Ísland sagt fullkominn vettvangur til að rannsaka veiruna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2020 09:01 Læknar, hjúkrunarfræðingar og vísindamenn hafa lagt mikið á sig í glímunni við veiruna. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Viðbrögð yfirvalda og almennings á Íslandi við kórónuveirufaraldrinum hafa vakið heimsathygli og ekkert lát virðist vera á því. Þannig er Ísland sagt vera hinn fullkomni vettvangur til að rannsaka veiruna og sjúkdóminn sem henni fylgir í ítarlegri umfjöllun á vef Bloomberg sem birt var í morgun. Í greininni er stiklað á stóru um viðbrögð yfirvalda hér á landi og bent á hversu mikil áhersla hafi verið lögð á að prófa fyrir smiti, einangra þá sem eru smitaðir og finna þá sem hafa komist í tæri við smitaða og koma þeim í sóttkví. Þá er bent á hið augljósa, að þjóðin sé tiltölulega fámenn og boðleiðir innan stjórnkerfisins styttri en víða annars staðar. „Ísland er besta rannsóknarstofan sem við höfum,“ er haft eftir John Ionnidis, prófessor í læknisfræði og faraldursfræði við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. „Þaðan hafa fengist gagnlegar upplýsingar og þetta sýnir að mikil áherslu á að prófa fyrir smitum getur skilað frábærum niðurstöðum“. Einnig er rætt við Kára Stefánsson sem segir að hann hafi ákveðið að bjóða fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar þegar hann heyrði í útvarpinu einn daginn að gert væri ráð fyrir að yfir þrjú prósent af þeim smituðust í Kína myndu deyja. Kári Stefánsson. „Ég áttaði mig ekki á því hvernig væri hægt að reikna út dánarhlutfallið ef við hefðum ekki upplýsingar um hversu víðtækt samfélagslegt smit væri,“ er haft eftir Kára. „Það sem vantar um heim allan eru meiri prófanir.“ Einnig er farið yfir nýlega vísindagrein vegna rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskra heilbrigðisyfirvalda á útbreiðslu sjúkdómsins, sem birt var í New England Journal of Medicine á dögunum. Þar kemur fram að skimunin fyrir SARS-Cov-2-veirunni sem veldur COVID-19 bendi til þess að um 0,8% Íslendinga séu smitaðir. Rannsóknin byggði á sýnum sem voru tekin úr 10.797 einstaklingum á Íslandi sem skráðu sig sjálfviljugir í sýnatöku en af þeim reyndust 87 smitaðir. Haft er eftir Kára að samtakamáttur Íslendinga hafi skipt sköpum og þegar vandamál hafi komið upp, svo sem skortur á sýnatökupinnum, hafi það einfaldleg verið leyst. Þannig séu Íslendingar þjóð sem hafi allt á hornum sér þegar gangi vel en þegar það er krísuástand „erum við betri en allar þjóðir heimsins,“ líkt og Kári kemst að orði. Umfjöllun Bloomberg má nálgast hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Viðbrögð yfirvalda og almennings á Íslandi við kórónuveirufaraldrinum hafa vakið heimsathygli og ekkert lát virðist vera á því. Þannig er Ísland sagt vera hinn fullkomni vettvangur til að rannsaka veiruna og sjúkdóminn sem henni fylgir í ítarlegri umfjöllun á vef Bloomberg sem birt var í morgun. Í greininni er stiklað á stóru um viðbrögð yfirvalda hér á landi og bent á hversu mikil áhersla hafi verið lögð á að prófa fyrir smiti, einangra þá sem eru smitaðir og finna þá sem hafa komist í tæri við smitaða og koma þeim í sóttkví. Þá er bent á hið augljósa, að þjóðin sé tiltölulega fámenn og boðleiðir innan stjórnkerfisins styttri en víða annars staðar. „Ísland er besta rannsóknarstofan sem við höfum,“ er haft eftir John Ionnidis, prófessor í læknisfræði og faraldursfræði við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. „Þaðan hafa fengist gagnlegar upplýsingar og þetta sýnir að mikil áherslu á að prófa fyrir smitum getur skilað frábærum niðurstöðum“. Einnig er rætt við Kára Stefánsson sem segir að hann hafi ákveðið að bjóða fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar þegar hann heyrði í útvarpinu einn daginn að gert væri ráð fyrir að yfir þrjú prósent af þeim smituðust í Kína myndu deyja. Kári Stefánsson. „Ég áttaði mig ekki á því hvernig væri hægt að reikna út dánarhlutfallið ef við hefðum ekki upplýsingar um hversu víðtækt samfélagslegt smit væri,“ er haft eftir Kára. „Það sem vantar um heim allan eru meiri prófanir.“ Einnig er farið yfir nýlega vísindagrein vegna rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskra heilbrigðisyfirvalda á útbreiðslu sjúkdómsins, sem birt var í New England Journal of Medicine á dögunum. Þar kemur fram að skimunin fyrir SARS-Cov-2-veirunni sem veldur COVID-19 bendi til þess að um 0,8% Íslendinga séu smitaðir. Rannsóknin byggði á sýnum sem voru tekin úr 10.797 einstaklingum á Íslandi sem skráðu sig sjálfviljugir í sýnatöku en af þeim reyndust 87 smitaðir. Haft er eftir Kára að samtakamáttur Íslendinga hafi skipt sköpum og þegar vandamál hafi komið upp, svo sem skortur á sýnatökupinnum, hafi það einfaldleg verið leyst. Þannig séu Íslendingar þjóð sem hafi allt á hornum sér þegar gangi vel en þegar það er krísuástand „erum við betri en allar þjóðir heimsins,“ líkt og Kári kemst að orði. Umfjöllun Bloomberg má nálgast hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira