Hinsegin dagar fara fram en verða aðlagaðir að breyttum aðstæðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2020 12:30 Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson er formaður Hinsegin daga. Hann segir hátíðina verða haldna í ár þrátt fyrir takmarkanir á samkomum. Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, formaður Hinsegin daga, segir að hátíðin verði haldin í ár þrátt fyrir takmarkanir á fjölda þeirra sem munu mega koma saman vegna kórónuveirufaraldursins. Hátíðin verði löguð að breyttum aðstæðum og reynt að bjóða sem flestum að taka þátt þrátt fyrir takmarkanirnar, meðal annars með því að nýta netið, sjónvarp og jafnvel útvarp. Aðspurður hvernig undirbúningur hátíðarinnar gangi á þessum einstöku tímum segir Vilhjálmur að stór hluti sé að fylgjast með stöðunni og reyna að búa til sviðsmyndir. „Það er að segja verður 2000 manna hámarks samkomubann og tveggja metra regla þá inn í því eða ekki, verður talan í 500, og ef það koma upp einhver hópsmit þá gerum við ráð fyrir því að þurfa að hætta við viðburði. Við erum að reyna að ná eins skýrri mynd og hægt er þegar maður veit ekki mikið,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Þá sé verið að skoða hvaða aðrar leiðir er hægt að fara til að halda hátíðina og gera hana þannig úr garði að hún nái til sem flestra. Staðan metin frá degi til dags „Þetta eru margar sviðsmyndir sem við erum að draga upp og við þurfum bara að taka stöðuna frá degi til dags,“ segir Vilhjálmur. Svona aðstæður séu óvanalegar þegar verið sé að skipuleggja 80 þúsund til 100 þúsund manna viðburð; vaninn sé að maður hafi einhvern fastan punkt og vinni út frá honum. Spurður út í það hvort stjórn Hinsegin daga hafa fengið einhverjar upplýsingar um það hvenær ákvörðun yfirvalda um hversu margir megi koma saman í sumar mun liggja segir Vilhjálmur að þau séu í samtali við Reykjavíkurborg en engar upplýsingar sé enn að fá um þetta. „Það er verið að reyna að halda þessu sem opnustu og þau vonast til að geta verið með sem minnstar takmarkanir en það er náttúrulega erfitt að lofa því þegar það er svona mikið undir. Maður sýnir því skilning að maður sé ekki kominn með upplýsingarnar en manni er farið að lengja eftir þeim. Það væri í rauninni betra að vita núna um þröngar takmarkanir og geta unnið út frá þeim fyrir okkar hátíð heldur en að vera að giska til mjög lengi. Á sama tíma skilur maður þetta mjög vel og forgangsatriðið er auðvitað bara að hafa heilbrigða þjóð. En við ætlum að vera með hátíðina,“ segir Vilhjálmur. Helst að skoða hvernig hægt er að koma Gleðigöngunni til skila Hann bendir á að Hinsegin dagar standi frá þriðjudegi til sunnudags og allir viðburðir hátíðarinnar, fyrir utan sjálfa Gleðigönguna, falli undir 2000 manna samkomubann, það er viðburðirnir eru ekki fjölmennari en það. Þá viðburði væri þá hægt að halda en spurningin sé þá hvort tveggja metra reglan verði enn í gildi. Stærsta málið sé því í raun gangan sem svo margir taka þátt í eða allt að 100 þúsund manns. „Við erum helst að skoða hvernig við getum komið göngunni, sem okkar er helsti tilgangur, hvernig getum við komið henni til skila og þá útfært hana. Getum við haft hverfisgöngur, getum við lengt leiðina þannig að það sé bara keyrt og farin lengri vegalengd? Þannig að það er allt uppi í lofti og alls konar hugmyndir,“ segir Vilhjálmur. Samkomubann á Íslandi Hinsegin Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, formaður Hinsegin daga, segir að hátíðin verði haldin í ár þrátt fyrir takmarkanir á fjölda þeirra sem munu mega koma saman vegna kórónuveirufaraldursins. Hátíðin verði löguð að breyttum aðstæðum og reynt að bjóða sem flestum að taka þátt þrátt fyrir takmarkanirnar, meðal annars með því að nýta netið, sjónvarp og jafnvel útvarp. Aðspurður hvernig undirbúningur hátíðarinnar gangi á þessum einstöku tímum segir Vilhjálmur að stór hluti sé að fylgjast með stöðunni og reyna að búa til sviðsmyndir. „Það er að segja verður 2000 manna hámarks samkomubann og tveggja metra regla þá inn í því eða ekki, verður talan í 500, og ef það koma upp einhver hópsmit þá gerum við ráð fyrir því að þurfa að hætta við viðburði. Við erum að reyna að ná eins skýrri mynd og hægt er þegar maður veit ekki mikið,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Þá sé verið að skoða hvaða aðrar leiðir er hægt að fara til að halda hátíðina og gera hana þannig úr garði að hún nái til sem flestra. Staðan metin frá degi til dags „Þetta eru margar sviðsmyndir sem við erum að draga upp og við þurfum bara að taka stöðuna frá degi til dags,“ segir Vilhjálmur. Svona aðstæður séu óvanalegar þegar verið sé að skipuleggja 80 þúsund til 100 þúsund manna viðburð; vaninn sé að maður hafi einhvern fastan punkt og vinni út frá honum. Spurður út í það hvort stjórn Hinsegin daga hafa fengið einhverjar upplýsingar um það hvenær ákvörðun yfirvalda um hversu margir megi koma saman í sumar mun liggja segir Vilhjálmur að þau séu í samtali við Reykjavíkurborg en engar upplýsingar sé enn að fá um þetta. „Það er verið að reyna að halda þessu sem opnustu og þau vonast til að geta verið með sem minnstar takmarkanir en það er náttúrulega erfitt að lofa því þegar það er svona mikið undir. Maður sýnir því skilning að maður sé ekki kominn með upplýsingarnar en manni er farið að lengja eftir þeim. Það væri í rauninni betra að vita núna um þröngar takmarkanir og geta unnið út frá þeim fyrir okkar hátíð heldur en að vera að giska til mjög lengi. Á sama tíma skilur maður þetta mjög vel og forgangsatriðið er auðvitað bara að hafa heilbrigða þjóð. En við ætlum að vera með hátíðina,“ segir Vilhjálmur. Helst að skoða hvernig hægt er að koma Gleðigöngunni til skila Hann bendir á að Hinsegin dagar standi frá þriðjudegi til sunnudags og allir viðburðir hátíðarinnar, fyrir utan sjálfa Gleðigönguna, falli undir 2000 manna samkomubann, það er viðburðirnir eru ekki fjölmennari en það. Þá viðburði væri þá hægt að halda en spurningin sé þá hvort tveggja metra reglan verði enn í gildi. Stærsta málið sé því í raun gangan sem svo margir taka þátt í eða allt að 100 þúsund manns. „Við erum helst að skoða hvernig við getum komið göngunni, sem okkar er helsti tilgangur, hvernig getum við komið henni til skila og þá útfært hana. Getum við haft hverfisgöngur, getum við lengt leiðina þannig að það sé bara keyrt og farin lengri vegalengd? Þannig að það er allt uppi í lofti og alls konar hugmyndir,“ segir Vilhjálmur.
Samkomubann á Íslandi Hinsegin Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent