Hún vildi alltaf vera inni í herbergi með vinkonum mínum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. júlí 2013 20:00 Margrét Lára og Elísa Brosmildar á æfingu íslenska landsliðsins í Vaxjö í gær. Guðmunda Bjarnadóttir og Viðar Elíasson frá Vestmannaeyjum eiga fjögur börn sem öll hafa afrekað að hafa spilað með meistaraflokki ÍBV í knattspyrnu. Óhætt er að fullyrða að íþróttir hafi markað líf fjölskyldunnar með varanlegum hætti. Bræðurnir Bjarni Geir og Sindri hafa báðir lagt skóna á hilluna en yngri systur þeirra, Margrét Lára og Elísa, eru báðar í landsliðinu og keppa fyrir hönd þjóðarinnar á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð sem hófst í vikunni. Fréttablaðið sló á þráðinn til Guðmundu í vikunni en foreldrarnir voru þá nýkomnir til Svíþjóðar þar sem þau fylgjast með dætrum sínum á EM – nema hvað. „Ég var nú sjálf í handbolta en pabbi þeirra í fótbolta og hann fékk að ráða á endanum. Ég reyndi samt,“ segir hún í léttum dúr, en börnin voru dugleg að prófa hinar ýmsu íþróttir á sínum tíma – fótbolta, handbolta, frjálsar og svo framvegis. „Við foreldrarnir hvöttum þau til að stunda íþróttir en þau sýndu því reyndar áhuga sjálf alla tíð. Ætli þau hafi ekki fengið íþróttaáhugann með móðurmjólkinni,“ útskýrir Guðmunda. Margrét Lára þótti afar efnileg handboltakona og var sem unglingur samtímis valin í landsliðsúrtök fyrir báðar íþróttir. Þá þurfti hún að velja og fór sömu leið og pabbi hennar, eins og reyndar systkinin öll. „Það fór alltaf mjög vel saman að æfa handbolta á veturna og fótbolta á sumrin. Ég hefði gjarnan viljað að hún hefði getað verið í báðum íþróttum lengur.“Mynd/ValliSnertir ekki á gosinu Guðmunda segir að það hafi alla tíð verið augljós munur á þeim systrum. „Margrét Lára var alltaf með bolta við tærnar. Elísa var hins vegar meira fiðrildi og kom víðar við en Margrét Lára,“ segir hún, en eftir að sú síðarnefnda valdi knattspyrnuna var ljóst að hún ætti langan og glæsilegan feril fram undan. Svo fór að hún spilaði fyrsta A-landsleikinn sinn fyrir sautján ára afmælisdaginn sinn, er Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi. Margrét Lára kom inn á sem varamaður og skoraði með fyrstu snertingu sinni í leiknum. Elísa, sem er fimm árum yngri, ákvað ekki löngu síðar að hún vildi feta sömu leið og stóra systir. „Elísa var aðeins 12-13 ára gömul þegar hún setti sér það markmið um að gerast atvinnumaður og spila með íslenska landsliðinu. Hún hefur unnið markvisst að því síðan þá. Hún hætti til dæmis að drekka gos tólf ára gömul til þess eins að halda sér í formi og vera heilsuhraust,“ rifjar hún upp og hlær. „Hún var mjög ung þegar hún byrjaði að spá í þessa hluti enda ekki með sama náttúrutalent og systir sín. Elísa þurfti að hafa meira fyrir þessu. Enn þann daginn í dag snertir hún ekki við gosi og er mjög ákveðin í mataræðinu. Enda veit hún að hún þarf að leggja mikið á sig til að ná markmiðum sínum.“ Guðmunda segir að foreldrarnir hafi ávallt hvatt börnin sín áfram á þeirra eigin forsendum, enda sé ekki hægt að bera systurnar saman. „Þær eru svo ólíkar, innan vallar sem utan. Margrét Lára er sóknarmaður og markaskorari en Elísa varnarmaður. En þær eru mjög góðar vinkonur og hafa orðið samrýndari með árunum. Svo eru þetta skemmtilegar stelpur – léttar og kátar.