðu bankans út á við án þess að raunveruleg innspýting á fjármagni lægi þar að baki. Þá hafi viðskiptin valdið bankanum mikilli fjártjónshættu. Sakborningar neituðu þessum ásökunum og bentu á að sjeikinn hefði greitt þrotabúi Kaupþings þrjá og hálfan milljarð króna. Þar með væru rök saksóknara um að viðskiptin hafi skaðað bankann að engu orðin.Björn Þorvaldsson, saksóknariMálið hefur verið til umfjöllunar hjá dómstólum undanfarin ár og var endapunkturinn settur í Hæstarétti í dag. Björn Þorvaldsson, saksóknarinn í málinu segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. „Ég er auðvitað ekki búinn að lesa dóminn eftir að því er lokið er hægt að ráða í forsendur dómsins. En refsingarnar benda til að þetta sé algjörlega eins og lagt var upp með,“ segir Björn.„Telur þú að þessi dómur breytir einhverju varðandi önnur mál sem þið eruð með til meðferðar?“ „Það er mjög erfitt að segja. Aftur, ég verð að lesa dóminn og átta mig á því en ég hugsa að svo hljóti að vera. Þetta hlýtur að hafa fordæmisgildi í svipuðum málum sem við höfum til meðferðar nú.“ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Hæstiréttur sakfelldi í dag fjóra fyrrverandi stjórnendur Kaupþings vegna brota í Al Thani málinu svokallaða. Saksóknari telur að dómurinn sé fordæmisgefandi í svipuðum málum sem eru til meðferðar hjá Sérstökum saksóknara. Allir hinna ákærðu voru dæmdir til óskilorðisbundinnar fangelsivistar fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Refsing Hreiðars Márs Sigurðssonar er óbreytt frá því í héraði, fimm og hálfs árs fangelsi. Dómurinn yfir Sigurði Einarssyni var mildaður úr í fimm ár í fjögur. Refsing Ólafs Ólafssonar og Magnúsar Guðmundssonar var þyngd um eitt ár, úr þremur og hálfu ári í fjögur og hálft ár. Enginn sakborninganna var viðstaddur dómsuppkvaðninguna í dag. Málið er eitt það umsvifamesta sem embætti sérstaks saksóknar hefur rekið. Í grófum dráttum snýst það um kaup sjeiksins Mohammed Al Thani frá Katar á fimm komma núll eitt prósenta hlut í Kaupþingi, rétt fyrir hrun. Hlutabréfin voru seld fyrir 25,7 milljarða króna og lánaði bankinn allt söluverðið en Al Thani gekkst í persónulega ábyrgð fyrir helmingi upphæðarinnar. Ekkert fjármagn kom því inn í bankann og ekkert fór út úr honum. Með þessu taldi ákæruvaldið að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða til styrkja stöðu bankans út á við án þess að raunveruleg innspýting á fjármagni lægi þar að baki. Þá hafi viðskiptin valdið bankanum mikilli fjártjónshættu. Sakborningar neituðu þessum ásökunum og bentu á að sjeikinn hefði greitt þrotabúi Kaupþings þrjá og hálfan milljarð króna. Þar með væru rök saksóknara um að viðskiptin hafi skaðað bankann að engu orðin.Björn Þorvaldsson, saksóknariMálið hefur verið til umfjöllunar hjá dómstólum undanfarin ár og var endapunkturinn settur í Hæstarétti í dag. Björn Þorvaldsson, saksóknarinn í málinu segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. „Ég er auðvitað ekki búinn að lesa dóminn eftir að því er lokið er hægt að ráða í forsendur dómsins. En refsingarnar benda til að þetta sé algjörlega eins og lagt var upp með,“ segir Björn.„Telur þú að þessi dómur breytir einhverju varðandi önnur mál sem þið eruð með til meðferðar?“ „Það er mjög erfitt að segja. Aftur, ég verð að lesa dóminn og átta mig á því en ég hugsa að svo hljóti að vera. Þetta hlýtur að hafa fordæmisgildi í svipuðum málum sem við höfum til meðferðar nú.“
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira