Lífið

Söngvarinn Steve Strange látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Steve Strange var einn af forvígismönum nýrómantíkurstefnunnar á sviði tónlistar og klæðaburðar á níunda áratugnum.
Steve Strange var einn af forvígismönum nýrómantíkurstefnunnar á sviði tónlistar og klæðaburðar á níunda áratugnum. V'isir/Getty
Steve Strange, aðalsöngvari bresku sveitarinnar Visage, er látinn. Hann lést 55 ára að aldri á sjúkrahúsi í Egyptalandi í kjölfar hjartaáfalls.

Strange var frá Wales og hét réttu nafni Steven Harrington. Hann var einn af forvígismönum nýrómantíkurstefnunnar á sviði tónlistar og klæðaburðar á níunda áratugnum. Meðal annarra sveita sem aðhylltust stefnuna voru Duran Duran, Spandau Ballet og Culture Club.

Í frétt BBC segir að Strange hafi hellt sér út í tónlistina eftir að hafa séð pönksveitina Sex Pistols á tónleikum árið 1976.

Frægasti smellur Visage var Fade To Grey sem hlýða má á að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×