“Mynd/ÓskarÓLangflestir væru búnir að gefast upp Margrét Lára verður 27 ára í næsta mánuði en hefur þrátt fyrir ungan aldur afrekað ótalmargt. Hún er til að mynda eina knattspyrnukonan frá upphafi sem hefur verið útnefnd íþróttamaður ársins, en þá nafnbót fékk hún árið 2007. Hún hefur leikið sem atvinnumaður í rúm fjögur ár og skorað 70 mörk í 89 landsleikjum. Það er árangur á heimsmælikvarða og þarf varla að taka fram að Margrét Lára er langmarkahæsti leikmaður íslensku knattspyrnulandsliðanna, bæði karla og kvenna. Afrek hennar eru ekki síður merk í því ljósi að hún hefur glímt við þrálát meiðsli í tæp fimm ár. Hún ákvað að fara í stóra aðgerð í nóvember síðastliðnum til að gera eina lokatilraun til að ná sér góðri á ný. Ef aðgerðin hefði hins vegar misheppnast væri ferli hennar líklega lokið. „Það hefur verið mjög dapurlegt að fylgjast með henni í þessari baráttu. En hún er ólseig og hefur borið hitann og þungann af þessu öll sjálf. Ég held að flestallir væru löngu búnir að gefast upp – líka karlar sem fá himinhá laun fyrir að spila fótbolta,“ segir Guðmunda. „Draumur Margrétar Láru hefur alltaf verið að koma til baka og ná fullri heilsu – þrátt fyrir að hafa verið á hælunum í fimm ár. Á þeim tíma hefur hún alltaf rifið sig upp en ávallt verið skotin niður. En þá rífur hún sig bara aftur upp. Mér finnst það í raun kraftaverk. Ég krossa bara fingur og bið til guðs um að hún eigi eftir að ná heilu góðu tímabili.“ Útlitið er gott. Hún notaði fyrri hluta tímabilsins í sænsku úrvalsdeildinni til að koma sér aftur í form, í því miði að toppa nú á Evrópumeistaramótinu. Hún spilaði allar 90 mínúturnar gegn Noregi á fimmtudagskvöldið og skoraði jöfnunarmark Íslands úr vítaspyrnu undir lok leiksins, sem lyktaði 1-1.Nordic Photos / Getty ImagesÓlík hlutverk í liðinu Guðmunda hefur vitanlega ekki tölu á þeim fjölda leikja sem hún hefur séð með börnunum sínum en tilfinningin er alltaf sú sama. „Ég er auðvitað orðin sjóaðri og þroskaðri með árunum en ég fæ enn fiðrildi í magann fyrir hvern einasta leik. Ég er til dæmis mjög spennt fyrir því hvort Elísa fái tækifæri til að spreyta sig hér úti,“ segir hún, en óvíst er hvort þær systur fá tækifæri til að spila saman á þessu móti. „Siggi Raggi [þjálfari Íslands] hefur ekki notað hana mikið í keppnisleikjum en hún er þó í hópnum, sem þýðir að hann vill hafa hana innan seilingar.“ Staða systranna er því ólík, eins og Guðmunda bendir á. „Önnur á að bera leikinn uppi en hin er á bekknum. En þetta er allt jafn spennandi fyrir mér.“ Fótbolti Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Guðmunda Bjarnadóttir og Viðar Elíasson frá Vestmannaeyjum eiga fjögur börn sem öll hafa afrekað að hafa spilað með meistaraflokki ÍBV í knattspyrnu. Óhætt er að fullyrða að íþróttir hafi markað líf fjölskyldunnar með varanlegum hætti. Bræðurnir Bjarni Geir og Sindri hafa báðir lagt skóna á hilluna en yngri systur þeirra, Margrét Lára og Elísa, eru báðar í landsliðinu og keppa fyrir hönd þjóðarinnar á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð sem hófst í vikunni. Fréttablaðið sló á þráðinn til Guðmundu í vikunni en foreldrarnir voru þá nýkomnir til Svíþjóðar þar sem þau fylgjast með dætrum sínum á EM – nema hvað. „Ég var nú sjálf í handbolta en pabbi þeirra í fótbolta og hann fékk að ráða á endanum. Ég reyndi samt,“ segir hún í léttum dúr, en börnin voru dugleg að prófa hinar ýmsu íþróttir á sínum tíma – fótbolta, handbolta, frjálsar og svo framvegis. „Við foreldrarnir hvöttum þau til að stunda íþróttir en þau sýndu því reyndar áhuga sjálf alla tíð. Ætli þau hafi ekki fengið íþróttaáhugann með móðurmjólkinni,“ útskýrir Guðmunda. Margrét Lára þótti afar efnileg handboltakona og var sem unglingur samtímis valin í landsliðsúrtök fyrir báðar íþróttir. Þá þurfti hún að velja og fór sömu leið og pabbi hennar, eins og reyndar systkinin öll. „Það fór alltaf mjög vel saman að æfa handbolta á veturna og fótbolta á sumrin. Ég hefði gjarnan viljað að hún hefði getað verið í báðum íþróttum lengur.