Þorsteinn vill ekki sjá að Dagur komist með krumlurnar í sinn vasa Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2015 13:06 Þorsteinn Sæmundsson hefur minni en engan áhuga á að sameinast Reykjavík Dags B. Eggertssonar. Vísir/Stefán Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gefur ekki mikið fyrir hugmyndir Dags B. Eggertssonar borgarstjóra þess efnis að vert sé ræða sameiningu Seltjarnarness og Reykjavíkur. Vísir greindi frá málinu. Þorsteinn tekur reyndar hugmyndinni óstinnt upp: „Nei takk. Vil ekki fá hans lúku í mína vasa. Týpískt að henda svona ekkimáli (nonissue) þegar hann er með bakið upp að vegg vegna getuleysis á heimavelli,“ segir Þorsteinn; þetta sé tilraun af hálfu borgarstjóra til að drepa málum á dreif.Enginn áhugi á að breyta útsvari til hækkunar „Borgarstjóri liggur undir ámæli í allskonar málum og þá hendir hann þessu fram. Ég held að það sé enginn vilji hjá íbúum Seltjarnarness að sameinast Reykjavík. En Seltjarnarnes á afbragðs samvinnu við Reykjavík á mörgum sviðum,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Þorsteinn er uppalinn í Kópavogi en er Seltirningur, býr þar nú. Hann segist almennt ekki andsnúinn sameiningum, þegar svo ber undir. „Þetta hefur virkað vel til dæmis á Snæfellsnesi og austur á fjörðum. Samt er það þannig að landfræðilegir þættir eins og fjarlægð milli staða hamla. En þar eru menn að sameinast um ýmsa félagsþjónustu, tala um að sameina kannski þrjú til fjögur sveitarfélög sem telja sjö til þúsund manns. Og þá ertu kominn með styrkari einingu á eftir. Hér á höfuðborgarsvæðinu, reksturinn á bæjarfélaginu á Seltjarnarnesi er mjög góður. Ég hef reyndar ekki gert vísindalega könnun á því hvernig kostnaður per íbúa í sveitarfélögunum er, hverju og einu. Það væri forvitnileg stúdía. En, þessi sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, í Garðabæ og Seltjarnarnesi, er lægri útsvarsgreiðsla og ég held að það sé enginn áhugi á að breyta því til hækkunar.“Rekstur Reykjavíkur í rugliEr Reykjavík þá illa rekin að þínu mati? „Þar er náttúrlega hærra útsvar en á Seltjarnarnesi. Og þar hafa verið vandamál í þjónustu borgarinnar í vetur; sorphirða, snjómokstur og ýmsir grunnþættir sem ekki hafa gengið vel. Ég held að það sé margt í rekstri borgarinnar sem er í það minnsta umhugsunarvert.“En, ef reksturinn væri betri, kæmi þá sameining til greina í þínum huga? „Eins og nú er sé ég ekkert sem kallar á það. Það yrðu þá að sjást veigamikil rök fyrir því að sameiningin yrði til að gera rekstur hagkvæmari en er í Reykjavík núna. Áður en maður myndi samþykkja slíkt. Síðasta sameining á höfuðborgarsvæðinu, Garðabæ og Álftanes, hún var að verulegu leyti þvinguð; rekstur Álftaness var í miklum vandræðum. Ef rekstur Álftaness hefði verið á góðu róli er ég ekkert viss um að sú sameining hefði komið til. En þarna er Álftanes að sameinast stöndugra sveitarfélagi og stærra. Fólksfleira.“ Þorsteinn segir að hann myndi kannski ekki orða það sem svo að hann hafi engan áhuga á að taka upp á sína arma ómagann Dag; „en, áhugi minn á að sameina Seltjarnarnes og Reykjavík er alveg í lágmarki.“ Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gefur ekki mikið fyrir hugmyndir Dags B. Eggertssonar borgarstjóra þess efnis að vert sé ræða sameiningu Seltjarnarness og Reykjavíkur. Vísir greindi frá málinu. Þorsteinn tekur reyndar hugmyndinni óstinnt upp: „Nei takk. Vil ekki fá hans lúku í mína vasa. Týpískt að henda svona ekkimáli (nonissue) þegar hann er með bakið upp að vegg vegna getuleysis á heimavelli,“ segir Þorsteinn; þetta sé tilraun af hálfu borgarstjóra til að drepa málum á dreif.Enginn áhugi á að breyta útsvari til hækkunar „Borgarstjóri liggur undir ámæli í allskonar málum og þá hendir hann þessu fram. Ég held að það sé enginn vilji hjá íbúum Seltjarnarness að sameinast Reykjavík. En Seltjarnarnes á afbragðs samvinnu við Reykjavík á mörgum sviðum,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Þorsteinn er uppalinn í Kópavogi en er Seltirningur, býr þar nú. Hann segist almennt ekki andsnúinn sameiningum, þegar svo ber undir. „Þetta hefur virkað vel til dæmis á Snæfellsnesi og austur á fjörðum. Samt er það þannig að landfræðilegir þættir eins og fjarlægð milli staða hamla. En þar eru menn að sameinast um ýmsa félagsþjónustu, tala um að sameina kannski þrjú til fjögur sveitarfélög sem telja sjö til þúsund manns. Og þá ertu kominn með styrkari einingu á eftir. Hér á höfuðborgarsvæðinu, reksturinn á bæjarfélaginu á Seltjarnarnesi er mjög góður. Ég hef reyndar ekki gert vísindalega könnun á því hvernig kostnaður per íbúa í sveitarfélögunum er, hverju og einu. Það væri forvitnileg stúdía. En, þessi sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, í Garðabæ og Seltjarnarnesi, er lægri útsvarsgreiðsla og ég held að það sé enginn áhugi á að breyta því til hækkunar.“Rekstur Reykjavíkur í rugliEr Reykjavík þá illa rekin að þínu mati? „Þar er náttúrlega hærra útsvar en á Seltjarnarnesi. Og þar hafa verið vandamál í þjónustu borgarinnar í vetur; sorphirða, snjómokstur og ýmsir grunnþættir sem ekki hafa gengið vel. Ég held að það sé margt í rekstri borgarinnar sem er í það minnsta umhugsunarvert.“En, ef reksturinn væri betri, kæmi þá sameining til greina í þínum huga? „Eins og nú er sé ég ekkert sem kallar á það. Það yrðu þá að sjást veigamikil rök fyrir því að sameiningin yrði til að gera rekstur hagkvæmari en er í Reykjavík núna. Áður en maður myndi samþykkja slíkt. Síðasta sameining á höfuðborgarsvæðinu, Garðabæ og Álftanes, hún var að verulegu leyti þvinguð; rekstur Álftaness var í miklum vandræðum. Ef rekstur Álftaness hefði verið á góðu róli er ég ekkert viss um að sú sameining hefði komið til. En þarna er Álftanes að sameinast stöndugra sveitarfélagi og stærra. Fólksfleira.“ Þorsteinn segir að hann myndi kannski ekki orða það sem svo að hann hafi engan áhuga á að taka upp á sína arma ómagann Dag; „en, áhugi minn á að sameina Seltjarnarnes og Reykjavík er alveg í lágmarki.“
Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira