Ekki hægt að rekja neinar ferðir notenda Vivaldi vafrans Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. apríl 2020 16:00 Hópmynd af starfsfólki Vivaldi við starfstöð félagsins í Bandaríkjunum en Vivaldi tilkynnti um eina stærstu uppfærslu vafrans í dag frá stofnun. Vísir/Aðsent „Um leið og við siglum saman í gegnum erfiða tíma og milljónir manna um heim allan eru að vinna heima hjá sér, gegnir vafrinn lykilhlutverki,“ er haft eftir Jóni von Tetchner stofnanda og forstjóra Vivaldi vafrans í fréttatilkynningu frá Vivaldi í dag. Þar segir frá einni stærstu uppfærslu vafrans frá upphafi en hún felur meðal annars í sér vernd fyrir notendur frá rekjurum (e.trackers). Höfuðstöðvar Vivaldi eru í Osló en fyrirtækið er einnig með starfsstöð á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi og í Boston í Bandaríkjunum. Vivaldi vafrinn hefur haft þá sérstöðu að rekja ekki ferðir notenda sinna um veraldarvefinn. Það sem uppfærsla vafrans í dag þýðir er að lokað verður á aðra rekjara líka, þ.e. nýja rekjaravörnin ver notendum fyrir því að aðrir geti rakið ferðir notenda og safnað um þá upplýsingar. „Nú sem aldrei fyrr þarfnast mannkynið vafra sem er opinn og virkar vel en er líka öruggur og veitir notendum friðhelgi. Með nýja Vivaldi vafranum geta notendur vafrað og nýtt sér ótal eiginleika hans hratt og örugglega án þess að ferðir þeirra séu raktar á netinu,“ er jafnframt haft eftir Jóni í tilkynningu um uppfærslu vafrans. Þar segir einnig að í dag gefi Vivaldi út nýja útgáfu fyrir Android síma sem sögð er stútfull af nýjum eiginleikum, s.s. innbyggðum auglýsingavörnum og rekjaravörnum. Innbyggða auglýsingavörn Vivaldi lokar á óviðeigandi og ágengar auglýsingar án þess að notendur vafrans þurfi til þess að hlaða niður sérstökum viðbótum. Markmiðið með þessu sé að auka á friðhelgi notenda. Af öðrum nýjungum sem fylgja uppfærslunni í dag eru lyklaborðsflýtilyklar sem gera það að verkum að notendur þurfa mun minna á því að halda að nota músina til að ferðast um síðu. Nánar má lesa um uppfærslu vafrans hér. Tækni Nýsköpun Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
„Um leið og við siglum saman í gegnum erfiða tíma og milljónir manna um heim allan eru að vinna heima hjá sér, gegnir vafrinn lykilhlutverki,“ er haft eftir Jóni von Tetchner stofnanda og forstjóra Vivaldi vafrans í fréttatilkynningu frá Vivaldi í dag. Þar segir frá einni stærstu uppfærslu vafrans frá upphafi en hún felur meðal annars í sér vernd fyrir notendur frá rekjurum (e.trackers). Höfuðstöðvar Vivaldi eru í Osló en fyrirtækið er einnig með starfsstöð á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi og í Boston í Bandaríkjunum. Vivaldi vafrinn hefur haft þá sérstöðu að rekja ekki ferðir notenda sinna um veraldarvefinn. Það sem uppfærsla vafrans í dag þýðir er að lokað verður á aðra rekjara líka, þ.e. nýja rekjaravörnin ver notendum fyrir því að aðrir geti rakið ferðir notenda og safnað um þá upplýsingar. „Nú sem aldrei fyrr þarfnast mannkynið vafra sem er opinn og virkar vel en er líka öruggur og veitir notendum friðhelgi. Með nýja Vivaldi vafranum geta notendur vafrað og nýtt sér ótal eiginleika hans hratt og örugglega án þess að ferðir þeirra séu raktar á netinu,“ er jafnframt haft eftir Jóni í tilkynningu um uppfærslu vafrans. Þar segir einnig að í dag gefi Vivaldi út nýja útgáfu fyrir Android síma sem sögð er stútfull af nýjum eiginleikum, s.s. innbyggðum auglýsingavörnum og rekjaravörnum. Innbyggða auglýsingavörn Vivaldi lokar á óviðeigandi og ágengar auglýsingar án þess að notendur vafrans þurfi til þess að hlaða niður sérstökum viðbótum. Markmiðið með þessu sé að auka á friðhelgi notenda. Af öðrum nýjungum sem fylgja uppfærslunni í dag eru lyklaborðsflýtilyklar sem gera það að verkum að notendur þurfa mun minna á því að halda að nota músina til að ferðast um síðu. Nánar má lesa um uppfærslu vafrans hér.
Tækni Nýsköpun Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira