Körfubolti

George Karl með endurkomu í NBA-deildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
George Karl.
George Karl. Vísir/Getty
George Karl, fyrrum þjálfari Denver Nuggets og Seattle SuperSonics og sjá sjöundi til að vinna þúsund NBA-leiki, er aftur orðinn þjálfari NBA-deildinni.

George Karl tekur við liði Sacramento Kings eftir Stjörnuhelgina en Stjörnuleikur NBA-deildarinnar fer fram í New York á sunnudagskvöldið kemur.

George Karl verður þriðji þjálfari liðsins á tímabilinu. Michael Malone var rekinn í desember og Tyrone Corbin er búinn að stýra liðinu síðan.

George Karl gerir samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla fjögurra ára samning við Sacramento Kings sem gefur honum fimmtán milljónir dollara í aðra hönd eða rétt tæplega tvo milljarða íslenskra króna.

George Karl hefur ekki þjálfað síðan 2012-13 tímabilið en þá var hann einmitt valinn besti þjálfari deildarinnar fyrir að vinna 57 leiki með þriðja yngsta lið deildarinnar.

George Karl hefur stýrt sínum liðum til sigurs í 1131 af 1887 leikjum í deildarkeppni NBA og lengst komst hann í úrslitakeppninni árið 1996 þegar hann fór með lið Seattle SuperSonics alla leið í lokaúrslitin þar sem að liðið tapaði fyrir Chicago Bulls.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×