“Mynd/ValliSnertir ekki á gosinu Guðmunda segir að það hafi alla tíð verið augljós munur á þeim systrum. „Margrét Lára var alltaf með bolta við tærnar. Elísa var hins vegar meira fiðrildi og kom víðar við en Margrét Lára,“ segir hún, en eftir að sú síðarnefnda valdi knattspyrnuna var ljóst að hún ætti langan og glæsilegan feril fram undan. Svo fór að hún spilaði fyrsta A-landsleikinn sinn fyrir sautján ára afmælisdaginn sinn, er Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi. Margrét Lára kom inn á sem varamaður og skoraði með fyrstu snertingu sinni í leiknum. Elísa, sem er fimm árum yngri, ákvað ekki löngu síðar að hún vildi feta sömu leið og stóra systir. „Elísa var aðeins 12-13 ára gömul þegar hún setti sér það markmið um að gerast atvinnumaður og spila með íslenska landsliðinu. Hún hefur unnið markvisst að því síðan þá. Hún hætti til dæmis að drekka gos tólf ára gömul til þess eins að halda sér í formi og vera heilsuhraust,“ rifjar hún upp og hlær. „Hún var mjög ung þegar hún byrjaði að spá í þessa hluti enda ekki með sama náttúrutalent og systir sín. Elísa þurfti að hafa meira fyrir þessu. Enn þann daginn í dag snertir hún ekki við gosi og er mjög ákveðin í mataræðinu. Enda veit hún að hún þarf að leggja mikið á sig til að ná markmiðum sínum.“ Guðmunda segir að foreldrarnir hafi ávallt hvatt börnin sín áfram á þeirra eigin forsendum, enda sé ekki hægt að bera systurnar saman. „Þær eru svo ólíkar, innan vallar sem utan. Margrét Lára er sóknarmaður og markaskorari en Elísa varnarmaður. En þær eru mjög góðar vinkonur og hafa orðið samrýndari með árunum. Svo eru þetta skemmtilegar stelpur – léttar og kátar.“Mynd/ÓskarÓLangflestir væru búnir að gefast upp Margrét Lára verður 27 ára í næsta mánuði en hefur þrátt fyrir ungan aldur afrekað ótalmargt. Hún er til að mynda eina knattspyrnukonan frá upphafi sem hefur verið útnefnd íþróttamaður ársins, en þá nafnbót fékk hún árið 2007. Hún hefur leikið sem atvinnumaður í rúm fjögur ár og skorað 70 mörk í 89 landsleikjum. Það er árangur á heimsmælikvarða og þarf varla að taka fram að Margrét Lára er langmarkahæsti leikmaður íslensku knattspyrnulandsliðanna, bæði karla og kvenna. Afrek hennar eru ekki síður merk í því ljósi að hún hefur glímt við þrálát meiðsli í tæp fimm ár. Hún ákvað að fara í stóra aðgerð í nóvember síðastliðnum til að gera eina lokatilraun til að ná sér góðri á ný. Ef aðgerðin hefði hins vegar misheppnast væri ferli hennar líklega lokið. „Það hefur verið mjög dapurlegt að fylgjast með henni í þessari baráttu. En hún er ólseig og hefur borið hitann og þungann af þessu öll sjálf. Ég held að flestallir væru löngu búnir að gefast upp – líka karlar sem fá himinhá laun fyrir að spila fótbolta,“ segir Guðmunda. „Draumur Margrétar Láru hefur alltaf verið að koma til baka og ná fullri heilsu – þrátt fyrir að hafa verið á hælunum í fimm ár. Á þeim tíma hefur hún alltaf rifið sig upp en ávallt verið skotin niður. En þá rífur hún sig bara aftur upp. Mér finnst það í raun kraftaverk. Ég krossa bara fingur og bið til guðs um að hún eigi eftir að ná heilu góðu tímabili.“ Útlitið er gott. Hún notaði fyrri hluta tímabilsins í sænsku úrvalsdeildinni til að koma sér aftur í form, í því miði að toppa nú á Evrópumeistaramótinu. Hún spilaði allar 90 mínúturnar gegn Noregi á fimmtudagskvöldið og skoraði jöfnunarmark Íslands úr vítaspyrnu undir lok leiksins, sem lyktaði 1-1.Nordic Photos / Getty ImagesÓlík hlutverk í liðinu Guðmunda hefur vitanlega ekki tölu á þeim fjölda leikja sem hún hefur séð með börnunum sínum en tilfinningin er alltaf sú sama. „Ég er auðvitað orðin sjóaðri og þroskaðri með árunum en ég fæ enn fiðrildi í magann fyrir hvern einasta leik. Ég er til dæmis mjög spennt fyrir því hvort Elísa fái tækifæri til að spreyta sig hér úti,“ segir hún, en óvíst er hvort þær systur fá tækifæri til að spila saman á þessu móti. „Siggi Raggi [þjálfari Íslands] hefur ekki notað hana mikið í keppnisleikjum en hún er þó í hópnum, sem þýðir að hann vill hafa hana innan seilingar.“ Staða systranna er því ólík, eins og Guðmunda bendir á. „Önnur á að bera leikinn uppi en hin er á bekknum. En þetta er allt jafn spennandi fyrir mér.“
Fótbolti Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira