Þorsteinn vill ekki sjá að Dagur komist með krumlurnar í sinn vasa Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2015 13:06 Þorsteinn Sæmundsson hefur minni en engan áhuga á að sameinast Reykjavík Dags B. Eggertssonar. Vísir/Stefán Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gefur ekki mikið fyrir hugmyndir Dags B. Eggertssonar borgarstjóra þess efnis að vert sé ræða sameiningu Seltjarnarness og Reykjavíkur. Vísir greindi frá málinu. Þorsteinn tekur reyndar hugmyndinni óstinnt upp: „Nei takk. Vil ekki fá hans lúku í mína vasa. Týpískt að henda svona ekkimáli (nonissue) þegar hann er með bakið upp að vegg vegna getuleysis á heimavelli,“ segir Þorsteinn; þetta sé tilraun af hálfu borgarstjóra til að drepa málum á dreif.Enginn áhugi á að breyta útsvari til hækkunar „Borgarstjóri liggur undir ámæli í allskonar málum og þá hendir hann þessu fram. Ég held að það sé enginn vilji hjá íbúum Seltjarnarness að sameinast Reykjavík. En Seltjarnarnes á afbragðs samvinnu við Reykjavík á mörgum sviðum,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Þorsteinn er uppalinn í Kópavogi en er Seltirningur, býr þar nú. Hann segist almennt ekki andsnúinn sameiningum, þegar svo ber undir. „Þetta hefur virkað vel til dæmis á Snæfellsnesi og austur á fjörðum. Samt er það þannig að landfræðilegir þættir eins og fjarlægð milli staða hamla. En þar eru menn að sameinast um ýmsa félagsþjónustu, tala um að sameina kannski þrjú til fjögur sveitarfélög sem telja sjö til þúsund manns. Og þá ertu kominn með styrkari einingu á eftir. Hér á höfuðborgarsvæðinu, reksturinn á bæjarfélaginu á Seltjarnarnesi er mjög góður. Ég hef reyndar ekki gert vísindalega könnun á því hvernig kostnaður per íbúa í sveitarfélögunum er, hverju og einu. Það væri forvitnileg stúdía. En, þessi sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, í Garðabæ og Seltjarnarnesi, er lægri útsvarsgreiðsla og ég held að það sé enginn áhugi á að breyta því til hækkunar.“Rekstur Reykjavíkur í rugliEr Reykjavík þá illa rekin að þínu mati? „Þar er náttúrlega hærra útsvar en á Seltjarnarnesi. Og þar hafa verið vandamál í þjónustu borgarinnar í vetur; sorphirða, snjómokstur og ýmsir grunnþættir sem ekki hafa gengið vel. Ég held að það sé margt í rekstri borgarinnar sem er í það minnsta umhugsunarvert.“En, ef reksturinn væri betri, kæmi þá sameining til greina í þínum huga? „Eins og nú er sé ég ekkert sem kallar á það. Það yrðu þá að sjást veigamikil rök fyrir því að sameiningin yrði til að gera rekstur hagkvæmari en er í Reykjavík núna. Áður en maður myndi samþykkja slíkt. Síðasta sameining á höfuðborgarsvæðinu, Garðabæ og Álftanes, hún var að verulegu leyti þvinguð; rekstur Álftaness var í miklum vandræðum. Ef rekstur Álftaness hefði verið á góðu róli er ég ekkert viss um að sú sameining hefði komið til. En þarna er Álftanes að sameinast stöndugra sveitarfélagi og stærra. Fólksfleira.“ Þorsteinn segir að hann myndi kannski ekki orða það sem svo að hann hafi engan áhuga á að taka upp á sína arma ómagann Dag; „en, áhugi minn á að sameina Seltjarnarnes og Reykjavík er alveg í lágmarki.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gefur ekki mikið fyrir hugmyndir Dags B. Eggertssonar borgarstjóra þess efnis að vert sé ræða sameiningu Seltjarnarness og Reykjavíkur. Vísir greindi frá málinu. Þorsteinn tekur reyndar hugmyndinni óstinnt upp: „Nei takk. Vil ekki fá hans lúku í mína vasa. Týpískt að henda svona ekkimáli (nonissue) þegar hann er með bakið upp að vegg vegna getuleysis á heimavelli,“ segir Þorsteinn; þetta sé tilraun af hálfu borgarstjóra til að drepa málum á dreif.Enginn áhugi á að breyta útsvari til hækkunar „Borgarstjóri liggur undir ámæli í allskonar málum og þá hendir hann þessu fram. Ég held að það sé enginn vilji hjá íbúum Seltjarnarness að sameinast Reykjavík. En Seltjarnarnes á afbragðs samvinnu við Reykjavík á mörgum sviðum,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Þorsteinn er uppalinn í Kópavogi en er Seltirningur, býr þar nú. Hann segist almennt ekki andsnúinn sameiningum, þegar svo ber undir. „Þetta hefur virkað vel til dæmis á Snæfellsnesi og austur á fjörðum. Samt er það þannig að landfræðilegir þættir eins og fjarlægð milli staða hamla. En þar eru menn að sameinast um ýmsa félagsþjónustu, tala um að sameina kannski þrjú til fjögur sveitarfélög sem telja sjö til þúsund manns. Og þá ertu kominn með styrkari einingu á eftir. Hér á höfuðborgarsvæðinu, reksturinn á bæjarfélaginu á Seltjarnarnesi er mjög góður. Ég hef reyndar ekki gert vísindalega könnun á því hvernig kostnaður per íbúa í sveitarfélögunum er, hverju og einu. Það væri forvitnileg stúdía. En, þessi sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, í Garðabæ og Seltjarnarnesi, er lægri útsvarsgreiðsla og ég held að það sé enginn áhugi á að breyta því til hækkunar.“Rekstur Reykjavíkur í rugliEr Reykjavík þá illa rekin að þínu mati? „Þar er náttúrlega hærra útsvar en á Seltjarnarnesi. Og þar hafa verið vandamál í þjónustu borgarinnar í vetur; sorphirða, snjómokstur og ýmsir grunnþættir sem ekki hafa gengið vel. Ég held að það sé margt í rekstri borgarinnar sem er í það minnsta umhugsunarvert.“En, ef reksturinn væri betri, kæmi þá sameining til greina í þínum huga? „Eins og nú er sé ég ekkert sem kallar á það. Það yrðu þá að sjást veigamikil rök fyrir því að sameiningin yrði til að gera rekstur hagkvæmari en er í Reykjavík núna. Áður en maður myndi samþykkja slíkt. Síðasta sameining á höfuðborgarsvæðinu, Garðabæ og Álftanes, hún var að verulegu leyti þvinguð; rekstur Álftaness var í miklum vandræðum. Ef rekstur Álftaness hefði verið á góðu róli er ég ekkert viss um að sú sameining hefði komið til. En þarna er Álftanes að sameinast stöndugra sveitarfélagi og stærra. Fólksfleira.“ Þorsteinn segir að hann myndi kannski ekki orða það sem svo að hann hafi engan áhuga á að taka upp á sína arma ómagann Dag; „en, áhugi minn á að sameina Seltjarnarnes og Reykjavík er alveg í lágmarki.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira